Heim 1. tbl 2020 Forseti IPC ánægður með íþróttaumhverfið á Íslandi

Forseti IPC ánægður með íþróttaumhverfið á Íslandi

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Forseti IPC ánægður með íþróttaumhverfið á Íslandi
0
811

Parsons: „Fann hér hve íþróttir skipta samfélagið miklu máli” 

Andrew Parsons forseti Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) heimsótti Íþróttasamband fatlaðra í upphafi marsmánaðar. Vera hans hér var liður í heimsóknaferð hans um Norðurlöndin. Til stóð að hann myndi einnig heimsækja Noreg og Svíþjóð en útbreiðsla COVID19 faraldursins heftaði þá för. 


Parsons eins og svo margur erlendur gesturinn kom við í Bláa Lóninu sem er einn af aðalsamstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra og þá koma hann einnig við hjá Össuri sem hefur verið einn helsti samstarfsaðili ÍF í hart nær þrjá áratugi. Einnig átti hann fund með Mennta-, menningar, – og íþróttamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur, félags- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni og forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur.


Að Bessastöðum mættust svo tveir forsetar sem eru einkar áhugasamir um íþróttir og áttu þeir Parsons og Hr. Guðni Th. Jóhannesson gott spjall um íþróttalífið á Íslandi og marg fleira.


Parsons fékk glögga sýn inn í íslenskt íþróttalíf þar sem hann sat fyrirlestra hjá bæði ÍF og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og taldi hann margt í starfseminni á Íslandi sem önnur lönd og IPC gætu nýtt sér íþróttum fatlaðra til framdráttar. Hann var einnig ánægður með hve vel hið opinbera, sveitarfélög og einkageirinn hlúa að íþróttalífinu á Íslandi.


Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF sagði að heimsókn Parsons væri mikilvægur liður í því fyrir IPC að þekkja og skilja þau þjóðlönd sem mynda IPC og eins fyrir þjóðir eins og Ísland til að láta rödd sína heyrast. „Við á Íslandi höfum nú fengið alla þrjá forseta IPC frá upphafi í heimsókn hingað til lands og erum afar þakklát fyrir hve vel opinberir aðilar sem og einkageirinn hafa tekið vel á móti okkar gestum. Allir hafa forsetarnir fengið mjög skýra mynd af því hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni hér á Íslandi og hafa látið vel af þeirri uppbyggingu og virkni sem er í starfinu okkar.“

Parsons hitti einnig á íslenskt íþróttafólk úr röðum fatlaðra en þar má annars telja spjótkastarann Helga Sveinsson, frjálsíþróttakonuna Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og hlauparann Patrek Andrés Axelsson. Þá náði Parsons einnig að líta eldsnöggt við á sundæfingu hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. 

„Það var einkar ánægjulegt að sjá hvernig Menntamála- og velverðarráðuneytið á Íslandi vinna saman að málefnum barna. Að Íþróttasamband fatlaðra sé á meðal þeirra verkfæra sem eru notuð til þess hrinda verkefnum í gang er afar mikilvægt og aðalatriðið þar er ekki að fjöldaframleiða afreksíþróttafólk heldur hvernig íþróttir geti hjálpað öllum í samfélaginu til þess að þróa með sér mismunandi hæfileika eins og liðsvinnu, aga, þrautseigju og einbeitingu,” sagði Parsons m.a. um heimsókn sína til Íslands. 

Parsons var einnig hrifinn af heimsókn sinni í höfuðstöðvar ÍSÍ þar sem Lárus Blöndal forseti sambandsins tók á móti honum. Parsons kvaðst hrifinn af uppbyggingu og virkni íþróttastarfsins á Íslandi. „Þá hitti ég einnig fyrir hr. Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands sem og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ég fann að þau voru bæði mjög áhugasöm um íþróttahreyfinguna og hve miklu máli hún skipti samfélagið. Ég lít á það sem mjög mikilvægt hlutverk hjá IPC að koma á samböndum við lykilstjórnendur þjóðlanda eins og forseta og forsætisráðherra til þess að kynna íþróttir fatlaðra og styrkja meðlimi hreyfingarinnar með þeim hætti.” 

  • Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn

    Spjótkastarinn Helgi Sveinsson landaði draumakastinu á Ítalíu í maímánuði 2017. Þá kastaði…
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…