maí 11, 2025

Hvati

  • Vetrarleikar SO 2025
    • Paralympics 2024 — París
    • #WeThe15
  • Hvati tímarit
    • 1. Tbl. 2024
    • 2. tbl. 2023
    • Berlín 2023
    • 1. TBL. 2023
    • 2. tbl. 2022
    • 1. tbl 2022
    • Hvati 1.tbl 2021
    • Hvati 2. tbl 2020
    • 1. tbl. 2020
    • Hvati 2. tbl 2019
  • Vefsíða ÍF
  • Áfram Veginn – Kynningarmánuður
  • Samskiptaráðgjafi
  • Íþróttir fatlaðra í 50 ár

Hvati 1.tbl 2020

Metnaðarfull þáttaröð RÚV um Ólympíumót fatlaðra

By merla
05/11/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Metnaðarfull þáttaröð RÚV um Ólympíumót fatlaðra
1,486

Sunnudaginn 15. nóvember næstkomandi hefur RÚV sýningar á þáttaröðinni Ólympíukvöld fatlaðra. Um er að ræða fimm þætti þar sem stiklað er á stóru í sögu Ólympíumóta fatlaðra (e. Paralympics) og þátttöku Íslands í þessu stærsta afreksmóti fatlaðra.Fjöldi góðra gesta tekur þátt en Ólympíukvöld fatlaðra eru í stjórn íþróttafréttamannsins Hauks Harðarsonar. Íþróttasamband fatlaðra hvetur alla til þess að fylgjast vel með …

Lesa grein

ÍSÍ hvetur til hreysti

By merla
16/10/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við ÍSÍ hvetur til hreysti
1,736

Sumir hlutir fást ekki keyptir úti í búð, ekki einu sinni í nýjustu vefverslunum. Þar á meðal eru hreysti og heilsa. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. …

Lesa grein

Íþróttafélagið Ægir að nýta Covid tímann til hugmyndavinnu þjálfara

By merla
15/10/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Íþróttafélagið Ægir að nýta Covid tímann til hugmyndavinnu þjálfara
1,124

Íþróttafélagið Ægir hefur unnið að því að finna leiðir til að auka fjölbreytni æfinga og efla samstarf þjálfara. Sylvía Guðmundsdóttir formaður Ægis sagði að þjálfarar væru að nýta tíma sem þeir hefðu heima, út af Covid 19 til að vinna hugmyndavinnu og leita leiða til að efla fjölbreytni æfinga. Ástæða þess að farið var í þetta verkefni var að farið …

Lesa grein

HM í skíðaíþróttum í Lillehammer 2021

By merla
09/10/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við HM í skíðaíþróttum í Lillehammer 2021
1,283

Heimsmeistaramót fatlaðra í skíðaíþróttum fer fram í Lillehammer í Noregi dagana 7.-20. febrúar næstkomandi. Að svo búnu er mótið enn á dagskrá bæði IPC og mótshaldara í Noregi og mun endanleg ákvörðun um hvort af mótinu verði eða ekki liggja fyrir að minnsta kosti 30 dögum fyrir mót. Hilmar Snær Örvarsson sigurvegari Evrópumótaraðar IPC í alpagreinum í fyrra stefnir ótrauður …

Lesa grein

Már á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga

By merla
08/10/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Már á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga
1,185

Sund- og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson var nýverið valinn í topp tíu manna hóp ungra og framúrskarandi Íslendinga. Verðlaunin eru veitt af JCI á Íslandi og hafa þau verið afhent frá árinu 2002. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og til ungs fólks sem kemur itl með að …

Lesa grein

Global Games 2023 í Vichy í Frakklandi

By merla
07/09/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Global Games 2023 í Vichy í Frakklandi
1,199

Næstu Global Games fara fram í Vichy í Frakklandið árið 2023 en Global Games eru heimsleikar þroskahamlaðra á vegum Virtus Sport sem áður bar nafnið INAS-Fid. Síðustu leikar fóru fram í Brisbane í Ástralíu með miklum ágætum þar sem Ísland átti fjóra vaska fulltrúa en þeir voru Jón Margeir Sverrisson fyrsti keppandi Íslands á Global Games í hjólreiðum. Hulda Sigurjónsdóttir …

Lesa grein

Hrós dagsins

By merla
27/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Hrós dagsins
1,877

Hrós dagsins fá Urriðaholtsskóli og leikskólinn Jötunheimar Selfossi fyrir áherslu á markvissa hreyfiþjálfun Urriðaholtsskóli hefur sýnt mikinn áhuga á innleiðingu YAP verkefnisins sem byggir á markvissri hreyfiþjálfun barna með frávik en hentar fyrir öll börn. Í Urriðaholtsskóla hefur YAP verkefnið verið aðlagað hreyfiþjálfun sem fyrir var en mikill áhugi er hjá stjórnendum að nýta verkfærakistu YAP verkefnisins. Í haust mun Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. …

Lesa grein

Rising Phoenix – Stórbrotin heimildarmynd um Paralympics

By merla
27/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Rising Phoenix – Stórbrotin heimildarmynd um Paralympics
1,300

Tokyo2020 – Ólympíumót fatlaðra eða Paralympics, átti að hefjast með setningu leikanna í gær, en vegna Covid-19 var þeim frestað til næsta sumars eins og Ólympíuleikunum. Löng hefð er fyrir því að Paralympics séu haldnir í beinu framhaldi af Olympics eða Ólympíuleikum eins og við nefnum leikanna á íslensku. Um er að ræða 45 daga samfellda íþróttahátíð í þeim borgum …

Lesa grein

Rising Phoenix er komin á Netflix

By merla
26/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Rising Phoenix er komin á Netflix
1,388

Heimildarmyndin Rising Phoenix er komin í sýningar á Netflix en eins og áður hefur komið fram gerir myndin skil á sögu Paralympics sem er stærsta afreksmót fatlaðra íþróttamanna. Leikstjórar myndarinnar eru Ian Bonhote og Peter Ettedgui en í myndinni einblína þeir á hvað gerir íþróttafólk sérstakt, vinnusiðferði þeirra og ákveðni. Á meðal viðmælenda í myndinni er maður sem jafnan vekur …

Lesa grein

Eitt ár í Paralympics í Tokyo

By merla
25/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Eitt ár í Paralympics í Tokyo
1,308

Í dag er eitt ár þangað til Paralympics í Tokyo í Japan fara fram en leikarnir eru dagsettir 24. ágúst til 5. september 2021. Eins og flestum er kunnugt varð að fresta leikunum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Sökum frestunar leikanna hefur IPC m.a. sett í notkun myllumerkið #WaitForTheGreats sem er vísun í að sökum frestunar muni afreksíþróttafólkið og allur almenningur þurfa að hinkra …

Lesa grein

Bergrún Ósk bætti Íslandsmetið í langstökki

By merla
24/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Bergrún Ósk bætti Íslandsmetið í langstökki
1,235

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR bætti um helgina Íslandsmetið í langstökki í flokki T37 þegar hún stökk 4,30 metra. Fyrra metið átti Matthyldur Ylfa Þorsteinsdóttir. Bergrún sem keppti á Origo móti FH um helgina náði metinu í þriðja stökki en stökksería hennar um helgina var eftirfarandi:X – 4,26/+1,0 – 4,30/+1,1 – 4,15/+0,0 – X – X Til hamingju með …

Lesa grein

Stórt skarð höggvið í hóp liðsmanna

By merla
21/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Stórt skarð höggvið í hóp liðsmanna
1,673

Við fráfall Guðbjargar Kristínar Ludvigsdóttur er stórt skarð höggvið í hóp liðsmanna Íþróttasambands fatlaðra. Fyrir rúmum áratug gekk Guðbjörg til liðs við sambandið og tók sér stöðu við hlið föður síns í lækna- og fagráði ÍF þar sem hún af einskærri röggsemi og næmni sinnti “flokkunarmálum” og öðrum störfum sem fulltrúi læknateymis sinnir. Þetta gerði hún ávallt með sínu fallega …

Lesa grein

Rising Phoenix: Einstök saga Paralympics

By merla
14/08/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Rising Phoenix: Einstök saga Paralympics
1,632

Frá rústum síðari heimstyrjaldar í þriðja stærsta íþróttaviðburð á jörðinni. Rising Phoenix er heimildarmynd um sögu Ólympíumóts fatlaðra (e. Paralympics). Myndin í heild sinni verður aðgengileg á Netflix þann 26. ágúst næstkomandi. Paralympics lögðu grunninn að hreyfingu á heimsvísu sem stöðugt breytir þankagangi almennings um fatlanir, fjölbreytni og mannlega möguleika. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu úr myndinni …

Lesa grein

Átta Íslandsmet í Laugardalnum

By merla
23/07/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Átta Íslandsmet í Laugardalnum
1,655

Íslandsmeistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug helgina 17-19. júlí síðastliðinn. Mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra.  Mótið var með örlítið breyttu sniði en vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar var ákveðið að synda allar greinar í beinum úrslitum í stað undanrása og úrslita eins og hefur tíðkast síðastliðin ár á þessu móti. Um 150 keppendur voru skráðir til …

Lesa grein

Þokast í rétta átt
 — Verkefni ÍF innanlands

By merla
06/07/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Þokast í rétta átt
 — Verkefni ÍF innanlands
2,469

Nú þokast verkefni Íþróttasambands fatlaðra og annarra í rétta átt. Þegar þetta er skrifað ríkir enn veruleg óvissa vegna COVID19 en sökum útbreiðslu veirunnar þurfti ÍF eins og aðrir að fresta eða fella niður fjölmörg verkefni. Nú hinsvegar er að rofa til og þegar nokkur verkefni komin á dagskrá og ljóst að í júlíbyrjun verður hægt að halda sumarbúðir ÍF …

Lesa grein

Haukur og Michel slá ekki slöku við
 — Öflugir hlaupafélagar

By merla
06/07/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Haukur og Michel slá ekki slöku við
 — Öflugir hlaupafélagar
1,849

Frjálsíþróttamennirnir Haukur Gunnarsson og Michel Masselter eru í hörku formi þessi dægrin og hafa verið duglegir að halda sér við þrátt fyrir takmarkanir vegna COVID19. Á dögunum tóku þeir sig til og hlupu saman 10 kílómetra. Haukur er enn að æfa og er nú að æfa með frjálsíþróttadeild Ármanns en Michel æfir með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR). Báðir eru …

Lesa grein

Paralympics frestað til 24. ágúst 2021

By merla
06/07/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Paralympics frestað til 24. ágúst 2021
812

Ólympíuleikunum og Paralympics sem fara áttu fram í Tokyo í sumar var frestað til ársins 2021 vegna COVID19 faraldursins. Þegar ljóst var í hvað stefndi kom sú ákvörðun ekki á óvart en Alþjóðaólympíuhreyfingin beið þó nokkuð lengi með niðurstöðuna. Er þetta því í fyrsta sinn á friðartímum sem Ólympíuleikum og Paralympics er slegið á frest. Nýr tími fyrir Paralympics verður …

Lesa grein

Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina

By merla
06/07/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina
1,568

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð í vetur fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar varð sigurvegari í heildarstigakeppni á Evrópumótaröðunni með gull í svigi og silfur í stórsvigi á lokamóti Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Zagreb í Króatíu í febrúarmánuði. Sannarlega magnaður árangur hjá Hilmari sem hefur síðustu ár klifrað hratt …

Lesa grein

Óvenjulegir tímar í afreksmálum – 2020 frestað!

By merla
06/07/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Óvenjulegir tímar í afreksmálum – 2020 frestað!
962

Yfirmenn landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra fóru yfir stöðu afreksmála með sínu afreksfólki á dögunum og tóku stöðuna á hverjum og einum. Hópurinn hittist í Laugardalnum ásamt sálfræðingi og læknum hópsins til að skerpa á markmiðum sínum. Í stuttu máli má segja að 2020 hafi verið frestað, eða öllu heldur öllum alþjóðamótum sem að öllu óbreyttu hefðu verið á dagskrá mánuðina mars til september …

Lesa grein

Það er þörf á nýrri hugsun 

By merla
29/06/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Það er þörf á nýrri hugsun 
1,861

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu, ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað.  Íþróttasamband fatlaðra fagnar þeirri áherslu sem landslæknisembættið, ríki, sveitarfélög og stofnanir hafa sett á heilsueflandi samfélag og gildi hreyfingar. Fyrir fólk með hreyfihömlun er öll þjálfun gífurlega mikilvæg og því mætti ætla að „kerfið“ hvetji til sjálfsbjargarviðleitnis og styðji þá einstaklinga sem vilja komast um án aðstoðar og styrkja sitt …

Lesa grein

Afreksíþróttir á sérstökum tímum

By merla
08/06/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Afreksíþróttir á sérstökum tímum
959

Afreksíþróttir á sérstökum tímu Núverandi aðstæður á heimsvísu hafa mikil áhrif á allt íþróttastarf. Mikil óvissa hefur ríkt undanfarna mánuði og vikur og óvíst er um þróun mála næstu mánuði þó að allt stefni í rétta átt, a.m.k. á Íslandi. Nú þegar þátttaka í alþjóðlegum mótum er í lágmarki eru tækifæri fyrir sérsambönd að nýta tímann með sínu íþróttafólki í …

Lesa grein

Youth summit – Östersund Svíþjóð

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – Special Olympics
Slökkt á athugasemdum við Youth summit – Östersund Svíþjóð
1,103

Floorball vonandi kynntur bráðlega á Íslandi Þann 31. janúar héldum við þrír vestfirðingar af stað á Youth summit ráðstefnu í Svíþjóð. Þetta voru félagarnir Ómar Karvel Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónasson og þjálfarinn Jónas L. Sigursteinsson. Við vissum mjög lítið hvað við vorum að fara út í þrátt fyrir að vera búnir að hitta Jenni Hakkinen verkefnastjóra á fundi þegar hún …

Lesa grein

„Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – Special Olympics
Slökkt á athugasemdum við „Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti
1,038

Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í janúar 2020 þar sem Actavis mót Hauka fór fram. Þar var mætt nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics. Æfingar hafa verið undir stjórn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur og þarna er á ferð sannkallaður ,,HAMINGJUHÓPUR“  eins og ein móðirin orðaði það. það er ómetanlegt þegar Íþróttasamband …

Lesa grein

Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn
869

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson landaði draumakastinu á Ítalíu í maímánuði 2017. Þá kastaði Helgi spjótinu 59,77 metra sem var staðfest heimsmet í hans flokki, F42. Skömmu síðar varð nafnabreyting á keppnisflokki Helga þar sem F42 varð að F63 og stendur metið enn í dag í flokki F63.  Metið féll á opna ítalska meistaramótinu sem fram fór í Rieti og er sjöunda …

Lesa grein

Forseti IPC ánægður með íþróttaumhverfið á Íslandi

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 – NPC ICELAND
Slökkt á athugasemdum við Forseti IPC ánægður með íþróttaumhverfið á Íslandi
943

Parsons: „Fann hér hve íþróttir skipta samfélagið miklu máli”  Andrew Parsons forseti Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) heimsótti Íþróttasamband fatlaðra í upphafi marsmánaðar. Vera hans hér var liður í heimsóknaferð hans um Norðurlöndin. Til stóð að hann myndi einnig heimsækja Noreg og Svíþjóð en útbreiðsla COVID19 faraldursins heftaði þá för.  Parsons eins og svo margur erlendur gesturinn kom við í Bláa …

Lesa grein

Hugleiðingar um golf

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Hugleiðingar um golf
1,335

Hvað er golf? Golf er einstaklingsíþrótt sem að mörgu leyti hentar fötluðum einstaklingum mjög vel þar sem forgjöf jafnar stöðu einstaklinga og geta þeir spilað og keppt á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir getumun. Einnig geta ungir sem aldnir hæglega spilað saman golf sem er ekki raunin í mörgum öðrum íþróttagreinum. Á tímum COVID-19 veirunnar er golf kannski ekki það fyrsta sem …

Lesa grein

Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi
962

Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins.  Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrknum móttöku á dögunum en það voru þeir …

Lesa grein

Nýr samningur um framþróun sundíþróttarinnar

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Nýr samningur um framþróun sundíþróttarinnar
794

Íþróttasamband fatlaðra og Sundsamband Íslands undirrituðu í febrúarmánuði samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og með því leitast þannig við að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, segir samninginn mikið fagnaðarefni. „Um árabil hafa fremstu sundmenn úr röðum fatlaðra átt kost á því að keppa …

Lesa grein

Tíu Íslandsmet í Kaplakrika

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Tíu Íslandsmet í Kaplakrika
1,375

Ármann Íslandsmeistari í liðakeppninniÍslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum fatlaðra innanhúss fór fram í Kaplakrika í febrúarmánuði. Mótið fór einkar vel fram í sterkri framkvæmd og umgjörð hjá FH. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF þar sem frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR var í feiknaformi og setti fjögur ný met! Ármann varð Íslandsmeistari í liðakeppninni en liðið vann …

Lesa grein

Frábært starf hjá Bergrúnu

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Frábært starf hjá Bergrúnu
957

Nú eru liðin fjögur ár frá því ÍF hóf innleiðingu YAP (Young Athlete Project)  á Íslandi. Verkefnið var unnið í samstarfi Special Olympics Int. og háskóla í Boston og allt efni er ókeypis og aðgengilegt. Fókusinn er settur á markvissa hreyfiþjálfun barna, sérstaklega þar sem skert hreyfifærni er til staðar. Snemmtæk íhlutun er þar gífurlega mikilvæg. Á Íslandi var ákveðið …

Lesa grein

Góð þátttaka í rafrænum áskorunum ÍF

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Góð þátttaka í rafrænum áskorunum ÍF
1,055

Allflestir Íslendingar hafa dottið út úr sinni daglegri rútínu eftir að COVID-19 fór að herja á heiminn, þá sérstaklega íþróttafólk sem gat ekki lengur mætt á æfingar þar sem íþróttastarf féll niður með tilkomu samkomubannsins. Eitt er að detta úr rútínu, en að detta úr hreyfingu og félagsskap getur haft enn verri andleg áhrif. Við vitum öll hversu vel okkur …

Lesa grein

Hver eru tækifærin í mótlæti?

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Hver eru tækifærin í mótlæti?
1,013

Í erfiðleikum þurfum við hvað mest á beittum verkfærum hugans að halda. Sér í lagi þegar aðstæðurnar eru óræðar og við vitum ekki hvað tekur við. Það er eitt að feta sig varlega upp brekkuna í þykkri þokunni en að hlaupa af fullum krafti inn í myrkrið er annað. Í brekkunni reynast þó oft stærstu tækifærin okkar. Þegar við lítum …

Lesa grein

„Barn“ í flutningi Más og Ivu fékk frábærar viðtökur

By merla
20/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við „Barn“ í flutningi Más og Ivu fékk frábærar viðtökur
2,124

Sundmaðurinn Már Gunnarsson hefur getið sér gott orð bæði í sundlauginni og á tónlistarsviðinu og kollegi hans, Iva Marín Adrichem, sömuleiðis en Iva staldraði stutt við í sundlauginni og hefur einbeitt sér meira að tónlistinni síðustu árin.

Lesa grein

Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

By merla
19/05/2020
in :  1. tbl 2020, 1. tbl 2020 - ÍF
Slökkt á athugasemdum við Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð
1,002

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í ársbyrjun þar sem Tanya Jóhannsdóttir átti besta afrek mótsins og hlaut þar með Sjómannabikarinn eftirsótta annað árið í röð! Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir) og hlaut 552 stig fyrir sund sitt í 50 m skriðsundi en stigaútreikningurinn er miðaður við heimsmet greinarinnar í hverjum fötlunarflokki fyrir sig. Þetta árið …

Lesa grein
Kynnið ykkur fjölþjóðlegt átak sem tryggja á að enginn verði útundan!

Um okkur

Útgefandi: Íþróttasamband fatlaðra Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík Sími: 514 4080 · Fax: 514 4081 Netfang: if@ifsport.is Ritstjórn: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Jón Björn Ólafsson Myndir: Jón Björn Ólafsson, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og fleiri Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) var stofnað 17. maí 1979. ÍF er eitt af sérsamböndunum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en hlutverk ÍF er að vinna að eflingu íþróttastarfsemi fatlaðra og að koma fram erlendis í því sambandi.