Hvati tímarit

Berlin2023

Sjö fulltrúar frá Íslandi keppa á Global Games í júní

Global Games fara fram í Vichy í Frakklandi dagana 4.-10. júní næstkomandi. Alls sendir Ísland sjö keppendur á mótið en leikarnir eru á vegum VIRTUS sem eru alþjóðasamtök íþróttafólks með þroskahamlanir. Keppendur Íslands munu taka þátt í frjálsum og sundi, tveir keppendur í frjálsum og fimm í sundi. Global Games eru ört vaxandi leikar þar …

Ármann Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. Óhætt er að segja að aðstæður hafi verið krefjandi með grenjandi rigningu og roki og af þeim sökum voru stöku mótshlutar færðir inn í frjálsíþróttahöll FH-inga. Þónokkrar greinar urðu þó að fara fram utandyra eins og sleggjukast, kringlukast, spjótkast og 100m hlaup. Aðrar …

Tvær með lágmörk á HM: Fjögur kepptu nýverið í Jesolo

Fjórir íslenskir afreksmenn kepptu nýverið á World Para Athletics Grand Prix mótaröðinni sem fram fór í Jesolo á Ítalíu. Nú þegar hafa tveir keppendur tryggt sér lágmörk á heimsmeistaramótið í París í sumar en það eru þær Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Með þeim ytra voru einnig spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson og kúluvarparinn …

Þorsteinn féll út í 16 manna úrslitum Evrópubikarsins

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hefur lokið keppni á Evrópumótaröð Alþjóða Bogfimisambandsins en nýverið fór mótið fram í Nove Mesto í Tékklandi. Þorsteinn komst þá í 16 manna úrslit en féll þar úr leik. Þorsteinn lenti í erfiðri uppákomu við mótið þar sem skel sem hann notar utan um búk sinn í keppninni var fórnarlamb regluverksins og …

Íþróttasamband fatlaðra er 44 ára í dag

Í dag miðvikudaginn 17. maí fagnar Íþróttasamband fatlaðra 44 ára afmæli. Sambandið var stofnað þennan dag árið 1979. Framkvæmdastjórn ÍSÍ boðaði til stofnfundar ÍF að Hótel Loftleiðum þennan dag þar sem mættir voru 22 fulltrúar frá 12 héraðssamböndum. Gísli Halldórsson þáverandi forseti ÍSÍ setti fundinn og stýrði. Á tæpri hálfri öld hafa íslenskir íþróttamenn úr …

Sonja setti fjögur ný Íslandsmet í Berlín

Opna þýska meistaramótinu í sundi er lokið en Ísland átti þar nokkra fulltrúa við mótið. Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR fór mikinn í Berlín og kom heim með fjögur ný Íslandsmet í farteskinu. Fleiri sundmenn syntu á og við sinn besta tíma á árinu en keppendur frá Íslandi við mótið ásamt Sonju voru þau Thelma Björg …

Fjögur ný met féllu á ÍM SSÍ og ÍF í sundi

Íslandsmót Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalslaug í aprílbyrjun en síðustu ár hafa mótin verið haldin sameiginlega og gefið góða raun. Að þessu sinni féllu fjögur ný Íslandsmet á mótinu hjá sundfólki úr röðum fatlaðra. Róbert Ísak Jónsson og Sigrún Kjartansdóttir settu bæði hvert sitt met en Sonja Sigurðardóttir sem nýverið var …

Ingi Björn og Ástvaldur Norðurlandameistarar í boccia

Norðurlandameistaramót fatlaðra í Boccia 2023 Dagana 5. og 6. maí fór fram Norðurlandameistaramót fatlaðra í Boccia í Vejen Danmörku. Fimm íslenskir keppendur létu vel að sér kveða við mótið og komu heim með tvo Norðurlandameistaratitla í farteskinu. Ingi Björn Þorsteinsson frá ÍFR og Ástvaldur Bjarnason frá NES urðu báðir Norðurlandameistarar en árangur íslenska hópsins má …

Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín

Opna þýska meistaramótið stendur nú yfir í Berlín í Þýskalandi þar sem fjórir afrekssundmenn úr röðum fatlaðra eru mættir til keppni. Fyrsti keppnisdagur fór fram í gær þar sem Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR setti tvö ný Íslandsmet í flokki S3 (hreyfihamlaðir). Sonja synti þá á 2:36,09 mín. í 100m skriðsundi og 5:14,93 mín. í 200m …

Björn og Kristín sæmd gullmerki SSÍ 

Kristín Guðmundsdóttir og Björn Valdimarsson voru nýverið sæmd gullmerki Sundsambands Íslands á sundþingi 2023 sem fram fór í húsakynnum ÍSÍ í aprílmánuði. Í greinargerð sem fylgdi afhendingu gullmerkjana segir:

Sveinn Áki nýr heiðursfélagi ÍSÍ

Íþróttaþing ÍSÍ stendur nú yfir í Ólafssal í Hafnarfirði. Við þingsetningu í gær voru nýir heiðursfélagar ÍSÍ heiðraðir og á meðal þeirra var fyrrum formaður Íþróttasambands fatlaðra, Sveinn Áki Lúðvíksson. Í umsögn ÍSÍ þegar Sveinn Áki var gerður að heiðursfélaga kom eftirfarandi fram: Sveinn Áki Lúðvíksson (ÍF/BTÍ)Sveinn Áki var formaður Íþróttasambands fatlaðra árin 1996-2017 eða …

Frumsýning: „Að vinna og hafa gaman!“

Kynningarmyndband Magnúsar Orra Arnarsonar um heimsleika Special Olympics er birt í dag. Myndbandið er vönduð og skemmtileg samantekt um þátttöku Íslands, keppendur, þjálfara og spennuna sem fylgir því að taka þátt í einum allra stærsta íþróttaviðburði heims. Glæsilegt verkefni sem Magnús hefur unnið að síðustu 6 mánuði. Til hamingju Magnús Orri! Heimsleikar Special Olympics fara …

Vorboðinn ljúfi í Laugardal

Félagar í Kiwanisklúbbnum Heklu eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í Laugardal. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá velvilji og stuðningur sem klúbburinn hefur sýnt íþróttum fatlaðra. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrk frá Heklu móttöku …

„Það skiptir mestu máli að þjálfarinn sé áhugasamur“

Dalrós Líf Ólafsdóttir, Eyrún Birta Þrastardóttir og Magnfríður Jóna Kristjánsdóttir, nemendur við Háskóla Íslands. Við erum þrjár ungar konur í námi við Háskóla Íslands og fengum það verkefni að skoða hugmyndir íþróttafólks um kyn þjálfara. Við höfum fylgst með íþróttum í sjónvarpi og leiknum sjálfum og fannst eins og það væru miklu fleiri karlar að …

Þórður endurkjörinn formaður ÍF: Þrjú sæmd gullmerki ÍSÍ

Sambandsþingi ÍF lauk nú í dag í Laugardalshöll þar sem Þórður Árni Hjaltested var einróma endurkjörinn formaður ÍF til næstu tveggja ára. Stjórn ÍF lagði fram nýja framtíðarsýn sem einnig var einróma samþykkt af þingfulltrúum og þá var stjórn síðasta kjörtímabils einróma kjörin áfram. Þrír hlutu gullmerki ÍSÍ við þingið en þau eru:Jóhann Arnarson, varaformaður …

Öspin tilnefnd til Íslensku Lýðheilsuverðlaunanna

Íþróttafélagið Ösp fékk á dögunum tilnefningu til Íslensku Lýðheilsuverðlaunanna. Íslensku lýðheilsuverðlaunin eru verðlaun sem unnin eru í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Geðhjálp og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Verða þessi verðlaun veitt í fyrsta sinn núna í vor. Til hamingju með tilnefninguna Ösp! Nánar um tilnefninguna hér

Edda Bergmann – Minning

Edda Bergmannf. 13. janúar 1936 – d. 14. mars 2023   Íþróttafólk í röðum Íþróttasambands fatlaðra hefur í gegnum árin sýnt og sannað að þar er ekki aðeins um að ræða frábært afreksfólk á sviði íþrótta. Sögur af afrekum í daglegu lífi eru margar og það hefur verið lærdómsríkt að kynnast þeim sögum.  Edda Bergmann var ein …

Leikskólinn Jötunheimar innleiðir YAP verkefnið

YAP á Selfossi Leikskólinn Jötunheimar á Selfossi er kominn í samstarf við Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra við innleiðingu YAP verkefnisins.  Sigurlín Jóna Baldursdóttir, íþróttafræðingur sér um hreyfiþjálfun í Jötunheimum. Hún hefur verið að innleiða YAP verkefnið í því hreyfistarf sem fyrir var og er mikilvægt að þar hefur hún notið stuðnings leikskólastjórans, Júlíönu …

Heimsókn til Montenegro og Bosníu & Herzegovinu 

Special Olympics á Íslandi tekur þátt í Evrópuverkefni sem hefur að markmiði að auka virkni barna með sérþarfir í íþróttastarfi. Verkefnið hófst 2021 og lýkur 2023.  Hér má sjá nánari upplýsingar um verkefnið; https://inclusivesportsforchildren.eu/ Samstarfslönd Íslands eru Bosnia og Herzegovina, Montenegro, Rúmenía,  Slóvakia,  Litháen og Pólland en verkefnið er styrkt af EEA & Norway Grant.  …

Ármann Íslandsmeistari: Ingeborg með risa bætingu

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum innanhúss fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag. Lið Ármanns varð stigahæsta lið mótsins og þar af leiðandi Íslandsmeistari, fjöldamargar persónulegar bætingar féllu í dag þar sem Ingeborg Eide Garðarsdóttir stórbætti sinn besta árangur í kúluvarpi. Mótið gekk vel fyrir sig í styrkri stjórn frjálsíþróttanefndar ÍF. Við viljum einnig …

Björgvin og Hákon í eldlínunni á Spáni

Borðtennismennirnir Björgvin Ingi Ólafsson og Hákon Atli Bjarkason voru í eldlínunni í gær og fyrradag á Spáni á Costa Brava Open borðtennismótinu. Hákon keppir í sitjandi flokki en Björgvin í standandi flokki. Í riðlakeppninni í einstaklingskeppninni fékk Hákon tvo topp 20 spilara af heimslistanum og varð að játa sig sigraðan 3-0 í báðum leikjum. Hákon …

Minning: Pálmar Guðmundsson

Á árunum í kringum 1990 kom fram á sjónarsviðið hópur fatlaðra íþróttamanna sem innan raða ÍF hafa oft verið nefnd „gullkynslóðin.” Með þeim hófst íslenska vorið í íþróttum fatlaðra þar sem árangur þessara einstaklinga breiddi hróður Íslands víða um heim og skipaði Íslandi sess sem stórþjóð í íþróttum fatlaðra. Einn þeirra sem þennan hóp skipaði …

Ísland sendir átta fulltrúa á Global Games 2023

Global Games fara fram í Vichy í Frakklandi dagana 4.-10. júní næstkomandi. Alls átta íslenskir fulltrúar verða við leikana og munu keppa í sundi og frjálsum. Global Games eru stærstu leikar VIRTUS samtakanna en þau eru alþjóðleg íþróttasamtök einstaklinga með þroskahamlanir. Íþróttasamband fatlaðra hefur verið virkur meðlimur VIRTUS sem áður störfuðu undir nafninu INAS-Fid.  VIRTUS …

Ingeborg fjórða með nýtt persónulegt met

Keppni er hafin á heimsmótaröð Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra í frjálsum Í Dubai. Ísland er með þrjá keppendur við mótið en í gær setti Ingeborg Eide Garðarsdóttir nýtt persónulegt met í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Ingeborg náði þá í fyrstu tilraun að varpa kúlunni 9,01 meter sem reyndist hennar lengsta kast í seríunni. Kúluvarpssería Ingeborgar: …

Sveinn sótti WPA ITO réttindi í Chile

Dagana 6.-12. desember var haldið WPA ITO námskeið í Santiago, Chile. Reynsluboltarnir Jon Mason, Ruth Liong og David Jesset voru kennarar námskeiðsins sem samanstóð af fyrirlestrum, prófum og verklegri þjálfun. 25 þátttakendur frá mismunandi löndum tóku þátt í námskeiðinu. WPA ITO stendur fyrir World Para Athletics Technical Official Pathway. Námið er dómaraþjálfun sem veitir einstaklingum …

Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC

Frjálsíþróttafólkið Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir eru öll á leið til Dubai í þessari viku til þess að taka þátt í Grand Prix mótaröð IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra). Keppnisdagar eru 26. febrúar – 1. mars. Baráttan fyrir lágmörkum inn á Paralympics í París 2024 er þegar hafin og þátttaka í heimsmótaröðum …

Aníta og Stefanía í góðu formi þessa dagana

Frjálsíþróttakonurnar Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir virðast vera í öflugu formi þessa dagana. Báðar settu þær ný Íslandsmet á dögunum en Aníta og Stefanía keppa í flokki T/F 20 (flokkur fólks með þroskahamlanir). Aníta hljóp 1500m innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika þar sem hún kom í mark á tímanum 7:02.36 mín. en fyrra …

Yfirlýsing varðandi stöðu mála í Úkraínu

Ólympíunefndir,  íþróttasambönd og íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hittust á veffundum 3. febrúar sl.  Þessi norrænu samtök ítreka afstöðu sína til innrásar Rússa í Úkraínu. Yfirlýsing frá norrænum Ólympíunefndum, íþróttasamböndum og íþróttasamböndum fatlaðra vegna stríðsins í Úkraínu: Þessi yfirlýsing hefur verið samþykkt af forsetum/formönnum eftirfarandi samtaka: DanmörkDanish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans NatorpDanish Paralympic …

Bogfimikynning 11. og 12. febrúar í Hátúni

Nú er tækifærið til að kynnast bogfimi! Næstu helgi 11.-12. febrúar verður bogfimikynning í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Kynningin er í samstarfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og bogfimimannsins Þorsteins Halldórssonar. Allir velkomnir og kynningin er áhugasömum að kostnaðarlausu. Hér á landi eru staddir góðir gestir sem æfa með Þorsteini um þessar mundir en …

Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir

Íþróttasamband fatlaðra, Special Olympics og Háskólinn í Reykjavík efna til málþings um keppnisíþróttir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu. Málþingið er opið öllum en sérstaklega ætlað þeim sem starfa með íþróttafólki með þroskahömlun og einhverfu. Málþingið verður laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík í stofu M122 á milli klukkan 13:00 – 16:30.  Þarna verður fjallað …

Skráning hafin í Sumarbúðir ÍF 2023

Sumarbúðir ÍF 2023 að Laugarvatni verða dagana 23.-30. júní og 30. júní – 7. júlí. Umsóknartíminn er hafinn og er umsóknarfrestur til 20. mars næstkomandi. Jafnan er mikil ásókn í búðirnar og við hvetjum því alla til að virða umsóknartímann því ekki er hægt að taka við fleiri umsóknum eftir 20. mars. Hlekkur á skráningarsvæði …

Rétti liðsandinn á Haukamótinu í Hafnarfirði

Eigum við ekki að blanda liðunum saman? Mikilvægt skref var stigið um síðustu helgi á Haukamótinu í Hafnarfirði. Þar mætti að sjálfsögðu Special Olympics hópur körfuboltadeildar Hauka til leiks og í fyrsta skipti með fjögur lið. Liðin skiptust í eldri og yngri iðkendur og eitt lið var alfarið skipað stúlkum. Aðalþjálfari hópsins, Bára Fanney Hálfdánardóttir, …

Snævar Örn Kristmannsson, ÍFR, hlaut Sjómannabikarinn 2023

Nýárssundmót faltlaðra barna og ungmenna fór fram í Laugardalslaug, þann 7. janúar og er þetta í 38 skiptið sem mótið er haldið. Vegna Covid19 hefur verið hlé á mótinu frá 2020.  Þarna keppa börn 16 ára og yngri með mismunandi fötlun og aðalverðlaun mótsins er Sjómannabikarinn sem veittur er fyrir besta afrek mótsins. Stig eru …

Jólakveðja til lesenda

Við sendum lesendum okkar innilegustu ósk um gleði- og friðarjól og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Vefurinn er sífellt í vinnslu og stækkar ár frá ári og við hlökkum til að gera meira og betur 2023, enda stígandi í öllu okkar starfi og margir spennandi og gleðilegir atburðir framundan á komandi árum.

Ég hef bara svo gaman að þessu

Bogfimikappinn Þorsteinn Halldórsson er í hörkuformi um þessar mundir. Hann hækkaði sig verulega á heimslistanum og er til alls líklegur á nýju ári. Næsta sumar gæti skapast tækifæri til að vinna sér inn keppnisrétt á Paralympics árið 2024 en leikarnir verða haldnir í París. Hvati settist niður með Þorsteini og spurði hann fyrst hvað standi …

Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen

Norðurlandamótinu í sundi í 25m laug lauk í Bergen í Noregi í gær. Íslendingar gerðu það gott á mótinu með þónokkrum Íslandsmetum og Norðurlandameistaratitlum. Flottur árangur hjá sundfólkinu á síðasta stórmóti ársins. Hér að neðan fer samantekt allra þriggja keppnisdaganna í Bergen. Keppnisdagur 1: Fyrsti dagurinn á Norðurlandamóti gekk vel. Tveir Norðulandameistarar, eitt silfur og …

Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022

Íþróttafólk ársins 2022 hjá ÍF var heiðrað í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta árið var skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson Íþróttamaður ársins og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir íþróttakona ársins.  Íþróttamaður ársins 2022 Nafn: Hilmar Snær ÖrvarssonAldur: 22 áraFélag: VíkingurÍþróttir: SkíðiÞjálfari: Þórður Georg Hjörleifsson Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina „Íþróttamaður ársins.“ …

Hvataverðlaunin 2022: Karl Þorsteinsson

Hvataverðlaun ÍF árið 2022 hlýtur Karl Þorsteinsson, formaður boccianefndar Íþróttasambands fatlaðra. Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum …

Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal

Hinn árlegi Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór að nýju fram eftir heimsfaraldur COVID-19. Í ár fór Paralympic-dagurinn fram á alþjóðadegi fatlaðra eða 3. desember og sem fyrr var um stóran og skemmtilegan kynningardag að ræða á íþróttum og lýðheilsu fatlaðra. Fjöldamargir lögðu leið sína í Frjálsíþróttahöllina í Laugardal þar sem íþróttafélög, einstaklingar og stofnanir kynntu starfsemi …

Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!

Ár hvert er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Upphaf dagsins má rekja til ársins 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að gera 5. desember að degi sjálfboðaliðans.  Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið borin uppi af sjálfboðaliðum sem starfað hafa af ástríðu í þágu íþrótta í landinu. Sjálfboðaliðar í hreyfingunni sinna verkefnum, …

Gull og met hjá Þorsteini

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri er í fantaformi um þessar mundir en hann vann nýlega til gullverðlauna og setti Íslandsmet á Íslandsmóti öldunga innandyra. Mótið fór fram í Bogfimisetrinu í Dugguvogi – úrslit mótsins. Þorsteinn keppti í trissuboga 50+ master karla. Metið setti Þorsteinn í með 144 stigum í útslætti en hann hafði betur gegn …

Paralympic-dagurinn 2022: Mikilvægi hreyfingar

Verið hjartanlega velkomin á Paralympic daginn 2022 haldinn á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember. Þá er loks komið að því eftir Covid viðburðatakmarkanir að við getum haldið Paralympic daginn. Dagurinn er nú sem hingað til helgaður kynningu á íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og samstarfsaðilar sambandsins koma saman í …

María og Jón Ingi með frábæra frammistöðu í Danmörku

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fór nýverið fram í Viborg í Danmörku. Samhliða HM var einnig keppt í Special Olympics kraftlyftingum þar sem Jón Ingi Guðfinnsson og María Sigurjónsdóttir bæði frá Suðra voru fulltrúar Íslands. Jón Ingi keppti í -66kg flokki og María í +84 kg flokki. Jón Ingi lyfti 65 kg í hnébeygju, 60 kg í …

Paralympic-dagurinn 2022: Spennt að kynna körfuboltann

Paralympic-dagurinn fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 3. desember næstkomandi. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþrótta- og lýðheilsustarfsemi fatlaðra á Íslandi. Ein af hinum skemmtilegum kynningum helgarinnar verður í höndum Special Olympics- körfuboltahóps Hauka sem æfir undir stjórn Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur. „Við erum mjög spennt fyrir Paralympic-deginum og að fá tækifæri til að kynna …

ÍF og Coca-Cola Europacific framlengja samstarfinu

Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca-Cola Europacific á Íslandi og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra undirrituðu á dögunum nýjan samstarfs- og styrktarsamning aðilanna á skrifstofu ÍF í Laugardal. Íþróttasamband fatlaðra og Coca-Cola Europacific á Íslandi hafa átt í löngu og farsælu samstarfi í gegnum árin. Coca-Cola hefur einnig til fjölda ára verið einn af samstarfsaðilum …

Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir

Íþróttasamband faltaðra kynnti fyrir tveimur árum sumarbúðir ELSASS samtakanna í Danmörku. Þar takast börn og ungmenni með CP  á við nýjar áskoranir. Óskað hafði verið eftir því að Íslendingar fengju aðgang að þessum sumarbúðum og vel var tekið í það. Nú hefur, Kristín, íslensk stúlka frá Akureyri stigið skrefið en hún tók þátt í sumarbúðnum 2022.  ÍF óskaði eftir samantekt …

Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 — Undirbúningur hafinn

31. október var haldinn í Laugardalshöll, fyrsti fundur keppenda, aðstandenda, þjálfara og fararstjóra vegna heimsleika Special Olympics í Berlín 2023.  Heimasíða leikanna  https://www.berlin2023.org/ Leikarnir hefjast með opnunarhátíð 17. júní og lýkur 25. júní. Íslenski hópurinn mun búa í vinabænum Kempten nokkra daga fyrir leikana og undirbúningsnefndin í Kempten er nú þegar byrjuð að undirbúa heimsókn fulltrúa …

Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT

Frábært samstarfsverkefni SOI – Special Olympics International og IPF – International Powerlifting Federation! Íslenska landsliðið í kraftlyftingum er á förum til Viborg í Danmörku þar sem heimsmeistaramót IPF í kraftlyftingum fer fram 14-19 nóvember nk. Keppendur eru þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur S Magnússon. Í tengslum við HM verður haldið  kraftlyftingamót …

Paralympic-dagurinn 2022: Ætlum að hafa gaman

Þorsteinn Halldórsson er afreksmaður í bogfimi fatlaðra og hefur sett stefnuna hátt síðustu ár. Þorsteinn verður einn þeirra sem kynna mun íþrótt sína á Paralympic-daginn sem fram fer í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 3. desember næstkomandi. „Við ætlum bara að hafa gaman, gestir fá að spreyta sig í bogfimi og ég hlakka til að fá …

Myndband: Opnunarhátíð Paralympics 2024 á Place de la Concorde

Heimamenn í Frakklandi hafa undanfarið látið skína í fyrirætlanir sínar með París 2024 Paralympics sem fram fara í Frakklandi dagana 28. ágúst – 8. september 2024. Áætlað er að um 65.000 áhorfendur muni verða viðstaddir opnunarhátíðina sem verður í fyrsta sinn utan íþróttaleikvangs. Frakkar hafa ákveðið að opnunarhátíð leikanna verði á Champs-Elysees og á Place …

Íslandsmótinu lokið í Reykjanesbæ

Íslandsmót ÍF í boccia og borðtennis sem fram fór í Reykjanesbæ um helgina er nú lokið. Heimamenn hjá Íþróttafélaginu Nes og Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar buðu upp á flotta og góða umgjörð þar sem Íslandsmótin heppnuðust einkar vel. Hér að neðan má sjá úrslitin í einliðaleiknum í boccia en úrslitin í borðtennis verða aðgengileg á morgun, mánudag. …

Hlakka til þessa skemmtilega dags

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir verður viðburðastjóri á Paralympic-daginn 2022. Þessi stóri og skemmtilegi kynningardagur á íþróttastarfsemi fatlaðra á Íslandi fer fram laugardaginn 3. desember í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00 „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni með Íþróttasambandi fatlaðra. Ég fór til Tokyo sumarið 2021 fyrir …

Paralympic-dagurinn 2022

Paralympic-dagurinn 2022 fer fram laugardaginn 3. desember í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13.00-15.00. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra fyrir alla fjölskylduna! Öll velkomin. Á Paralympic-daginn koma aðildarfélög fatlaðra jafnt sem ófatlaðra ásamt öðrum hagsmunaaðilum til með að kynna starfsemi sína, æfingatöflur og þau úrræði sem hægt er að nýta sér við íþrótta- …

,Íþróttir sem verkfæri til meiri lífsgæða” Spennandi samstarfsverkefni Íslands og Rúmeníu

Samstarf Íslands og Rúmeníu er gagnvirkt samstarf þar sem báðir aðilar læra hvor af öðrum. Aðstæður eru ólíkar en það sem er sameiginlegt er hinn mikli  mannauður sem kemur að starfinu í báðum löndunum. Þegar horft er á stöðuna í þessum löndum út frá umgjörð, aðstæðum og tækifærum, þá höfum við á Íslandi enga ástæðu …

Fréttatilkynning frá Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF)

Reykjavík, 23. september 2022 Yfirlýsing vegna stöðu mála í Úkraínu Norræn íþróttasamtök, ólympíunefndir og íþróttasamtök fatlaðra, héldu sinn árlega fund í Osló dagana 22. – 23. september sl. Á þeim fundi var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt, varðandi stöðu mála í Úkraínu. Yfirlýsingin er til komin vegna nýjustu vendinga í stríði Rússa við Úkraínu síðustu daga og …

Íþróttafræðinemar HÍ kynna sér TEAM ÖSSUR

Þessa dagana fer fram í HÍ námskeið um íþróttir margbreytileikans, fyrir 3 árs íþróttafræðinema. Íþróttasamband fatlaðra hefur átt mjög gott samstarf við HÍ í gegnum árin í tengslum við þetta námskeið sem að stórum hluta er tengt starfi ÍF. Í morgun heimsóttu nemar fyrirtækið ÖSSUR og fengu kynningu á sögu fyrirtækisins, fjölbreyttum vörum sem fyrirtækið …

ÍF og Toyota framlengja öflugu samstarfi

Toyota á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF/NPC Iceland) endurnýjuðu nýverið samning um samstarf og stuðning fyrirtækisins við starfsemi sambandsins. Samningur þessi er sjálfstæður viðauki við samning NPC Iceland við Toyota Motor Corporation (TMC) sem byggður á samkomulagi TMC við IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra). Gildir samningurinn til ársins 2024 eða fram yfir Paralympics í París 2024 og …

ÍF afhenti Rúmfatalagernum Paralympic-kyndilinn 2022

Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn hafa átt í öflugu samstarfi í hart nær þrjá áratugi. Rúmfatalagerinn er einn helsti samstarfs- og styrktaraðili ÍF. Nýverið fóru fulltrúar ÍF til fundar við okkar öfluga fólk hjá Rúmfatalagernum og kom formaðurinn Þórður Árni Hjaltested færandi hendi. Þórður afhenti þá Rúmfatalagernum Paralympic-kyndilinn fyrir Vetrar Paralympics 2022 sem fram fóru í …

Stefanía og Michel með Íslandsmet á NM

Dagana 19. – 21. ágúst fór Norðurlandamót (NM) fatlaðra í frjálsum íþróttum fram í Bollnäs í Svíþjóð en þetta er í fyrsta sinn um lagt árabil sem slíkt mót hefur verið haldið. Til að efla íþróttir fatlaðra á Norðurlöndum var 1976 stofnuð samtök íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum sem kallast Nord-HIF  – Nordiska Handicapidrottsforbundet. Tilgangur samtakanna …

Bretar og Frakkar halda HM í frjálsum og sundi 2023

Heimsmeistaramót IPC í sundi og frjálsum 2023 fara bæði fram í Evrópu en HM í sundi verður í Manchester í Bretlandi og HM í frjálsum í París í Frakklandi. Bæði þessi mót verða ein stærstu mótin áður en Paralympics fara fram í París í Frakklandi sumarið 2024. Heimsmeistaramótið í frjálsum fer fram í París dagana …

Þorsteinn níundi á European Para Archery Championships

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hafnaði í 9. sæti á European Para Archery Championships sem nú stendur yfir í Róm á Ítalíu. Þorsteinn hefur verið á miklu skriði í sumar og klifrar nú jafnt og þétt upp heimslistann. Þorsteinn keppti í opnum flokki karla í compound eða trissuboga og í 16 manna úrslitum lagði hann Svisslendinginn Hértier …

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 16. – 24. júlí sl.  Rúmlega 600 íþróttamenn frá 18 Evrópulöndum tóku þátt í mótinu að þessu sinni þar sem keppt var í níu íþróttagreinum; borðtennis, frjálsum íþróttum, , handbolta, hjólreiðum, körfubolta, róðri, sundi og tennis auk þess sem badminton og júdó voru sýningagreinar …

Evrópuleikar ungmenna

Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árinu 2011 en leikarnir í ár eru þeir stærstu frá upphafi. Leikarnir eru fyrir íþróttafólk úr röðum fatlaðra 23 ára og yngri og var í ár keppt í 11 íþróttagreinum þar sem keppendur komu frá 29 þjóðum. Við Íslendingar áttum keppendur í tveimur …

Þorsteinn sjöundi á Evrópubikarmóti fatlaðra í Tékklandi

Það gekk mjög vel hjá Þorsteini í undankeppni mótsins á þriðjudaginn þar sem hann sló Íslandsmetið í Opnum flokki um 4 stig (og einnig Íslandsmet fatlaðra og 50+) með skorið 677 og var í 9 sæti í undankeppni mótsins. Í útsláttarkeppninni í dag sló Þorsteinn einnig Íslandsmet í öðrum útslætti í útsláttarkeppni trissuboga karla í …

6 Íslandsmet féllu á Íslandsmóti ÍF í frjálsum íþróttum

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram í Kaplakrika laugardaginn 2 júlí. Þrátt fyrir mikinn kulda þá stóðu keppendur sig vel þar sem sex Íslandsmet féllu auk persónulegra meta. Íslandsmetin sett: Aníta Ósk Hrafnsdóttir, F20 hljóp 1.500m á 7:11,92 sek Emil Steinar Björnsson, F20 kastaði 8,86m í kúluvarpi Michel Thor Masselter, F35-38 hljóp 800m …

Íslenskir keppendur á Special Olympics Festival í Danmörku

Óskað var eftir samantekt í Hvata, um þátttöku Íslands í Special Olympics Festival í Danmörku en þangað fóru keppendur frá aðildarfélögum ÍF í Reykjavík, Hafnarfirði,  Akureyri, Ísafirði og  Vestmannaeyjum. Special Olympics nefnd Íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum hefur verið að leita leiða til að auka norrænt samstarf þjálfara og íþróttafélaga. Ísland fékk boð á þetta mót …

Ísland með fjóra fulltrúa á EPYG 2022

European Para Youth Games fara fram í Finnlandi dagana 27. júní til 4. júlí næstkomandi. EPYG leikarnir hafa verið haldnir við góðan orðstír í Finnlandi annað hvert ár en síðustu leikar féllu niður sökum heimsfaraldurs COVID-19. Í nótt hélt átta manna hópur frá Íslandi til þátttöku í leikunum en Ísland mun tefla fram fjórum keppendum …

Meirihlutinn sáttur með árangur sinn á Paralympics

Melkorka lýkur MSc í íþróttavísindum og þjálfun frá HR Nýverið útskrifaðist Melkorka Rán Hafliðadóttir frá Háskólanum í Reykjavík í íþróttavísindum og þjálfun. Meistaraverkefni Melkorku var unnið á meðan hún starfaði í hluta- og sumarstarfi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Verkefnið ber heitið „NPC Iceland Preperation for the 2020 Paralympic Games“ og mætti útleggja sem undirbúningur NPC Iceland …

Vilhelm og Sigurður sigurvegarar á minningarmóti Harðar Barðdal

Hið árlega minningarpúttmót Harðar Barðdal var haldið í Hraunkoti í Hafnarfirði mánudaginn 20. júní í frábæru veðri. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum fatlaðra. Í flokki tvö var það Vilhelm Sigurjónsson sem var í fyrsta sæti, Gauti Árnason í öðru og Jón Gunnarsson í þriðja. Í flokki eitt var það Sigurður Guðmundsson sem vann, Elín …

Mikilvægt samstarf Íslands og Rúmeníu er byggt á trausti og vináttu

Dagana 6. – 10. júní 2022 voru góðir gestir á Íslandi en það voru fulltrúar Special Olympics í Rúmeníu og formenn nýstofnaðra íþróttafélaga þar. Með stofnun 15 íþróttafélaga  víða um landið telur forsvarsfólk Special Olympics í Rúmeníu að starfið fái meiri viðurkenningu en þá skapast skilyrði til að setja á fót  samtök sem halda utan …

FARSÆLT SAMFÉLAG FYRIR ALLA   –   Bjóðum öll börn velkomin í íþróttastarfið.

Fimmtudaginn 7. apríl 2022 var mikill mannauður samankomin á Hilton Nordica en þar fór fram ráðstefna undir heitinu „Farsælt samfélag fyrir alla“  Meginþema ráðstefnunnar var „Tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi“ Ráðstefnan var haldin í samstarfi þriggja ráðuneyta, félags og vinnumarkaðsráðuneytis, mennta og barnamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Í stýrihóp verkefnisins var  fulltrúi félags og vinnumarkaðsráðuneytis, Íþróttasambands …

HM í sundi sett í heimaborg Ronaldo

HM fatlaðra í sundi var sett í dag í glæsilegri innilaug þeirra eyjaskeggja í Funcal á Madeira í Portúgal. Á mótinu  sem fram fer dagana 12. – 18. júní  taka þátt rúmlega 500 sundmenn frá 59 löndum þar sem fimm íslenskir sundmenn eru meðal þátttakenda. Fánaberar Íslands við opnunarathöfnin voru þeir Róbert Ísak Jónsson og …

Paralympic-kyndillinn 2022 í varanlega varðveislu hjá Össur

Íþróttasamband fatlaðra hefur átt í farsælu samstarfi við Össur í meira en þrjá áratugi. Össur er einn helsti samstarfs- og styrktaraðili sambandsins og hefur m.a. verið með íslenskt afreksfólk úr röðum fatlaðra í Team Össur sem skipað er fremsta íþróttafólki heims sem keppir á og notast daglega við vörur frá Össuri. Nýverið fóru Þórður Árni …

Bergrún og Ingeborg gerðu vel í Nottwil

Frjálsíþróttakonurnar Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR og Ingeborg Eide Garðarsdóttir frá Ármanni voru nýverið staddar í Nottwil í Sviss á Grand Prix mótaröð IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra). Báðar kepptu í tveimur greinum og gerðu vel að mæta með málma heim til Íslands. Margrét Regína Grétarsdóttir og Sveinn Sampsted voru þjálfarar í ferðinni en hér að …

Fjörður bikarmeistari 2022

Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Íþróttafélagið Fjörður varð þá bikarmeistari og eitt nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós. Fjörður hlaut 707 stig í bikarkeppninni en í 2. sæti var ÍFR með 340 stig og Ösp hafnaði í 3. sæti með 192 stig. Óðinn varð í fjórða sæti …

Stjörnur í leik frekar en stríði!

Special Olympics körfuboltahópur Hauka tók þátt á minniboltamóti í Garðabæ þarsíðustu helgi, Stjörnustríð.  18 iðkendur tóku þátt og var hópurinn skipt í tvennt, eldri og yngri.  Eldri hópurinn keppti á móti Stjörnunni og Álftanes. Mikil leikgleði og keppniskap var hjá liðinu. Þetta var fyrsta mótið sem við förum á þar sem stigin voru talin og …

Vel heppnað námskeið um júdóþjálfun, hjá Special Olympics í Evrópu. Kvóti á heimsleika 2023

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi leita stöðugt leiða til að innleiða fleiri greinar á Íslandi og virkja tilboð fyrir ,,alla”Nú er staðfest að Ísland hefur fengið kvóta í júdó í fyrsta skipti á heimsleikum Special Olympics í Berlin 2023. Til að fylgja eftir innleiðingu sendi ÍF fulltrúa á júdóþjálfaranamskeið Special Olympics í Evrópu …

Borðtennis: Draumur að komast á Paralympics

Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson frá HK hafa ekki setið auðum höndum síðustu misseri en báðir hafa þeir sett stefnuna á að komast inn á Paralympics. Hvenær það tekst er svo undir þeim komið en markmiðið er metnaðarfullt og þessir tveir af fremstu borðtennismönnum þjóðarinnar úr röðum fatlaðra eru þegar búnir að …

Flottur árangur í Aberdeen og Berlín

Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi tók saman góðan pistil um tvö afreksverkefni í sundi sem fram fóru í Aberdeen og Berlín. Afrekssundfólk úr röðum fatlaðra notaði þessi tvö mót sem undirbúning fyrir HM í sundi sem fram fer í Madeira í Portúgal dagana 12.-18. júní næstkomandi. Hér er hlekkur á frétt um þá fimm …

Nýr samningur ÍF og KRAFT

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Kraftlyftingasamband Íslands (KRAFT) hafa gert með sér samstarfssamning. Gott samstarf hefur verið milli sambandanna um nokkurra ára skeið, en með samningnum er samstarfið formgert og er það von beggja að samningurinn muni auka enn á fagmennsku við æfingar, keppni og mótahald og um leið bæta aðstöðu fatlaðra til að iðka kraftlyftingar. …

Ávarp formanns ÍF

Ágæti lesandi!  Gleðilegt sumar! Við fögnum því nú að geta haldið Íslandsmót í öllum íþróttagreinum án þess að hafa miklar áhyggjur af COVID-19. Íslandsmót í boccia var haldið á Akureyri um mánaðarmótin apríl – maí og var það jafnframt Hængsmót. Ég vil hér þakka Hængsmönnum fyrir frábært mót og flotta umgjörð, en þeir sáu um …

Íþróttasamband fatlaðra 43 ára

Í dag 17. maí fagnar Íþróttasamband fatlaðra 43 ára afmæli sínu. Sambandið var stofnað þennan dag 17. maí árið 1979. Stofnfundur ÍF var haldinn að Hótel Loftleiðum þar sem Gísli Halldórsson þáverandi forseti ÍSÍ setti fundinn og stjórnaði. Sigurður Magnússon var kjörinn fyrsti formaður ÍF við fundinn og gegndi því starfi til ársins 1984 en …

Þrjú ný Íslandsmet og nýr kafli í sögubókina á Selfossi

Íslandsmót ÍF í lyftingum fór fram þann 14. maí síðastliðnn en mótið var í styrkri stjórn Krafts og fór fram í Crossfit-stöðinni á Selfossi. Helstu tíðindi mótsins voru þau að Hulda Sigurjónsdóttir setti tvö ný Íslandsmet í flokki þroskahamlaðra kvenna og þá varð Thelma Björg Björnsdóttir fyrst hreyfihamlaðra kvenna til þess að keppa á Íslandsmótinu. …

HM í frjálsum í Kobe 2024

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) kynnti nýverið að heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum færi fram í Kobe í Japan dagana 17.-25. maí 2024. Mótið fer fram á Universiade Memorial Stadium í Kobe Sports Park í Japan. HM verður síðasta stórmótið áður en Paralympics fara fram í París sumarið 2024 og gera heimamenn ráð fyrir allt að 1300 …

Fimm fulltrúar frá Íslandi á HM í sundi

Fimm fulltrúar frá Íslandi á HM í sundiHeimsmeistaramót IPC í sundi 2022 fer fram í Madeira í Portúgal dagana 12.-18. júní næstkomandi. Ísland mun tefla fram fimm sundmönnum á mótinu.Landslið Íslands á HM: Róbert Ísak Jónsson – Fjörður/SHGuðfinnur Karlsson – FjörðurHjörtur Már Ingvarsson – FjörðurSonja Sigurðardóttir – ÍFRThelma Björg Björnsdóttir – ÍFR Hópurinn heldur út …

Vorboðinn ljúfi 

Árvisst og jafn örugglega og dagur rís koma fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu færandi hendi en Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi Íþróttasambands fatlaðra.   Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá velvilji og stuðningur sem klúbburinn hefur sýnt íþróttum fatlaðra.  Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og …

Ráðstefna um íþróttir barna og ungmenna fimmtudag 7. april

FARSÆLT SAMFÉLAG FYRIR ALLA Ráðstefna um íþróttir barna og ungmenna fimmtudag 7. april á Hótel Hilton Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Hilton 7. apríl kl. 9-15:30 undir yfirskriftinni Farsælt samfélag fyrir alla – tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi. Á ráðstefnunni verður leitast við …

Hilmar Snær fimmti í sviginu á Vetrar Paralympics 

Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð áðan fimmti í svigkeppni Paralympics í Peking. Hilmar var níundi eftir fyrri ferðina en seinni ferðin í dag hjá okkar manni var hreint út sagt svakaleg! Lokatími Hilmars var 1:36.92 mín.Fimmta sætið er besti árangur Íslands á Vetrar Paralympics frá upphafi í alpagreinum en árið 2018 hafnaði Hilmar …

Hilmar í toppstandi fyrir lokadaginn segir þjálfarinn

Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings tekur þátt í sinni lokakeppni á Vetrar Paralympics í Peking á morgun, sunnudaginn 13. mars. Keppt er í svigi sem er sterkari grein Hilmars. Eins og áður hefur komið fram féll hann úr leik í stórsviginu 10. mars eftir að hafa átt mjög öfluga ferð framan af. Þórður Georg Hjörleifsson …

Sumarbúðir ÍF 2022: Opið fyrir umsóknir

Hinar sívinsælu Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra fara fram á Laugarvatni 18.-25. júní og 25. júní – 2. júlí 2022. Athugið að í ár hefjast búðirnar og enda á laugardegi. Hér má nálgast skráningargögn Hér er Facebook-síða sumarbúðanna

Hilmar féll úr leik í fyrri ferð í stórsviginu

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson féll í nótt úr leik í fyrri ferð í stórsvigi á Vetrar Paralympics í Kína. Hilmari skrikaði fótur þegar hann var að nálgast lokasprettinn og féll í brautinni eftir að hafa skíðað mjög vel fram að því. Fjölmargir skíðamenn féllu úr leik eða alls 10 af 44 keppendum. Hinn finnski Kiiveri …

Skíðasvæðin í Kutai í uppáhaldi 

Í nótt keppir Hilmar Snær Örvarsson í sinni fyrstu grein á Vetrar Paralympics í Peking. Hilmar verður þá á meðal keppenda í standandi flokki í stórsvigi en hin greinin hans og jafnframt sú sterkasta er svig. Keppnin hjá Hilmari í stórsvigi hefst kl. 08.30 að staðartíma 10. mars en þá verður klukkan 00.30 að staðartíma …

Vetrar Paralympics settir í Kína

Í dag fór fram opnunarhátíð Vetrar Paralympics í höfuðborg Kína, Peking. Hilmar Snær Örvarsson var fánaberi Íslands sem var tólfta landið í innmarseringarröðinni. Þetta eru aðrir leikar Hilmars á ferlinum sem tók þátt í sínum fyrstu árið 2018 og hefur í bæði skiptin verið eini fulltrúi Íslands og fánaberi á leikunum.  Eins og við mátti …

IPC breytir ákvörðun sinni og meinar Rússum og Hvít-Rússum þátttöku

Nú rétt í þessu hélt IPC (Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra) blaðamannafund í Peking, höfuðborg Kína. Andrew Parsons forseti IPC kynnti þá breytingu á ákvörðun stjórnar sem nú hefur ákveðið að meina keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þátttöku í leikunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rétt tæpar 20 stundir eru síðan IPC kynnti að báðar þjóðir fengju að …

Hilmar og föruneyti mætt í alpagreinaþorpið í Peking

Myndarlegu ferðalagi frá Íslandi til Peking er nú lokið og íslenski hópurinn kominn í Yanqing þorpið þar sem keppendur í alpagreinum á Vetrar Paralympics dvelja. Þorpið er rúma 100 kílómetra frá höfuðborginni Peking. Hópurinn fór í gegnum París og þaðan beina leið til Peking. Enginn verður óbarinn biskup og smávegis af farangri hópsins skilaði sér …

Fá að keppa í Peking

Alþjóðaólymp­íu­nefnd fatlaðra, IPC, hef­ur til­kynnt að íþrótta­fólki frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði heim­ilt að keppa á Win­ter Para­lympics í Pek­ing að skil­yrðum upp­fyllt­um. Sjá frétt MBL um málið hér.

Ályktun Íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum vegna stöðunnar í Úkraínu

Hér á eftir fer sameiginleg yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum sem send hefur verið til Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking.  Í augnablikinu eru víðtækar …

Hilmar Snær Örvarsson fulltrúi Íslands á Vetrar Paralympics

Nú þegar Vetrarólympíuleikum er að ljúka er afreksíþróttafólk úr röðum fatlaðra að gera sig klárt fyrir brottför til Kína þar sem Vetrar Paralympics fara fram dagana 4.-13. mars næstkomandi.  Fulltrúi Íslands á leikunum er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi en þetta verða hans aðrir leikar. Frumraunina þreytti Hilmar í Suður-Kóreu árið 2018. Hilmar mun keppa í …

Þorsteinn úr leik á HM: 5mm skildu að í bráðabana!

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri á Akureyri hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í bogfimi. Um var að ræða svakalega útsláttarviðureign í 32 manna úrslitum þar sem 5 millimetra munur á úrslitaörvum skar úr um niðurstöðuna. Þungt að kyngja fyrir Þorstein sem hefur verið á miklu skriði undanfarið.  Heimsmeistaramótið sem nú stendur yfir í Dubai er …

Róbert með nýtt met og þrenn verðlaun á opna breska

Sundmennirnir Hjörtur Már Ingvarsson og Róbert Ísak Jónsson frá Firði tóku á dögunum þátt í opna breska meistaramótinu í sundi. Róbert var í góðum gír á mótinu og kom heim með þrenn verðlaun og þar af gull í 200m fjórsundi og nýtt Íslandsmet í 100m bringusundi. Opna breska meistaramótið er hluti af heimsmótaröð IPC (International …

Þorsteinn á HM: Róbert og Hjörtur í Skotlandi

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri lagði í morgun af stað til Dubai þar sem heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi mun fara fram dagana 19.-27. febrúar. Keppni hefst 22. febrúar í „Compound Open“ eða trissuboga.  Alfreð Birgisson þjálfari Þorsteins verður með í för en þeir Þorsteinn hafa síðustu mánuði starfað vel saman við undirbúning mótsins. Þorsteinn er …

Thelma Björg á fleygiferð í 18 ár

Afrekssundkonan Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR setti um helgina inn skemmtilega færslu á Facebook en hún hefur verið lengi að og er ein af fremstu afrekskonum fatlaðra síðustu ár. Thelma hefur m.a. verið fulltúi Íslands á Paralympics í Ríó 2016 og í Tokyo 2021. Thelma hóf að æfa sund fyrir 18 árum síðar og slakar ekkert …

Axel Nikulásson — Minning

Það er stundum skrítið hvernig forlögin leika sér og leiða fólk saman. Við hjá Íþróttasambandi fatlaðar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Axel Nikulássyni í aðdraganda Ólympíumóts  fatlaðra sem fram fór í Peking í Kína 2008. Greiðvikni hans, brosmildi og hans beitti húmor var nokkuð sem við kolféllum fyrir og kunnum að meta.  Sem starfsmaður …

Forseti alþjóðakraftlyftingasambandsins í heimsókn hjá ÍF

Góðir gestir mættu á skrifstofu ÍF í gær,  mánudaginn 31.janúar 2022.  Það voru þau Gry Ek, formaður KRAFT og Sigurjón Pétursson, fyrrv. formaður KRAFT ásamt Gaston Parage, forseta alþjóðakraftlyftingasambandsins. Það er ljóst að mikill áhugi er hjá Gaston Parage, að efla samstarf og samvinnu alþjóðakraftlyftingasambandsins við IPC, alþjóðaólympíunefnd fatlaðra.  Alþjóðakraftlyftingasambandið hefur áhuga á að gefa kost á fleiri lyftingagreinum …

Tvö úr Paralympics-hópnum synda á RIG um helgina

Reykjavík International Games hefjast í dag og þessa helgina fer sundkeppnin fram í Laugardalslaug. Mótið verður með alþjóðlegu keppnisleyfi fyrir sundfólk úr röðum fatlaðra en þau Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir verða á meðal keppenda á mótinu. Róbert og Thelma áttu virkilega sterka keppni í Tokyo á Paralympics á síðasta ári þar sem …

Hilmar Snær fimmti á heimsmeistaramótinu!

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings varð í dag fimmti í svigi á Heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer. Magnaður árangur hjá Garðbæingnum sem var níundi eftir fyrri ferð dagsins en barði sér leið upp í 5. sæti í seinni ferðinni. Hilmar lauk því keppni á Heimsmeistaramótinu í 21. sæti í stórsvigi og 5. sæti í …

Hilmar lauk keppni í 21. sæti í stórsvigi

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hafnaði í dag í 21. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer. Hilmar var í 20. sæti eftir fyrri ferð dagsins en lauk keppni í 21. sæti. Að lokinni fyrri ferð var Hilmar í 20. sæti þegar hann kom í mark á tímanum 1.10.55mín en í seinni …

Hilmar mætir í brekkurnar á morgun!

Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum stendur nú yfir í Lillehammer í Noregi. Á morgun 19. janúar er komið að Íslandi þegar Hilmar Snær Örvarsson mætir í brekkurnar. Síðustu þrjá daga hefur hann hæft vel í Noregi en nú er komið að stóru stundinni. Hilmar keppir fyrst í stórsvigi í standandi flokki og þann 21. janúar lýkur …

Sögulegt heimsmeistaramót að hefjast í Lillehammer

Heimsmeistaramót fatlaðra í skíðaíþróttum verður sett í Lillehammer miðvikudaginn 12. janúar næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem allrar vetrargreinar fatlaðra verða í boði á einu og sama heimsmeistaramótinu. Tæplega 1000 vertararíþróttamenn frá tæplega 50 þjóðlöndum verða samankomnir í Noregi næstu daga en Ísland mun tefla fram einu fulltrúa við mótið en það er alpagreinamaðurinn …

Frumraunin á Paralympics stendur upp úr

Viðburðaríkt ár er að baki hjá ísfirsku íþróttakonunni Örnu Sigríði Albertsdóttur en hún keppti á Paralympics í fyrsta skipti í Tókýó síðsumars. Varð hún fyrst Íslendinga til að keppa í handahjólreiðum á leikunum en hún er eins konar brautryðjandi í greininni hérlendis. „Það er náttúrlega Tókýó. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arna Sigríður þegar …

Hátíð í bæ!

Já nú er hátíð í bæ, en þrátt fyrir veiru og fylgjandi vesen hefur undanfarið ár verið standandi veisla. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hamingju á nýju ári. Við stefnum hærra og það hraðar með leikgleðina að vopni og vonum að þið fylgjið okkur á toppinn.

Fyrsta móti lokið: HM í janúar

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson hefur lokið sínu fyrsta alþjóðlega móti á tímabilinu en þar keppti hann í svigi og stórsvigi í St. Moritz í Sviss. Keppnin var liður í heimsmótaröð IPC. Hilmar hafnaði í 10. sæti í svigi fyrri keppnisdaginn en seinni daginn náði hann ekki að ljúka keppni. Í stórsvigi hafnaði hann svo í …

Arna Sigríður mætt til Vuokatti í Finnlandi

Hjólreiðakona ársins 2021 Arna Sigríður Albertsdóttir situr ekki auðum höndum en nú er hún stödd í Vuokatti í Finnlandi þar sem hún mun halda til alþjóðlegrar flokkunar í skíðagöngu. Arna og aðstoðarkona hennar og þjálfari Sigrún Anna Auðardóttir plægja þar með nýjan akur því Arna verður fyrst íslenskra kvenna til þess að hljóta alþjóðlega flokkun …

Paralympic Sport Awards fimmtudaginn 16. desember

Árlega stendur Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) að verðlaunahátíðinni „Paralympic Sport Awards.“ Sökum heimsfaraldurs COVID-19 verður um streymisviðburð að ræða og mun hann hefjast í beinni útsendingu á Youtube fimmtudaginn 16. desember næstkomandi. Við athöfnina verður íþróttafólk í forgrunni þar sem verðlaun verða veitt fyrir þátttöku í Tokyo Paralympics 2021. Flokkarnir sem um ræðir eru besta frumraun …

Myndir frá afhendingu verðlauna ásamt viðtölum

https://www.youtube.com/watch?v=v9wnALo1OP0 https://www.youtube.com/watch?v=-pDpgC3akTA https://www.youtube.com/watch?v=eZi4WUg-Qz4

Bergrún, Már og Róbert íþróttafólk ársins

Kjöri Íþróttafólks ársins 2021 hjá Íþróttasambandi fatlaðra var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Í fyrsta sinn voru tveir karlmenn um hituna þegar báðir þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru valdir íþróttamenn ársins. Þá var Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir útnefnd íþróttakona ársins og er þetta fjórða árið í röð sem hún hlýtur …

Hvataverðlaunin 2021

Hvataverðlaun ÍF árið 2021 hljóta þeir Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson fráfarandi yfirmenn landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra.  Síðustu þrjá áratugi hafa þeir Ingi Þór og Kári gegnt fjölbreyttum störfum hjá sambandinu og jafnan átt veigamikinn þátt í undirbúningi, þjálfun eða aðstoð við okkar allra fremsta íþróttafólk úr röðum fatlaðra. Ingi Þór sem sérfræðingur við sundíþróttina …

European Para Youth Games í Finnlandi 27. júní – 4. júlí 2022

Evrópuleikar ungmenna verða haldnir í Finnlandi dagana 27. júní – 4. júlí 2022. Verkefnið er á vegum Evrópuhluta IPC en sá Evrópuhluti heitir EPC (European Paralympic Committee). Um er að ræða keppni fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk 23 ára og yngri (aldursmörk eru mismunandi eftir greinum).  Tilnefningar vegna verkefnisins hafa þegar verið sendar til aðildarfélaga …

Ragnar Friðbjarnarson ráðinn landsliðsþjálfari ÍF í sundi

Íþróttasamband fatlaðra samdi nýverið við Ragnar Friðbjarnarson um að taka að sér starf landsliðsþjálfara í sundi. Þegar þetta var ritað var Ragnar þegar kominn af stað í sitt fyrsta verkefni sem landsliðsþjálfari og búinn að landa verðlaunum á Norðurlandamótinu í 25m laug sem fram fór í Svíþjóð um síðastliðna helgi. Það var hin margreynda sundkona …

Íslensku keppendurnir koma allir heim með verðlaun af NM

Norðurlandameistaramótinu í sundi í 25m laug lauk í Svíþjóð í gær en mótahaldið var sameiginlegt þar sem keppendur úr röðum fatlaðra og ófatlaðra tóku þátt í einu og sama mótahaldinu. Allir fjórir íslensku afrekssundmennirnir unnu til verðlauna á mótinu! Á síðasta keppnisdegi í gær, sunnudag, varð Þórey Ísafold Magnúsdóttir í 3. sæti í 100m flugsundi …

Alþjóðadagur fatlaðra er í dag!

Í dag er alþjóðadagur fatlaðra en hann hóf göngu sína árið 1992 á aðalfundi Sameinuðu þjóðanna. Markmið dagsins ár hvert er að liðka fyrir skilningi á málefnum fatlaðra, auka þátttöku og fjölbreytt aðgengi í öllum skilningi á pólitískum, félagslegum, fjárhagslegum og menningarlegum þáttum lífsins. Jafnan hefur Öryrkjabandalag Íslands veitt hvatningarverðlaun ÖBÍ þennan daginn en þegar …

Dagur í lífi: Öflugt afreksfólk á ferð

Þáttaröðin „Dagur í lífi“ hjá RÚV hefur vakið mikla athygli. Nýverið voru núverandi og fyrrum afreksmenn sambandsins gestir í þættinum en það eru þau Sigurrós Ósk Karlsdóttir, Hilmar Snær Örvarsson og Már Gunnarsson. Sigurrós var talsvert á undan þeim Hilmari og Má á ferðinni en hún er einn af brautryðjendum Íslands sem keppandi á Paralympics …

Íslandshótel hf. og Íþróttasamband fatlaðra í samstarf

Íslandshótel hf. og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samning um samstarf og stuðning hótelanna við starfsemi ÍF.  Þannig bætist Íslandshótel hf. nú í hóp þekktra fyrirtækja sem stutt hafa dyggilega við íþróttir fatlaðra hér á landi og renna styrkari stoðum um starfsemi sambandsins.   Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, sem undirritaði samninginn fyrir …

Framlag Íslendinga vakti mikla athygli á ,,The International Training Workshop“ 2021

Special Olympics Iceland og Iþróttasamband fatlaðra taka þátt í þriggja ára verkefni 2021 – 2023 , ,,Project Inclusion through sport of children with intellectual disabilities’ sem styrkt er af EEA & Norway Grant.  Markmið verkefnisins er að vekja athygli og vinna að því að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi. Þar gegna þjálfarar lykilhlutverki …

Hákon með tvö brons í Svíþjóð

Dagana 6.-7. Nóvember hélt Hákon Atli Bjarkason borðtennismaður í víking til Stokkhólms þar sem hann tók þátt í Stockholm Para Games.Þar lék Hákon í einliða- og tvíliðaleik en í tvíliðaleiknum lék hann ásamt Sebastian Vegsund sem er norskur landsliðsmaður. Hákon og Sebastian gerðu sér lítið fyrir og lönduðu bronsi eftir hörkubaráttu. Í einliðaleik lenti Hákon …

Fimm sundmenn á leið á NM

Nordic Swimming Championships fer fram í Vasby í Svíþjóð dagana 3.-5. desember næstkomandi. Fimm afrekssundmenn úr röðum fatlaðra hafa verið valdir til þátttöku fyrir Íslands hönd en þau eru: Þórey Ísafold Magnúsdóttir – KR – S14 Guðfinnur Karlsson – Fjörður – S11 Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – S4 Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR – S6 …

Inclusive sports for children with developmental disabilities

Fyrsta verkhluta er lokið og annar verkhluti tekinn við í Evrópuverkefninu; Inclusive sports for children with developmental disabilities. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi leiða verkefnið á Íslandi en hlutverk Íslands er fyrst og fremst stjórnun og ráðgjöf. Verkefnið hefur þó einnig verið teygt til grasrótarinnar og styrkur veittur til tveggja verkefna. Annars vegar til starfsemi …

Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hafnaði í 2. sæti á Íslandsmóti öldunga í C5M Compound í karlaflokki 50 ára og eldri. Þorsteinn lenti í hörku úrslitaeinvígi gegn Alberti Ólafssyni á mótinu. Íslandsmótið fór fram í Bogfimisetrinu 13.-14. nóvember síðastliðinn en skotið var af 18m færi innandyra. Í úrslitaviðureigninni var Þorsteinn með 138 stig en Albert 140. Þorsteinn …

ÍF og Össur í 30 ár

Íþróttasamband fatlaðra og Össur endurnýjuðu á dögunum langt og farsælt samstarf. Nýr samningur gildir til og með Paralympics í París árið 2024. Með þessu verður Össur áfram einn helsti samstarfs- og styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra og áfram einn af þeim elstu. Fyrsti samningur milli ÍF og Össurar var einmitt undirritaður árið 1991.  Viðstaddur við gerð samningsins var …

Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjanesbæ og hafa því skapast ný sóknarfæri í borðtennis á Suðurnesjum. Þaðan hefur einmitt einn fremsti borðtennismaður þjóðarinnar úr röðum fatlaðra komið en það er Jóhann Rúnar Kristjánsson sem m.a. hefur verið fulltrúi Íslands á Paralympics í borðtennis.  Á dögunum þegar aðstaðan var formlega opnuð …

Ungmennafélögin UMFN og Keflavík að gera góða hluti!

Æfingar ætlaðar börnum á aldrinum 6-13 ára með mismunandi stuðningsþarfir. Sjá auglýsingu hér fyrir neðan.

Arna Sigríður hjólreiðakona Íslands 2021

Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir var um helgina útnefnd hjólreiðakona Íslands á lokahófi Hjólreiðasambandsins. Arna varð í septembermánuði fyrst íslenskra kvenna til þess að keppa á Paralympics í handahjólreiðum. Á Facebook-síðunni Arna Albertsdóttir handcyclist segir Arna að útnefningin hafi komið henni skemmtilega á óvart og að enn megi víða gera betur svo íþróttaiðkun hreyfihamlaðra verði almennari …

Glimrandi stemmning hjá SO hópi Hauka

Special Olympics hópur Hauka i Hafnarfirði eflist með hverju ári. Haukar sendu 3 lið á minniboltamót KR um helgina. Þar var i fyrsta skipti stúlknalið, Unified. Haukar taka þátt i verkefninu Inclusive Europe sem er til þriggja ára og hefur að markmiði að efla þatttoku allra barna i íþróttastarfi. Iþróttasamband fatlaðra og Special Olympics a …

Árangursríkt samstarfsverkefni ÍF og Félagsmálaráðuneytisins

Ásmundur Einar Daðason, Félags og barnamálaráðherra hefur undanfarin tvö ár staðið að baki nýju samstarfi Félagsmálaráðuneytisins og Íþróttasambands fatlaðra þar sem ÍF hefur fengið tækifæri til að stýra styrkúthlutun til nýrra verkefna.  Íþróttasamband fatlaðra hefur haft umsýslu með styrk frá ráðuneytinu sem hefur að markmiði að efla heilbrigði fatlaðs fólks og auka möguleika á þátttöku …

Ólympíuförunum fagnað í Hörpu

Miðvikudaginn 15. september buðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra til móttöku  í Hörpu til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra sem fram fóru í Tókýó fyrir stuttu. Nánar um málið og fjöldi mynda á síðu ÍSÍ

Rúmfatalagerinn afhenti ÍF ágóðann af sölu Wellpur koddanna

Í tilefni af Paralympics 2020 í Tokyo ákvað Rúmfatalagerinn, að hluti af öllum seldum Wellpur koddum í ágústmánuði, myndi renna til styktar Íþróttasambandi fatlaðra. Nýverið afhenti Rúmfatalagerinn ÍF ágóðann af sölunni en það voru alls 650.000,- kr! Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og afrekssundkonan Thelma Björg Björnsdóttir tóku við afrakstrinum fyrir hönd ÍF. Rúmfatalagerinn hefur …

styrktarsjóð fyrir Íþróttasamband fatlaðra til að greiða aðgang einstaklinga að íþróttum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett á laggirnar styrktarsjóð til þriggja ára fyrir Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) vegna verkefnis sem ætlað er að auka aðgengi fatlaðra að tómstunda- og íþróttatækjum þannig að fleiri einstaklingar hafi greiðari aðgang að ástundun á sínu áhugasviði. Árlega verða greiddar 10 milljónir króna úr sjóðnum. Á myndinni má sjá …

Þórður endurkjörinn formaður ÍF

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalshöll í dag. Þórður Árni Hjaltested var endurkjörinn formaður ÍF og Ásta Katrín Helgadóttir var kjörin nýr liðsmaður varastjórnar ÍF. Matthildur Kristjánsdóttir lét af stjórnarstörfum fyrir ÍF og inn í hennar stað var kjörin Ásta Katrín Helgadóttir til varastjórnar en við það tók Þór Jónsson sæti í aðalstjórn. Voru …

Sambandsþing ÍF sett í Laugardalshöll

Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra setti í morgun 20. Sambandsþing ÍF í Laugardalshöll. Við setninguna voru afhent nokkur heiðursmerki. Einnig var starfsfólk og keppendur við Paralympics í Tokyo heiðrað fyrir sitt framlag við verkefnið Sex aðilar voru sæmdir bronsmerki ÍF við setninguna en það voru keppendur Íslands á Paralympics þau Már Gunnarsson, Thelma Björg …

Keppni lokið í Tokyo hjá íslenska hópnum

Sundmaðurinn Már Gunnarsson lokaði í gær þátttöku Íslands á Paralympics í Tokyo þegar hann tók þátt í undanrásum í 100m flugsundi S11 (blindir). Þetta var fjórða og síðasta grein Más við mótið og síðasta greinin hjá íslenska hópnum. Már synti á 1:14,86 mín. en sá tími dugði honum ekki til að ná inn í úrslitasundið …

Thelma Björg lokar sínum öðrum Paralympics

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir lokaði í dag sínum öðrum Paralympics á ferlinum þegar hún tók þátt í undanrásum í 400m skriðsundi S6. Thelma synti á 6:31,67 mín. og lauk undanriðlunum í 13. sæti og verður því ekki með í úrslitum kvöldsins. Thelma keppti einnig á dögunum í 100m bringusundi þar sem hún komst í úrslit …

Söguleg þátttaka Örnu Sigríðar á enda í Tokyo

Hjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir hefur nú lokið keppni í handahjólreiðum á Paralympics í Tokyo. Arna keppti í Time Trial í gær og varð í 11. sæti en í dag keppti hún í Road Race og hafnaði í 15. sæti á 1:22,04 klst. Brautin í dag var 26,4 km löng en rúmlega 16km löng í tímatöku …

Már áttundi í 200m fjórsundi

Sundmaðurinn Már Gunnarsson varð áttundi í úrslitum í 200m fjórsundi S11 á Paralympics í dag. Már komst í úrslit þegar hann synti á 2:39,63mín. í undanrásum en í úrslitum kvöldsins kom hann í bakkann á 2:37,43 mínútum. Már hefur nú lokið þremur af fjórum keppnisgreinum sínum á Paralympics en hann mun loka leikunum fyrir Íslands …

Bergrún lokar sínum fyrstu Paralympics

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH hefur lokað sínum fyrstu Paralympics en í dag hafnaði hún í 8. sæti í langstökkskeppni T37 kvenna. Bergrún stökk lengst 4,04 metra en hennar besti árangur í greininni er 4,27 metrar. Hin kínverska Xiaoyan Wen varð meistari með stökki upp á 5,13 metra. Wen þessi varð einnig heimsmeistari árið …

Bergrún stórbætti Íslandsmetið í kúluvarpi

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH stórbætti Íslandsmetið sitt í kúluvarpi F37 á Paralympics í Tokyó í dag. Fyrra met hennar í greinnni var 9.10m sem hún setti á Íslandsmóti ÍF fyrr í sumar. Í kvöld stórbætti hún metið á Ólympíuleikvanginum í Tokyo þegar hún kastaði 9,57 metra!  Metið kom strax í fyrstu tilraun þegar Bergrún …

Thelma áttunda í úrslitum 100m bringusundsins

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir var að ljúka keppni í úrslitum í 100m bringusundi SB5 þar sem hún hafnaði 8. sæti á tímanum 1:54,88 mín. Hin úkraínska Yelezaveta Mereshka varð Paralympic-meistari á tímanum 1:40,59 mín. Thelma sem synti á 1:54,02 í undanrásum var ögn hægari í úrslitasundi kvöldsins en hún á núna eina grein eftir við …

Már fimmti í æsispennandi úrslitasundi

Már Gunnarsson sundmaður frá ÍRB í Reykjanesbæ varð áðan fimmti í úrslitum í 100m baksundi S11. Már synti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti þegar hann kom í bakkann á 1:10,36 mín. en fyrra met hans var 1:10,43 mín. Úrslitasundið var hnífjafnt en sigurvegari kvöldsins var Úkraínumaðurinn Serbin Mykhailo á tímanum 1:08,63 mín. Landi hans Viktor …

Patrekur hefur lokið keppni með nýtt Íslandsmet í farteskinu

Frjálsíþróttamaðurinn Patrekur Andrés Axelsson hefur lokið keppni á Paralympics í Tokyo en hann setti nýtt Íslandsmet í undanrásum í 400m hlaupi T11. Þá eru Már Gunnarsson, ÍRB, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, komin í úrslit kvöldsins í sundi. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir verður svo í úrslitum í kúluvarpi á eftir.   Þessi fyrri partur keppnisdagsins hófst á …

Már Gunnarsson hefur keppni í dag

Sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB hefur keppni í dag á Paralympics þegar hann tekur þátt í undanrásum í 50m skriðsundi í flokki S11.   Tveir undanriðlar verða í gangi og átta bestu tímarnir komast í úrslit kvöldsins. Þetta er fyrsta grein Más af fjórum við leikana.   Sundið hefst kl. 09.29 að staðartíma í Tokyo eða tuttugu …

Róbert sjötti og setti tvö ný Íslandsmet

Fyrsta keppnisdegi er lokið hjá Íslandi á Paralympics í Tokyo. Róbert Ísak Jónsson var rétt í þessu að hafna í 6. sæti í 100m flugsundi S14 þar sem hann setti tvö ný Íslandsmet. Róbert setti met á millitíma í 50m og svo bætti hann Íslandsmetið sitt frá því í morgun þegar hann kom í bakkann …

Róbert Ísak í úrslit á nýju Íslandsmeti!

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson setti áðan nýtt Íslandsmet í undanrásum í 100m flugsundi S14 á Paralympics í Tokyo.  Róbert varð sjöundi inn í úrslit kvöldsins á tímanum 58,34 sek. Fyrra met hans var 58,54 sek. Glæsilega gert hjá Róberti að bæta metið sitt á stóra sviðinu og því bíður hans úrslitasundi í kvöld.  Bretinn Reece …

Fyrsti keppnisdagur runninn upp í Tokyo

Á eftir hefst fyrsti keppnisdagurinn á Paralympics í Tokyo. Róbert Ísak Jónsson verður þá fyrstur Íslendinga af stað við leikana en setningarhátíð Paralympics fór fram í gærkvöldi.   Róbert keppir í undanrásum í 100m flugsundi á eftir og það verður gríðarlega hörð barátta við að tryggja sér sæti í úrslitum.   Íslandsmet Róberts í greininni er 58,54 …

ÍF og Valitor framlengja samstarfssamning sinn.

Íþróttasamband fatlaðra og Valitor endurnýjuðu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sín á milli. Fyrir vikið verður Valitor áfram einn af helstu bakhjörlum sambandsins fyrir undirbúning og þátttöku keppnda ÍF á Paralympics sem fram fara í Tokyo 2021.  Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Herdís Fjeldsted framkvæmdastjóri Valitor undirrituðu nýja samninginn í blíðskaparviðri í Laugardal. Með …

Setningarhátíð Paralympics í dag

Rúmlega 4400 íþróttamenn munu taka þátt í Paralympics sem settir verða í Tokyo í Japan í dag. Heimamenn í Japan verða fjölmennastir eða með 254 keppendur! Frjálsíþróttamðurinn Patrekur Andrés Axelsson, FH, og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, verða fánaberar Íslands við leikana.  Ýmis met eru þegar fallin áður en sjálf íþróttakepnin hefst við leikana en …

Patrekur og Thelma fánaberar Íslands

Setningarhátíð Paralympics fer fram í Tokyo í Japan þann 24. ágúst næstkomandi. Hátíðin hefst kl. 20.00 að staðartíma eða kl. 11.00 að íslenskum tíma. Rétt eins og við Ólympíuleikana verða fánaberar Íslands tveir en það eru þau Thelma Björg Björnsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson sem munu leiða íslenska hópinn inn á opnunarhátíðinni. Thelma Björg keppir …

Borgarstjóra þorpsins fært Ísland að gjöf

Jafnan þegar Paralympics fara fram eru þjóðlönd boðin velkomin í Paralympic-þorpið með fánahyllingu og lítilli samkomu. Þá hafa borgarstjórar Paralympic-þorpanna og fararstjórar keppnislandanna skipst á gjöfum en vegna heimsfaraldurs Covid-19 var ákveðið að draga úr fjöldasamkomum í þorpinu að þessu sinni og því engin mótttökuhátíð né sérstök fánahylling. Þrátt fyrir aðstæður gátu Jón Björn Ólafsson …

Íslandsvinur í Tama kom færandi hendi

Á morgun mun íslenski Paralympic-hópurinn færa sig úr æfingabúðunum í Tama í Tokyo og inn í Paralympic-þorpið. Hópurinn hefur verið í öflugri umsjón Tama-borgar við æfingabúðirnar og kemur því inn í þorpið búinn að ná úr sér flugþreytunni og klár í átökin á keppnisstöðum Tokyo-borgar.  Í gær gerðist nokkuð skemmtilegt í Tama þegar borgaryfirvöldum þar …

„Margir á svipuðum stað“ segir Már

Már Gunnarsson frá ÍRB segir að skrokkurinn sé allur að koma til og verða klár í átökin á Paralympics eftir langt og strangt ferðalag til Tokyo. Hvatisport.is náði tali af Má á æfingu í Tama í dag en Már er spenntur fyrir því að komast í Paralympic-þorpið og upplifa mótið. Aðspuður um keppnina framundan sagði …

Stefnir á bætingu

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er ein af sex manna afrekshópi Íslands sem nú dvelur í Tokyo í Japan við lokaundirbúning fyrir Paralympics sem eru 24. ágúst – 5. september. Hvatisport.is greip Bergrúnu eftir æfingu í dag á Tama City Athletics Field þar sem okkar kona var hin kátasta eftir langt og strangt ferðalag til Japan. Bergrún …

Agata Erna verður eins og drottning á sviðinu í Graz í Austurríki

Nú fer að líða að því að Agata Erna Jack sýnir listir sínar í Graz í Austurríki, þar sem haldnir verða fyrstu heimsleikar Special Olympics í dansíþróttum.  Special Olympics samtökin (SOI) voru stofnuð árið 1968 af Kennedy fjölskyldunni. Á leikum SOI fá allir tækifæri til keppni við sína jafningja. Þetta er í fyrsta skipti sem …

…Team Iceland mætt til Tama!

Þá er ansi myndarlegu ferðalagi til Japan lokið og íslenski Paralympic-hópurinn mættur í æfingabúðir til Tama. Eldsnemma á sunnudagsmorgun var hópurinn mættur á Saga Lounge í Leifsstöð. Mótttökurnar þar voru ekki af verri endanum og sérbakaðar smákökur í tilefni af þátttöku okkar Íslendinga á Paralympics. Flogið var út til London og þaðan til Tokyo þar …

Í fyrsta sinn… #Tokyo2020

Sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi heldur íslenski keppnishópurinn út til Tokyo þar sem sex íslenskir íþróttamenn verða fulltrúar þjóðarinnar á Paralympics.   Eins og oft vill verða þegar fjögur (í þessu tilfelli fimm) ára líða á milli leika þá er einhvern tíma allt fyrst. Að þessu sinni er Ísland sem dæmi í fyrsta sinn að taka þátt …

Forsetahjónin buðu afreksfólkinu til Bessastaða

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku í dag á móti fulltrúum Íslands við Tokyo Paralympics sem hefjast þann 24. ágúst næstkomandi. Hópurinn heldur af stað til Japan sunnudaginn 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja frá 16. ágúst til 21. ágúst við æfingabúðir í Tama. Forseti Íslands tók einkar vel á móti hópnum í …

Mikið fjör á minningarmóti Harðar Barðdal

Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram 9. júní 2021 en mótið er skipulagt af GSFI, golfsamtökum fatlaðra á Íslandi. Mótið fór fram í Hraunkoti, æfingasvæði golfklúbbsins Keilis. Sigurður Guðmundsson sigraði í flokki fatlaðra en hvatningarbikar GSFI hlaut Jón Gunnarsson. Metþátttaka var í goða veðrinu og allir glaðir og kátir að fá loks að taka þátt …

PARALYMPICS 2020: 24. ÁGÚST – 5. SEPTEMBER 2021

Paralympics fara fram í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Alls munu sex íslenskir keppendur taka þátt á leikunum og fimm af þeim munu taka þátt í sínum fyrstu leikum á ferlinum.  Íslenski hópurinn heldur utan þann 15. ágúst næstkomandi og mun dvelja í æfingabúðum í Tama fram til 21. ágúst þegar hópurinn …

Brisbane 2032

Ólympíuleikarnir og Paralympics munu fara fram í Brisbane í Ástralíu árið 2032 en Ástralir urðu hlutskarpastir nýverið í útboðinu sem fram fór á aðalfundi IOC í Tokyo. Leiðin liggur því til Parísar 2024, til Los Angeles 2028 og þá til Brisbane í Ástralíu 2032. Næstu sumar Ólympíuleikar og Paralympics 2024: París – Frakkland 2028: Los …

ÍF og Rúmfatalagerinn framlengja áralangt og farsælt samstarf

Nýverið framlengdu Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn samstarfi sínu sem staðið hefur til áratuga! Rúmfatalagerinn verður því áfram einn af helstu bakhjörlum sambandsins og mun fylgja ÍF inn í nýjan Paralympic-hring til og með Paralympics í Frakklandi 2024! Sambandið er stolt af því að eiga jafn öflugan bakhjarl og Rúmfatalagerinn og ekki síst fyrir þar sem …

Ármann Íslandsmeistari 2021

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss lauk á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag. Ármenningar urðu Íslandsmeistarar félaga og eitt nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós á þessum síðari keppnisdegi mótsins.  Frétt frá afrakstri fyrri keppnisdagsins má nálgast hér. Í dag á síðari deginum var það Ingeborg Eide Garðarsdóttir frá Ármanni sem setti nýtt Íslandsmet í …

Bergrún með nýtt Íslandsmet í kúluvarpi

Fyrri keppnisdagur á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika í dag. Nokkuð hvasst var við mótið en þokkalega hlýtt og tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós í kúluvarpi og 1500m hlaupi Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH sem í ágúst og september verður einn af sex fulltrúum Íslands á Paralympics í Tokyo stórbætti …

Íslandsmót ÍF í frjálsum í Kaplakrika um helgina

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Keppt er laugardaginn 10. júlí og sunnudaginn 11. júlí. Keppni hefst kl. 11.30 og er það 100m hlaup karla sem verður fyrsti dagskrárliður helgarinnar. Keppnisgreinar mótsins og tímaseðil má nálgast hér. Frjálsíþróttanefnd ÍF í samstarfi við frjálsíþróttadeild FH hefur veg og …

Arna Sigríður sjötti Íslendingurinn á leið til Tokyo! — Fyrst kvenna til að keppa í hjólreiðum

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir verður sjötti fulltrúi Íslands á Paralympics í Tokyo dagana 24.ágúst – 5. september næstkomandi. Alþjóðahjólreiðasambandið úhlutaði nýverið úr svokölluðum umsóknarsætum þar sem Arna var ein þeirra sem varð fyrir valinu. Arna hefur varðað leiðina á Íslandi í handahjólreiðum kvenna og fagnaði gríðarlega þegar Íþróttasamband fatlaðra fékk það skemmtilega verkefni að tilkynna …

Sumarávarp Þórðar Á. Hjaltested, formanns ÍF

Ágæti lesandi Gleðilegt sumar! Þetta er skrifað á Jónsmessu 2021 og erum við Íslendingar farnir að horfa til sumarleyfa. Sumarhiti er rétt nú að byrja að skríða yfir 10° og ekki laust við að margir pirri sig á „haustlægðunum“ sem gengið hafa yfir landið að undanförnu.   Starfsemi Íþróttasambands fatlaðra hefur í vetur og á …

Borðtennis — Opna tékknenska meistaramótið í Prag

Þeir Björgvin Ingi Ólafsson úr HK og Hákon Atli Bjarkason úr ÍFR eru í Tékklandi ásamt þjálfaranum Bjarna Bjarnasyni þar sem Opna tékkneska meistaramótið fer fram.Í gær léku þeir í einliðaleik þar sem Hákon leikur í flokki 5 á meðan Björgvin sem leikur á sínu fyrsta móti erlendis leikur í flokki 7.  Nánar má lesa …

Íslandsleikar SO í fimleikum

Sunnudaginn 30. maí fóru Íslandsleikar SO í fimleikum fram. Mótið gekk framar vonum og mátti ekki sjá að fimleikakrakkarnir hafi verið í mikillri pásu sökum Covid. Mótið fór fram í húsakynnum Fjölnis og var gríðarleg stemmning í húsinu þegar fimleikafólkið okkar sýndi listir sínar. Mótaumgjörðin var einnig frábær og á Fjölnir skilið gott lof fyrir …

Róbert Ísak fimmti Íslendingurinn á leið til Tokyo!

Í morgun fékkst það staðfest að sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson SH/Fjörður verður fimmti íslenski keppandinn á Paralympics í Tokyo dagana 24. ágúst – 5. september næstkomandi. Þegar hafði Íþróttasamband fatlaðra kynnt þá fjóra aðila sem komnir voru með farseðilinn til Tokyo en þau eru Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés …

Sumarbúðir ÍF 35 ára: Jóhann verið nánast allan tímann!

Sumarbúðir Íþróttasambands fatlaðra fagna í ár 35 ára starfsafmæli en vinsældir búðanna eru gríðarlegar og síðustu ár hafa skapast talsverðir biðlistar við að komast inn í búðirnar. Hvatisport.is ræddi við Jóhann Arnarson annan tveggja búðastjóra Sumarbúðanna en þetta verður í 31. sinn sem Jóhann starfar við búðirnar. Í viðtalinu rekur Jóhann m.a. sögu búðanna og …

Melkorka Rán ráðin sumarstarfsmaður hjá ÍF

Melkorka Rán Hafliðadóttir hefur verið ráðin sem sumarstarfsmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Melkorka sem er meistaranemi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík þekkir vel til starfsemi ÍF. Melkorka hefur síðustu ár m.a. þjálfað og verið í fararstjórnum í verkefnum afrekshóps ÍF í frjálsum íþróttum á erlendum vettvangi og einnig verið virk í starfi með frjálsíþróttanefnd ÍF …

Spjótkastið gefur engan afslátt

Helgi Sveinsson heimsmethafi í spjótkasti hefur ákveðið að láta staðar numið sem afreksíþróttamaður. Blaðamaður settist niður með Helga um það bil þegar sumarið var að ganga í garð samkvæmt almannakinu. Helgi tók á móti mér í höfuðstöðvum Össurar þar sem Helgi hefur starfað í áraraðir auk þess að hafa notað vörur fyrirtækisins sjálfur eftir að …

Fréttatilkynning vegna „Inclusion through sports“

Special Olympics Iceland og Íþróttasamband fatlaðra eru saman í einstöku samstarfsverkefni sem kallast „Inclusion through sports“ og má lesa um það hér. Meðfylgjandi er fréttatilkynning á ensku sem gefin var út rétt í þessu og því er þýðing ekki komin, en á næstunni má vænta frétta á Hvati sport um verkefnið. Hér fyrir neðan er …

Special Olympics á Íslandi og Íþróttasamband fatlaðra hóf í janúar 2021 þátttöku í þriggja ára samstarfsverkefni styrktu af Norway Grant.

Evrópuskrifstofa Special Olympics og Special Olympics á Íslandi gegna hlutverki „Expert“ sem felst fyrst og fremst í stjórnun og ráðgjöf. Motivation Romania hefur umsjón með framkvæmd verkefnis en þátttökulönd eru auk Íslands, Rúmenía,  Litháen, Svartfjallaland, Slóvakíu og Bozníu – Herznegovínu.  Markmið er að efla tækifæri barna með stuðningsþarfir í íþróttastarfi, að stuðla að vitundarvakningu og …

Yfirvöld í Japan áætla 10.000 manna áhorfendahámark

Áætlað er að yfirvöld í Japan muni heimila allt að 10.000 áhorfendur á viðburðum Ólympíuleikanna og Paralympics þegar yfirstandandi neyðarsástandi vegna COVID-19 verður aflétt í landinu. Tokyo-borg og önnur svæði í Japan eru enn við neyðarástand sem sett var á í aprílmánuði. Samkvæmt vefmiðlinum www.insidethegames.biz mega 5000 áhorfendur vera á viðburðum, eða um 50% af …

Thelma Björg á Opna þýska meistaramótinu í Berlín

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, keppti um helgina á Opna Þýska meistaramótinu í Berlín og undirbýr sig fyrir Paralympics sem fara fram í Tókýó í lok ágúst. Á mótinu tók hún þátt í 100m bringusundi, 100m skriðsund og 50m skriðsund. Keppnin hófst þann 17. júní þar sem Thelma Björg keppti í 100m bringusundi og synti á …

Bergrún, Patrekur, Már og Thelma fulltrúar Íslands í Tokyo

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo í ágúst- og septembermánuði. Frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andrés Axelsson frá FH og svo sundfólkið Már Gunnarsson frá ÍRB og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR. Öll fjögur eru á meðal þeirra sem með árangri sínum áunnu Íslandi …

Íslenski hópurinn kominn heim með tvenn verðlaun og eitt met!

Íslenski landsliðshópurinn í frjálsum íþróttum kemur heim í dag frá Evrópumeistaramótinu sem lauk í gær í Póllandi. Afraksturinn silfur og brons í kúluvarpkeppni kvenna í flokki T37 (hreyfihamlaðir) og eitt Íslandsmet í kringlukasti. Hér að neðan er samantekt frá keppni íslenska hópsins fimmtudag til laugardags og neðst í fréttinni er heildarsamantek frá Kára Jónssyni landsliðsþjálfara …

Herbergisfélagarnir með silfur og brons fyrir Ísland — Sentimetri á milli!

Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ármann, og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, lönduðu áðan silfri og bronsi fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum. Báðar kepptu þær í kúluvarpi í flokki F37 (hreyfihamlaðir) en aðeins einn sentimeter réði úrslitum hjá þeim vinkonum í dag! Bergrún hreppti silfrið er hún varpaði kúlunni upp á 8,76 metra en …

Bergrún fjórða í langstökki

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH, hafnaði áðan í 4. sæti í langstökki T37 á Evrópumeistaramóti IPC í Póllandi. Lengsta stökk Bergrúnar var 4,11 metrar en Íslandsmet hennar er 4,3 metrar. Hin rússneska Anna Sapozhikova hafði sigur í langstökkskeppni T37 er hún stökk 4,60 metra. Patrekur Axelsson keppti ekki í 400m hlaupi í dag vegna meiðsla. Hann …

Ingeborg opnaði EM í Póllandi með Íslandsmeti!

Í dag hófst keppni á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum en mótið fer fram í Póllandi. Stöllurnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir riðu á vaðið þar sem Ingeborg landaði nýju Íslandsmeti í kringlukasti. Ingeborg Eide, Ármann, keppti í sameinuðum flokki F37/38 (hreyfihamlaðir) og kastaði kringlunni lengst 20,64 metra sem er nýtt Íslandsmet. Ingeborg hafnaði …

Heimsmet Más staðfest hjá IPC

Sundmaðurinn Már Gunnarsson hefur loks fengið heimsmet sitt í 200m baksundi staðfest af International Paralympic Committee (IPC). Már setti metið í aprílmánuði á sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og SSÍ. Már sem keppir í flokki S11 (blindir) synti þá á 2:32,31 mín. og var nýtt heimsmet og um leið féll þá um það bil 30 ára gamalt …

Fyrsti keppnisdagur hafinn í Póllandi

Tæplega 700 íþróttamenn eru mættir til Bydgoszcz í Póllandi þar sem Evrópumeistaramót IPC hófst í morgun. Ísland á fimm fulltrúa við mótið en þær Hulda Sigurjónsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefja keppni seinnipartinn. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni á netinu í gegnum Youtube-rás IPC hér. Hér er hægt að fylgjast með úrslitum …

Íslenski hópurinn lagður af stað til Póllands

Íslenski keppnishópurinn á Evrópumeistaramóti IPC í frjálsum er mættur til Póllands en mótið fer fram þar í landi dagana 1.-5. júní næstkomandi. Alls fimm keppendur verða við mótið frá Íslandi en þau eru Patrekur Andrés Axelsson, Hulda Sigurjónsdóttir, Stefanía Daney Guðmundsdóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir.  Með þeim í för eru Kári Jónsson …

Íslandsleikar SO í Egilshöll um helgina

Fimleikasamband Íslands heldur þrjú mót um komandi helgi og eitt þeirra verða Íslandsleikar Special Olympics. Mótin fara fram í Egilshöll þar sem Fimleikadeild Fjölnis verður mótshaldari. Nánar um mótin, miðasölu o.fl. má nálgast hér í frétt Fimleikasambands Íslands.

Heimsmeistaramótið í sundi 2022 fer fram í Madeira

Heimsmeistaramót IPC í sundi 2022 fer fram á eyjunni Madeira í Portúgal dagana 12.-18. júní 2022. Nýverið lauk þar Evrópumeistaramóti sem þótti takast vel til þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna heimsfaraldurs COVID-19. Dagsetning mótsins var kynnt við lok Evrópumeistaramótsins og verður heimsmeistaramótið á næsta ári stærsti ParaSport viðburðinn sem nokkurntíman hefur farið fram í Portúgal. …

Róbert kvaddi Evrópumótið með silfri og nýju Íslandsmeti!

Evrópumeistaramóti IPC í sundi er lokið og fór síðasti keppnisdagurinn fram í gær. Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, lokaði mótinu fyrir Íslands hönd með silfurverðlaunum í 100m flugsundi S14 og millitíma á 50 metrum sem var nýtt Íslandsmet. Íslenski hópurinn lagði af stað heim til Íslands nú eldsnemma í morgunsárið og eru væntanleg síðar í kvöld. …

Már í 5. sæti í 100m baksundi

Sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, hafnaði í kvöld í 5. sæti í 100m baksundi S11 á Evrópumeistaramóti IPC í Portúgal. Gullið fór til Úkraínu til Mykahilo Serbin sem kom í bakkann á 1:10.28 mín. Baráttan um sæti á verðlaunapalli var einkar hörð í kvöld en þrír sundmenn syntu á sömu sekúndunni í mark en efstu fimm …

Már annar inn í úrslit kvöldsins

Már Gunnarsson varð áðan annar inn í úrslit kvöldsins í 100m baksundi á Evrópumeistaramóti IPC sem nú stendur yfir í Madeira í Portúgal. Heimamaðurinn Marco Meneses var með besta tímann í undanrásum á 1:11.14 mín. Íslandsmet Más í greininni er 1:10,43 mín. og hefur staðið síðan á HM í London þar sem hann vann til …

Róbert landaði bronsi í Portúgal!

Róbert Ísak Jónsson hafnaði í 4. sæti í 200m fjórsundi S14 á tímanum 2:14,85 mín. Sigurvegarinn var Gabriel Bandera á 2:10,92 mín. en hann kemur frá Brasilíu sem gestakeppandi á mótinu og því er Róbert Ísak bronsverðlaunahafi Evrópumótsins. Róbert hjó nærri Íslandsmeti sínu í kvöld en náði ekki að slá það en sá tími er …

Már og Róbert syntu sig inn í úrslit kvöldsins

Sundmennirnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson verða báðir í úrslitum kvöldsins á Evrópumeistaramóti IPC í sundi sem nú stendur yfir í Madeira í Portúgal. Már synti sig inn í úrslit í 100m skriðsundi og Róbert í 200m fjórsundi. Róbert var fyrri til í undanrásum af íslensku keppendunum en hann synti á 2:16,78 mín. og …

Már fjórði á nýju Íslandsmeti

Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti í kvöld nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200m fjórsundi S11 á Evrópumeistaramóti IPC í Madeira, Portúgal. Már var ekki langt frá verðlaunasæti á tímanum 2:36,97 mín. sem er nýtt Íslandsmet en Hvít-Rússinn Hryhory Zudzilau landaði bronsinu á tímanum 2:34,62 mín. Már var eini keppandi Íslands á mótinu í dag og fékk …

Arnar Helgi stórbætir tímana sína og er með risaverkefni í vinnslu

Arnar Helgi Lárusson tók þátt í Reykjanesmóti 3N á dögunum þar sem hann stórbætti árangur sinn í handahjólreiðum frá fyrra móti en um var að ræða 30km hjólaleið. Arnar hefur síðustu misseri lagt ofuráherslu á handahjólreiðar en eins og margir kannast við hóf hann afreksferil sinn í hjólastólakappakstri (e. Wheelchair-racing). Á mótinu var Arnar klukkustund …

Þrjú ný Íslandsmet í úrslitum hjá Má og Róberti

Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, settu báðir Íslandsmet í úrslitum á Evrópumeistaramóti IPC í dag. Már bætti sitt eigið met í 100m flugsundi og Róbert bætti sitt eigið met í 100m baksundi. Róbert Ísak hafnaði í 7. sæti í úrslitum í 100m baksundi S14 og bætti Íslandsmetið á nýjan leik er …

Róbert Ísak með nýtt Íslandsmet í baksundi

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, setti í morgun nýtt Íslandsmet í 100m baksundi S14 (þroskahamlaðir) á Evrópumeistaramóti IPC í sundi. Mótið fer fram í Madeira í Portúgal og verður Róbert því í úrslitum kvöldsins ásamt Má Gunnarssyni sem keppir í beinum úrslitum í 100m flugsundi S11. Ríkjandi met sem var 1:06.49 mín. var í eigu …

Íþróttasamband fatlaðra 42 ára í dag

Í dag fagnar Íþróttasamband fatlaðra 42 ára afmæli sínu en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979. Á þessum rúmu 40 árum hefur íslenskt íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður landsins víða um heim bæði á afreks- og almenningsstigum íþróttanna. Á afmælisdeginum er gott að staldra við og líta yfir verkefnin framundan en þau eru …

Róbert fimmti í 200m skriðsundi

Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti IPC í sundi lauk í dag þar sem íslensku keppendurnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir mættir til leiks. Róbert Ísak synti sig inn í úrslit og hafnaði í 5. sæti en Már, þrátt fyrir bras í undanrásum, náði 9. sæti og var varamaður í úrslitum kvöldsins. Róbert synti …

Sambandsþingi frestað

Á stjórnarfundi Íþróttasambands fatlaðra þann 27. apríl sl. var tekin sú ákvörðun að fresta 20. Sambandsþingi ÍF fram til hausts eða þar til heppileg tímasetning finnst. Ástæður frestunar þessarar er óvissa með fjöldatakmarkanir sem nú eru í gildi og í gildi verða fram á sumar jafnvel þótt heilbrigðisráðherra gefi vonir um hraða afléttingu takmarakana. Frekari …

Heimsmet Más í Laugardalslaug

Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslaug en þar bar helst til tíðinda að sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 200m baksundi S11 (blindir). Metið hafði staðið frá Paralympics í Barcelona 1992. Til hamingju með frábæran árangur Már! Við mótið féllu einnig nokkur …

Nýárssundmóti ÍF 2021 aflýst

Að tillögu sundnefndar ÍF hefur stjórn sambandsins ákveðið að aflýsa Nýárssundmóti barna og unglinga. Verður þetta í fyrsta sinn sem mótinu er aflýst í rúma þrjá áratugi en þetta skemmtilega mót verður á dagskrá strax aftur í ársbyrjun 2022.

ÍM50 hefst í dag

Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug hefst í Laugardalslaug í dag. Hér á heimasíðu SSÍ má finnar allar upplýsingar um mótið en sýnt verður frá mótinu á Youtube-rás SSÍ. Úrslit greina má finna hér Sökum sóttvarna eru áhorfendur ekki leyfðir við mótið en ásamt Youtube-rás SSÍ verður RÚV með beina útsendingu frá úrslitum laugardags og sunnudags.

Ísland sendir fimm fulltrúa á EM í Póllandi

Íþróttasamband fatlaðra mun senda fimm fulltrúa á Evrópumeistaramót IPC í frjálsum íþróttum þann 1.-5. júní næstkomandi. Mótið fer fram í Póllandi. Um er að ræða öflugan og glæsilegan hóp sem keppir fyrir Íslands hönd ytra. Fulltrúar Íslands á EM IPC í frjálsum í Póllandi 2021: Patrekur Andrés Axelsson, FH Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, FH Ingeborg Eide …

Fyrsti keppandi stjörnuflokks á dansíþróttamóti á Íslandi

Um helgina keppti fyrsti einstaklingurinn í stjörnuflokki. Stjörnuflokkur er keppnisflokkur fyrir börn og fullorðna með fötlun. Sú sem braut blað í íslenskri dansíþróttasögu var hún Agata Erna Jack, en hún keppti með hjálp þjálfara síns henni Lilju. Óskum henni til hamingju með árangurinn. Hún keppti frá dansfélaginu Hvönn. Agata Erna er búin að æfa dans …

Frestun sambandsþings

Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur tekið þá ákvörðun að fresta Sambandsþingi um 6-8 vikur. Þingið átti að fara fram þann 17. apríl næstkomandi en vegna gildandi sóttvarna á Íslandi taldi stjórn ráðlegast að fresta þinginu. Vilji er til þess að halda formlegt þing með þingfulltrúum og því er beðið eftir frekari tilslökunum á sóttvarnarreglum. Nánari upplýsingar …

HM í skíðaíþróttum 8.-23. janúar 2022

Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fer fram í Lillehammer í Noregi dagana 8.-23. janúar 2022. Þessu móti var frestað fyrr á yfirstandandi ári vegna heimsfaraldurs COVID-19. Mótið verður það stærsta í undirbúningi skíðafólks fyrir Vetrar Paralympics sem fram fara í Peking 4.-13. mars 2022. Mótið mun áfram verða haldið sem heimsmeistaramótið í Lillehammer 2021 að nafninu …

Sjöundi apríl er alþjóðlegur dagur heilbrigðis

Alþjóðadeild Lions styrkti þetta myndband Special Olympics og einnig verkefnið Healthy Athletes. Það eru skrítnir tímar og um margt erfiðir en hugarfarið skiptir öllu máli og það er ljós við enda gangnanna, á meðan keyrum við á jákvæðni, heilbrigðri skynsemi og ekki hvað síst leikgleði og lukkulega búum við að umframbirgðum af leikgleði. Endilega kíkið …

Michel bætti metið í 1500m hlaupi T36

Michel Thor Masselter bætti nýverið Íslandsmetið í 1500m hlaupi í flokki T36 (hreyfihamlaðir). Michel hljóp þá 1500 metrana á Stórmóti ÍR en hann kom í mark á tímanum 6:15,19 mín. Með metinu á dögunum þá hafði hann tvíbætt metið í 1500m hlaupi einnig í 800m hlaupi. Michel var lengst af sundmaður en síðustu ár hefur …

ÍM50 frestað um óákveðinn tíma

Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug sem fara átti fram dagana 9.-11. apríl næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæða frestunar er eins og flestum ætti að vera kunnugt vegna nýrrar reglugerðar yfirvalda um sóttvarnarráðstafanir. Í gærkvöldi kom erindi frá SSÍ þar sem skýrt var tekið fram að ÍM50 gæti ekki farið fram …

Ný grein í stórsókn: Para Teqball

Vinsæl nýbylgja frá Ungverjalandi ryður sér nú til rúms á íþróttasviðinu en sú grein heitir „Teqball“ eða tæknibolti ef svo má að orði komast á íslensku. Teqball er knattspyrnutengd íþrótt með borðtennisívafi þar sem leikmenn mætast með fótbolta við sérhannað borðtennisborð. Ungverjar hafa verið leiðandi afl í greininni en árið 2017 var Federation Internationale de …

Þrjú Íslandsmet á Ásvallamótinu í sundi

Ásvallamót SH í sundi fór fram í Hafnarfirði um síðustu helgi. Þrjú ný Íslandsmet í keppni fatlaðra féllu við mótið. Heimamaðurinn Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, bætti eigið met í 400m fjórsundi þegar hann synti á 4:53,02 mín. Gamla metið hans var 4:59,70mín. Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR setti Íslandsmet í 100m baksundi S4 þegar hún synti …

Skráning hafin á Íslandsmót ÍF í borðtennis

Íslandsmót ÍF í borðtennis 2021 fer fram í íþróttasal ÍFR að Hátúni þann 8. maí næstkomandi. Skráningargögn hafa þegar verið send til aðildarfélaga ÍF. Skráning stendur til 31. mars næstkomandi og skal berast á if@ifsport.is með cc á helgig@landsbankinn.is Nánari dagskrá mótsins verður send út síðar.Ef einhverja vantar skráningargögn má setja sig í samband við if@ifsport.is

Vel heppnuð frjálsíþróttamót síðustu tvær helgar — Ármann Íslandsmeistari í liðakeppni

Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í liðakeppni á Íslandsmóti ÍF sem fram fór í Kaplakrika þann 6. mars síðastliðinn. Mótið gekk vel og nokkur ný andlit að stíga sín fyrstu skref á Íslandsmóti ÍF í frjálsum sem er mikið fagnaðarefni.   Ekkert Íslandsmet var slegið að þessu sinni enda kannski ekki að undra, vegna COVID-19 hafa æfingar íþróttafólks …

Hákon og Björgvin á verðlaunapall

Helgina 6-7. mars fór Íslandsmótið í borðtennis fram í íþróttahúsi TBR í Gnoðarvogi. ÍF átti þar sína fulltrúa en það voru þeir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson, en þeir félagarnir æfa einnig og keppa undir merkjum HK í Kópavogi. Hákon og Björgvin áttu mjög gott mót og náðu þeir þeim merka áfanga að …

Íþróttir fyrir alla í Reykjanesbæ

Íþróttafélögin Keflavík og Njarðvík hafa tekið sig saman og bjóða nú sameiginlega upp á námskeið fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir og Jóhann Páll Kristbjörnsson gerir þessu góð skil í Víkurfréttum. Greinina má lesa með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Brons hjá Hilmari á síðasta keppnisdegi

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í dag í 3. sæti í svigi á Evrópumótaröð IPC en þetta var lokadagur mótaraðarinnar þetta tímabilið. Hilmar var annar eftir fyrri ferðina en smávægileg mistök í upphafi annarar ferðar reyndust dýr og lauk Hilmar keppni í 3. sæti.  Aðstæður í dag voru fremur erfiðar, gott veður en mikið af nýjum …

Silfur hjá Hilmari í svigkeppni Liechtenstein

Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings varð í dag annar á landsmóti Liechtenstein í svig í standandi flokki karla. Frakkinn Arthur Bauchet hafði sigur úr býtum en Hilmar bætti tíma sinn á milli ferða í dag við aðstæður sem verða vart mikið betri.Hilmar kom í mark á tímanum 44,69 sek í fyrri ferð en í …

Hilmar Snær í sjötta sæti í stórsvigi dagsins

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í sjötta sæti í stórsvigi á Evrópumótaröð IPC í dag. Þetta var annar keppnisdagurinn í röð í stórsvigi en í gær var keppt á landsmóti Liechtenstein. Hilmar var fimmti eftir fyrri ferðina í morgun en lauk keppni í sjötta sæti.Skíðamaðurinn fór ekki leynt með að hann hafi verið fremur ósáttur við …

Sumarbúðir á Laugarvatni – Skráning er hafin

Sumarbúðir á Laugarvatni 2021Í ár verða 35 ár frá því Sumarbúðir ÍF voru haldnar í fyrsta sinn á Laugarvatni.Boðið verður upp á tvö vikunámskeið, það fyrra vikuna 18.- 25. júní og hið síðara vikuna 25. júní – 02. júlí. Verð fyrir vikunámskeið er kr. 96.000og kr.185.000 fyrir tvær vikur Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. …

Bar sigur úr býtum tveimur vikum eftir andlát sitt

RÚV fjalaði í gær um baráttu Önnu Guðrúnar og sigur hennar. Anna Karólína var Önnu Guðrúnu innan handar í málinu og sagði meðal annars „Og það sem mér finnst svo afhjúpandi er að það er eins og þeir sem voru að taka á móti beiðninni hafi reynt að finna það eina sem var hægt að …

Hilmar Snær fimmti í stórsvigi

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víking varð í dag fimmti í stjórsvigi á innanlandsmeistaramóti Liechtenstein í stórsvigi. Hilmar kom í mark á sameiginlega tímanum 1:27,57mín. Sigurvegari dagsins í standandi flokki karla var Frakkinn Arthur Bauchet sem kom í mark á sameiginlega tímanum 1:22,28mín. Á morgun verður aftur keppt í stórsvigi í Malbun í Liechtenstein en …

Keppni hefst í Malbun á morgun

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er mættur til Malbun í Liechtenstein þar sem landsmót og lokamót Evrópumótaraðar IPC fer fram. Um er að ræða fjóra keppnisdaga þar sem keppt verður í svigi og stórsvigi. Á morgun er keppt í landsmóti Liechtensteins í stórsvigi sem og á miðvikudag en þá á Evrópumótaröðinni. Á fimmtudag er svo landsmót …

Íslandsmót Íf í frjálsum

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika í dag og hefst klukkan 18:00Hægt er að skoða dagskrá og fylgjast með úrslitum þegar þau ráðast með því að smella hér

Hilmar á leið á lokamót Evrópumótaraðarinnar

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson heldur til Malbun í Liechtenstein um helgina en dagana 9.-12. mars fer fram landsmót Liechtenstein í svigi og stórsvigi sem og lokamót Evrópumótaraðarinnar í alpagreinum. Umtalsvert af verkefnum hefur verið slegið á frest eða endanlega blásin af síðustu misseri vegna heimsfaraldurs COVID-19 svo líklegt má telja að mótið sem hefst í …

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss

Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika laugardaginn 6. mars næstkomandi. Mótið hefst kl. 18.00. Umsjónaraðili mótsins er frjálsíþróttanefnd ÍF. Hér má nálgast tímaseðil mótsins Dagatal ÍF

Minning – Anna Guðrún

Í dag fór fram útför Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur fyrrverandi starfsmanns ÍF en hún var aðeins 45 ára gömul.  Eftirfarandi minningargrein var birt í styttri útgáfu í MBL í dag.  Það er þyngra en tárum taki að manneskja í blóma lífsins, með ný tækifæri í sjónmáli og full af eldmóði fyrir brýnum baráttumálum, sé hrifin burt …

Boccia-móti frestað

Eftir samráð við aðildarfélög ÍF er ljóst að ekki verður af Íslandsmóti í boccia á vormánuðum. Sá möguleiki var kannaður að halda mót skipt eftir deildum sem myndu fara fram í mismunandi landslhlutum en ákveðið var að snúa frá þeirri hugmynd. Eins og sakir standa stendur þá til að einstaklings- og sveitakeppnin fari inn í …

Knattspyrnu- og körfuboltanámskeið á Suðurnesjum

Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfirUngmennafélögin UMFN og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir á aldrinum 6 -13 ára. Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum iðkendum mætt á þeirra forsendum.Námskeiðið hefst 28. febrúar og lýkur 25. apríl, gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 krónur.Skráning …

Upp með spaðana!

Það er margt framundan, til dæmis íslandsmót ÍF í borðtennis en það fer fram laugardaginn 8. maí næstkomandi.Mótið fer fram í íþrótahúsi ÍFR í Hátúni í Reykjavík. Aðildarfélögum ættu að berast skráningargögn um miðjan mars. Fréttir af mótinu verða að sjálfsögðu á Hvata en einnig er bráðlega von á tíðindum af öðru mótahaldi ÍF sem …

Lítið gagn af hálfum hundi – biðin allt að 9 ár

Már Gunnarsson er ekki óvanur því að demba sér í djúpu laugina, bókstaflega sem og í yfirfærðri merkingu.Már gagnrýndi á Fasbókarsíðu sinni þann seinagang og takmarkaðan stuðning við kaup á blindrahundum, fylgjendur Más tóku undir mál hans og í framhaldi hefur hann verið að fjalla um málið í hinum ýmsustu miðlum og er hvergi hættur. …

Már og Róbert með fjögur met á RIG

Fjögur Íslandsmet féllu á Reykjavík International Games í sundi um síðustu helgi en keppt var í Laugardalslaug.Sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson (S14) og Már Gunnarsson (S11) voru í góðum gír og lönduðu báðir tveimur nýjum og glæsilegum metum. Að þessu sinni var keppnisfyrirkomulagið sérstakt vegna heimsfaraldurs COVID-19 en skipuleggjendur eiga hrós skilið fyrir öfluga framkvæmd og …

Verkefni styrkt af Félagsmálaráðuneytinu

Tækifæri í íþróttastarfi, jafnrétti, vitundarvakning og virkni iðkenda með mismunandi stuðningsþarfir. Áhersla á samstarf við íþróttafélög, skóla, sveitarfélög og aðra sem hafa áhugaverðar hugmyndir sem falla að markmiðum. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu og styður sérstaklega við aðgerðir og markmið í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 – 2021. Umsókn ásamt fylgigögnum ef eru, …

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra verður haldið þann 17. apríl næstkomandi. Nú þegar hefur fyrsta boðun til þings verið send út á aðildarfélög ÍF og héraðssambönd. Vegna Covid-19 ber að hafa í huga að framkvæmd þingsins og þingstarfa er háð þeim skilyrðum sem sóttvarnaryfirvöld heimila vegna viðburða af þessu tagi hverju sinni. Með tilliti til þessa gæti …

Aðgerðapakki vegna Covid 19

Í aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid -19, er foreldrum barna frá efnaminni heimilum veittur viðbótar frístundastyrkur að upphæð 45.000 krónur fyrir hvert barn. Styrkurinn er hugsaður til að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og draga úr brottfalli. Upplýsingar um styrkinn er að finna í stuttum myndböndum með upplýsingum fyrir foreldra á …

Hákon og Björgvin í hörku toppslag síðustu helgi

Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson voru aftur á ferð í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands um síðustu helgi.Tvær umferðir voru leiknar í TBR húsinu þar sem þeir Hákon og Björgvin töpuðu í hörku toppslag á móti KR B og unnu Víking D í hinum leik helgarinar. Í leiknum gegn KR mætti …

Þórey Ísafold með nýtt Íslandsmet í 1500m skriðsundi

Sundkonan Þórey Ísafold Magnúsdóttir setti um helgina nýtt Íslandsmet í 1500m skriðsundi í 25m laug í flokki S14 (keppni í flokki þroskahamlaðra).Metið setti Þórey á innanfélagsmóti hjá sunddeild KR í innilauginni í Laugardal. Þórey synti á tímanum 21:00,31 mín. en hún á einnig Íslandsmetið í 50m bringusundi í 25m laug en það met hefur staðið …

Tækifæri í íþróttastarfi — Verkefni styrkt af Félagsmálaráðuneytinu

Tækifæri í íþróttastarfi, jafnrétti, vitundarvakning og virkni iðkenda með mismunandi stuðningsþarfir. Áhersla á samstarf við íþróttafélög, skóla, sveitarfélög og aðra sem hafa áhugaverðar hugmyndir sem falla að markmiðum. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu og styður sérstaklega við aðgerðir og markmið í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 – 2021. Umsókn ásamt fylgigögnum ef eru, …

Nýtt hlutverk ifsport.is

Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir hefur ÍF tekið í notkun vefsíðuna www.hvatisport.is þar sem m.a. fer fram útgáfustarfsemi okkar á tímaritinu Hvata. Hér eftir verður sú breyting að fréttaefni, myndir, viðtöl, myndbönd og annað auðlesnara efni verður á boðstólunum á hvatisport.is en vefsíðan okkar ifsport.is mun áfram þjóna því hlutverki að vista úrslit, reglur og …

Hilmar sjöundi á síðasta keppnisdegi

Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hefur lokið keppni í Sviss á heimsbikarmótaröð IPC. Hilmar náði sínum besta árangri í dag þegar hann hafnaði í 7. sæti í svigkeppninni. Hilmar heldur heim á leið á morgun en hann stóð allar ferðir keppninnar en tæknileg mistök í gær gerðu það að verkum að hann var dæmdur …

Hákon og Björgvin taplausir eftir fjórar umferðir

Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson eru ósigraðir í 2. deild suður hjá Borðtennissambandi Íslands. Tvær umferðir voru leiknar í íþróttahúsi Hagaskóla um síðustu helgi þar sem þeir Hákon og Björgvin unnu alla sína leiki sem HK-C gegn KR og BH. Í leikjum síðustu helgar gegn KR mætti Björgvin hinum reynda Hannesi Guðrúnarsyni …

Hilmar lauk stórsvigskeppninni í 9. sæti

Stórsvigskeppninni er lokið hjá Hilmari Snæ Örvarssyni sem um þessar mundir er staddur í Sviss. Hilmar lauk stórsvigskeppni dagsins í 9. sæti sem er hans besti árangur í Sviss af þessum þremur keppnisdögum sem farið hafa fram. Fyrsti dagurinn var á Evrópumótaröðinni en síðustu tveir keppnisdagar í stórsvigi hafa verið á heimsbikarmótaröð IPC. Hilmar var …

Hilmar í 14. sæti annan daginn í röð

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 14. sæti í stórsvigi í dag en Hilmar sem keppir fyrir Skíðadeild Víkings er staddur í Sviss þar sem fara fram keppnishlutar í bæði Evrópu- og heimsbikarmótaröð IPC. Í gær hafnaði Hilmar í 14. sæti í stórsvigi en þá var keppnisdagur á Evrópumótaröðinni en í dag var keppt á …

Hilmar spýtti í lófana í seinni ferð og hafnaði í 14. sæti

Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings var að ljúka sínum keppnisdegi í stórsvigi á Evrópubikarmótaröðinni sem nú stendur yfir í Sviss. Hilmar og Þórður Georg Hjörleifsson þjálfari hans voru fjarri því glaðir með fyrri ferðina en í síðari ferðinni bætti Hilmar tíma sinn um 5 sekúndur. Hilmar var í 20. sæti eftir fyrri ferðina í …

Hilmar mættur til leiks í Sviss

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi er kominn út til Veysonnaz í Sviss þar sem hann mun á næstu dögum taka þátt í Evrópu- og heimsbikarmótaröð IPC í alpagreinum. Á morgun, 19. janúar, er keppnisdagur á Evrópubikarmótaröðinni þar sem keppt verður í risasvigi. Keppnin hefst kl. 09:30 að staðartíma eða kl. 08.30 að íslenskum tíma. …

„Af hverju er ég að leigja salinn þegar ég geð boðið upp á æfingar fyrir þessa hópa?“

Nú eru hafnar æfingar fyrir börn með sérþarfir, á aldrinum 4-10 ára, hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Fram að þessu var Gerpla eina íþróttafélagið sem þessu sinnti. Foreldri barns með einhverfu nálgaðist nýverið Lindu Hín Heiðarsdóttur, formann Fimleikadeildar Keflavíkur og spurði hana hvort hún gæti leigt salinn fyrir einhverf börn svo þau gætu sinnt æfingum og leik, …

Hilmar og Bergrún hömpuðu nýjum og glæsilegum farandbikurum

Í desembermánuði 2020 voru þau Hilmar Snær Örvarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir útnefnd íþróttamaður- og íþróttakona ÍF. Við athöfnina var þeim báðum afhentir nýir og glæsilegir farandbikarar sem fylgja munu íþróttafólki ÍF næstu 20 árin. Smíðin var í höndum SIGN í eigu þeirra Sigurðar Inga og Kötlu Guðmundsdóttur. Við athöfnina í desember fór Katla með …

Frá sjónarhóli þjálfara

Starf þjálfarans er ótrúlega fjölbreytt og í gegnum tíðina hef ég verið svo lánsöm að safna mörgum yndislegum minningum í gegnum starfið mitt. Ég hef fengið að taka þátt í og verða vitni að stórum og litlum sigrum innan og utan íþróttarinnar, séð iðkendur mína taka út ótrúlegan þroska, eignast vini og tilheyra hópi (jafnvel …

Hilmar Snær íþróttamaður Garðabæjar

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2020 eru þau Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona. Þetta kom fram á síðu Garðabæjar Í umsögn á síðu Garðabæjar segir þetta:Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður er íþróttakarl Garðabæjar í annað sinn. Hilmar Snær tók þátt í 16 mótum á alþjóðlegum vettvangi, þar af 13 Evrópubikarmótum en þremur heimsbikarmótum á …

Veist þú um félag eða þjálfara sem gefur öllum börnum tækifæri?

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi eru að hefja þátttöku í 3 ára samstarfsverkefni 6 landa þar sem meginmarkmið er að efla íþróttaþáttöku barna með sérþarfir. Markhópur er 6 til 12 ára. Megináhersla er á tvær íþróttagreingreinar, körfubolta og knattspyrnu en Ísland mun tengja verkefnið fleiri greinum.  Leitað er eftir ábendingum um knattspyrnufélag og/eða þjálfara …

Fara leikarnir fram?

Föstudaginn 8. janúar tilkynntu yfirvöld í Tokyo, Japan, um að neyðarástand væri komið á í borginni ásamt fleiri svæðum í Japan. Síðastliðinn föstudag voru 2392 ný tilfelli tilgreind í borginni. Búist er við því að neyðarástandið í borginni sem og í Kanagawa, Saitama og Chiba muni vara allt til 7. febrúar næstomandi. Fólk á þessum …

Lífið á Covid tímum frá sjónarhorni aðstandenda

Á okkar heimili eru tveir íþróttaiðkenndur annars vegar í sundi og hinsvegar í frjálsum íþróttum.  Við erum mjög heppin að Yfirþjálfarar beggja hafa verið duglegir að senda heimaæfingar til þeirra að vinna úr.  En það er aldrei eins og að vera í sundlauginni.  Þrisvar höfum við upplifað æfingabann á þessu ári sem hefur verri áhríf …

Shonaquip Enterprise

 Í Covidinu verðum við að berjast fyrir réttindum barna með fötlun um allan heim Undanfarin tíu ár hef ég unnið með fjölmörgum hjálparsamtökum víða í heiminum.   Með þessu bréfi vil ég vekja athygli á Suður Afrískum samtökum sem heita Shonaquip Enterprise (SSE) SSE samtökin framleiða hjólastóla fyrir dreifbýli Afríku. Markmið þeirra er að brjóta …

Hilmar á leið til Sviss síðar í mánuðinum

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson íþróttamaður ÍF 2020 leggur brátt land undir fót en síðar í þessum mánuði mun hann keppa í svigi og stórsvigi í Sviss. Mótið sem verður fyrsta verkefni ársins hjá Hilmari er í Veysonnaz er liður í bæði Evrópu- og heimsbikarmótaröðinni. Keppnin stendur yfir 19.-23. janúar.  Á þessu stigi málsins er enn …

Paralympics munu fara fram!

Eins og flestum er kunnugt var Ólympíuleikunum og Paralympics í Tokyo 2020 frestað fram til ársins 2021 sökum heimsfaraldurs COVID-19. Í aðdraganda leikanna 2020 var ljóst að ekki gæti af þeim orðið og þeim því slegið á frest, nú þegar hyllir undir bóluefni og bólusetning þegar hafin í nokkrum þjóðlöndum gera Alþjóða Ólympíureyfingin og mótshaldarar í Japan sér vonir um að leikarnir geti farið fram.  Ljóst er að …

Styrkir og samningar

Samningur við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði í nóvember 2018 samninga við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) og Skáksamband Íslands. Samningarnir fólu í sér framlag vegna rekstrar viðkomandi aðila og giltu samningarnir frá 2018-2020.  Fyrirhugað var að skrifa undir nýja samninga vegna komandi ára en í ljósi aðstæðna voru fyrri …

Hilmar Snær Örvarsson íþróttamaður Víkings 2020

Þann 31.desember 2020 var Hilmar Snær Örvarsson útnefndur íþróttamaður Víkings árið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkinga Í frétt Víkinga segir einnig:Óhætt er að segja að keppnistímabilið 2019-2020 hafi verið viðburðaríkt hjá Hilmari Snæ. Fyrir tímabilið var ákveðið að leggja höfuðáherslu á Evrópubikarinn en þó með það að markmiði að taka þátt í nokkrum …

Haukur Gunnarsson útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ

Haukur Gunnarsson frjálsíþróttamaður var í kvöld tuttugasti einstaklingurinn sem er útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti útnefninguna einróma á fundi sínum 10. desember sl. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í beinni útsendingu RÚV þar sem úrslit úr kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2020 voru tilkynnt. Haukur Gunnarsson fæddist 20. október árið 1966. Hann hneigðist …

Frá sjónarhorni iðkenda á Covid tímum

Systurnar Hulda, Sigríður og María Sigurjónsdætur hafa vakið mikla athygli fyrir mikla þrautseigju og dugnað á þessum síðustu mánuðum.  Hulda segir hér frá upplifun þeirra systra á Covid tímum.   „ Í mars og apríl talaði Kári Jónsson við okkur Siggu og sagði að nú yrðum við að vera duglegar að æfa og hvetja hvora …

Líflegt um að litast á Hvatisport.is

Dagana 15. nóvember til 15. desember stóð ÍF að Kynningarmánuði hér inni á www.hvatisport.is Illu heilli varð að fresta Paralympic-deginum þetta árið vegna heimsfaraldurs COVID-19 en síðustu fimm ár á undan hefur Paralympic-dagurinn verið stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttalífi fatlaðra og hefur hann farið fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Paralympic-dagurinn 2020 varð því að …

Staða og geta íþróttafólks

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá snúast afreksíþróttir um að ná árangri, jafnvel afreks árangri. Það er oft deilt um það hvaða viðmiðanir á að nota til að ákveða hvort íþróttafólk sé á afreksstigi eða ekki. En flestir eru sammála um að minnsta kosti tvennt: Að íþróttamaðurinn æfi og leggi þann metnað í …

Næring íþróttafólks með fatlanir – Birna Varðardóttir

Markmið okkar sem störfum á sviði íþróttanæringar er alltaf að styðja sem best við heilsu og árangur einstaklingsins. Eitt af því sem hjálpar okkur að ná því markmiði eru niðurstöður rannsókna á íþróttafólki. Þær rannsóknir ganga ýmist út á að meta næringarástand og þarfir íþróttafólks eða svörun þeirra við ákveðnum íhlutunum eða tilraunum. Þar að …

Jólakveðja Hvata og félaga

Hvata-fólk óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og heilbrigðis og hamingju á komandi ári. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hversu skrítið 2020 hefur verið, til dæmis færðist Hvati á netið sem neyðarúrræði en dafnar vel þar og hefur verið vel tekið, það er ágætis áminning um að í öllum breytingum felast …

Heyr mína bæn í nýrri útsetningu Más Gunnarssonar

Hvatisport.is ræddi við sund- og tónlistarmanninn Má Gunnarsson á dögunum en nýverið gaf hann út lagið „Heyr mína bæn“ í nýrri og rokkaðri útsetningu. „Þetta verkefni og lagið „Barn“ eru verkefni sem maður getur sinnt þegar ekki er hægt að vera í sundlauginni,“ sagði Már og viðurkenndi að það getur verið erfitt að reyna að …

Verðlaunin hvatning til áframhaldandi góðra verka

Ösp hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍÖryrkjabandalag Íslands veitti Hvatningarverðlaun ÖBÍ í fjórtánda sinn þetta árið. Verðlaunin voru afhent á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember. Verndari verðlaunanna hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur afhendinguna. Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur …

Ákvörðun sem skilaði úrslitasundi á EM


Guðfinnur Vilhelm Karlsson afrekssundmaður „Ég er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur og get því alveg hlegið af nokkrum Hafnarfjarðarbröndurum,“ sagði afrekssundmaðurinn Guðfinnur Vilhelm Karlsson þegar Hvatisport.is tók hús á honum á dögunum. Guðfinnur hefur farið fremur óvanalega leið á afreksferli sínum en hann hafði æft sund um árabil áður en hann tók ákvörðun sem átti eftir …

Alþjóðavetrarleikar Special Olympics færast fram til 2022

Leikarnir  sem fara áttu upphaflega fram í Svíþjóð árið 2021 munu fara fram í Kazan, Rússlandi 22. – 28. Janúar 2022.  Svíar höfðu lagt mikinn undirbúning í verkefnið en urðu því miður að hætta við framkvæmd. Helsta ástæða var forsendubrestur en ekki tókst að tryggja fjárhagslegan stuðning við verkefnið. Sú ákvörðun Svia að hætta við …

Hvar eru þau nú? — Baldur Ævar Baldursson

Frjálsíþróttamaðurinn Baldur Ævar Baldursson situr ekki auðum höndum þó ferillinn í afreksíþróttum sé að baki. Baldur sem verður 40 ára gamall á næsta ári er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og lagði því á sig umtalsverð ferðalög á afreksferli sínum til að stunda æfingar og keppni. „Ég er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði og bý …

Hreyfing og draumar rauði þráðurinn


Ólympíukvöld fatlaðra leiddu einstakar sögur í ljósNýverið lauk sýningum á Ólympíukvöldum fatlaðra hjá RÚV. Um var að ræða fimm þætti sem fóru í máli og myndum yfir þátttöku Íslands á Paralympics allt frá árinu 1980 til ársins 2016. Fjöldi viðmælenda og magnað myndefni gerðu þáttaseríuna einstaka. Hvatisport.is tók hús á Hilmari Björnssyni sem er yfirmaður …

Ólympíukvöld fatlaðra á RÚV

Um miðjan desembermánuð lauk sýningum á Ólympíukvöldum fatlaðra hjá RÚV. Voru þættirnir á dagskrá fimm sunnudaga í röð og eru nú allir aðgengilegir í sarpinum hjá ruv.is Þættirnir fjölluðu í máli og myndum um sögu Paralympics (Ólympíumót fatlaðra) og þátttöku Íslands í verkefnunum frá árinu 1980. Fjöldi gesta lagði leið sína í sjónvarpssal en þáttunum …

Alþjóðasumarleikar SO í Berlín

Alþjóðasumarleikar Special Olympics verða haldnir í Berlín dagana 17 – 24 júní 2023.  Eins og venja er verða haldnir undirbúningsleikar eða Pre Games  ári áður eða í júni 2022.   Íþróttasamband fatlaðra sem er umsjónaraðili starfs Special Olympics á Íslandi hefur sent yfir 500 keppendur á leika Special Olympics þar sem keppt er í fjölmörgum …

Áframhaldandi samstarf milli Arion banka og ÍF

Arion banki og Íþróttasamband fatlaðra undirrituðu nýverið áframhaldandi styrktarsamning til næstu fjögurra ára. Arion banki og fyrirrennarar hans hafa stutt við bakið á sambandinu síðan 1979 eða allt frá stofnun Íþróttasambands fatlaðra. Það voru Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, sem undirrituðu samninginn.

Bergrún og Hilmar íþróttafólk ársins 2020 – Guðbjörg og Ludvig hlutu Hvataverðlaunin

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Íþróttakona ársins 2020:Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsar …

Ávarp formanns — Hvati 2.tbl 2020

Ágæti lesandi Í þessu öðru tölublaði ársins 2020 er fjallað um starfsemi ÍF og aðildarfélaga þess í skugga Covid-19 veirunnar og áhrifa hennar á allt íþróttastarf. Ljóst má vera að frá fyrsta degi sem veirunnar varð vart á Íslandi þurfti forysta ÍF að horfa inn á við, hugsa um öryggi og velferð allra iðkenda, endurskoða …

Sviðstjóri íþrótta-og heilsueflingar við leikskólann Glaðheimar Bolungarvík.

 Frá árinu 2015 hafði leikskólastjórann, Ragnheiður I. Ragnarsdóttir, dreymt um að geta ráðið mig, Karitas S. Ingimarsdóttir í fullt starf sem íþróttafræðing við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík. Að koma á nýrri stöðu innan vinnustaðar krefst jú meiri peninga og þar stoppaði draumurinn. Til að byrja með var hægt að koma á samstarfi milli deilda svo …

Hverjir komast til Tokyo?
 – Verkefni ársins 2021 hjá íslensku afreksfólki


Paralympics í Tokyo 2020 var frestað snemma árs til ágústmánaðar 2021 sökum heimsfaraldurs COVID-19. Afreksíþróttafólk um heim allan hefur ekki farið varhluta af þeim röskunum sem faraldurinn hefur haft í för með sér og enn ríkir umtalsverð óvissa um verkefnastöðu ársins 2021. Það hyllir undir almenna bólusetningu víðast hvar og standa því vonir til að …

Læknar samfélagsins – Hvataverðlaunin

Hvataverðlaun ÍF verða afhent í áttunda sinn þann 15. desember 2020. Að þessu sinni hlýtur Ludvig Árni Guðmundsson viðurkenninguna ásamt dóttur sinni Guðbjörgu, en hún féll frá þann 7. ágúst á þessu ári og mun fjölskylda hennar veita verðlaununum móttöku. Það er ekki ofsögum sagt að þau feðginin eru ágætlega að viðurkenningunni komin enda hafa …

Bergrún og Hilmar íþróttafólk ársins 2020
 — Guðbjörg og Ludvig hlutu Hvataverðlaun ÍF

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við …

Íþróttafólk ársins valið í dag!

Í dag fer fram val á íþróttafólki ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fyrir árið 2020. Í ljósi aðstæðna verður hófið ekki á Radisson Blu Hótel Sögu líkt og fyrri ár heldur fer hófið fram í fundarsölum ÍSÍ í Laugardal. Þrátt fyrir gríðarmargar áskoranir þetta árið tókst afreksfólki úr röðum fatlaðra engu að síður að koma við …

Íþróttafélagið Eik

Íþróttafélagið Eik var stofnað á Akureyri árið 1978. Markmið félagsins er að gera andlega og/eða líkamlega fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir til æfingar og keppni auk þess að gefa þeim tækifæri til að kynnast nýju fólki og mynda vinatengsl. Eins og staðan er í dag býður Eik upp á æfingar í boccia og frjálsum …

Greinar í boði á Paralympics

Paralympics er stærsta afreksíþróttamót fatlaðra og fara leikarnir fram fjórða hvert ár. Síðast fóru Paralympics fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Afreksfólk frá Íslandi hefur tekið þátt í leikunum allt frá árinu 1980 og unnið þar til samtals 98 verðlauna.  Paralympics fara nú í dag ávallt fram í sömu borg og við sömu aðstæður …

Frelsi á sjó

Geir Sverrisson er fyrrum afreksmaður í frjálsum íþróttum og sundi og margfaldur verðlaunahafi á Paralympics. Hann er enn afar virkur í sinni heilsurækt og núverandi stjórnarmeðlimur hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hér að neðan má sjá snarpa kynningu frá Geir á vatnaíþróttum sem líka er hægt að stunda í snjó:  Eftir að hafa lokið afreksíþróttaiðkun hef ég …

Hlaðvarp HÍ: Special Olympics

Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfunHlaðvörp þriðja árs nema við HÍ Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil átt öflugt og gott samstarf við skólasamfélagið. Í kynningarmánuði ÍF #AframVeginn hafa þriðja árs nemar við íþróttafræðideild Háskóla Íslands sett saman röð af hlaðvörpum um íþróttir fatlaðra, Paralympics, Special Olympics og sérstaka kynningu á Íþróttasambandi fatlaðra.  Hlaðvörpin eru …

Úr nægu að velja!

UM FÉLAGIÐÍþróttafélag fatlaðra í Reykjavík var stofnað 30. maí 1974. Félagið var það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Markmið félagsins er að gera fötluðu fólki kleift að stunda íþróttir til æfingar og keppni. Félagið var einn af stofnaðilum Íþróttasambands fatlaðra árið 1979 og er stærsta aðildarfélag þess. Árið 1990 tók félagið í notkun eigið íþróttahús að Hátúni …

Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun

Hlaðvörp þriðja árs nema við HÍ Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil átt öflugt og gott samstarf við skólasamfélagið. Í kynningarmánuði ÍF #AframVeginn hafa þriðja árs nemar við íþróttafræðideild Háskóla Íslands sett saman röð af hlaðvörpum um íþróttir fatlaðra, Paralympics, Special Olympics og sérstaka kynningu á Íþróttasambandi fatlaðra.  Hlaðvörpin eru liður í námskeiðinu „Íþróttakennsla í margbreytilegum …

Allir í frjálsar!

Frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir gefur aldrei neitt eftir. Hulda er ekki þekkt fyrir annað en að halda #ÁframVeginn en hún hefur verið fulltrúi Íslands um víðan heim á stórmótum á borð við HM í frjálsum í Dubai og á Global Games í Brisbane.

Sund og Boccia í Hafnarfirði

Íþróttafélagið Fjörður er íþróttafélag fatlaðra í Hafnarfirði. Íþróttafélagið var stofnað 1. júní 1992 og sinnir þörfum þeirra sem eru andlega og/eða líkamlega fatlaðir. Innan raða Fjarðar er lagt stund á sund og boccia. Sundinu er skipt í þrjá hópa eftir getustigi, Sílahóp, Höfrungahóp og Hákarlahóp. Boðið upp á að æfa þrisvar til sjö sinnum í viku …

35 ár í sumarskapi

Íþróttasamband fatlaðra hefur staðið að sumarbúðum á Laugarvatni frá 1986 og fagna því búðirnar 35 ára afmæli á næsta ári. Öll þessi ár hafa sumarbúðirnar notið mikilla vinsælda.  Dagskrá sumarbúðanna er bæði fjölbreytt og skemmtileg enda býður Laugarvatn upp á mikinn fjölbreytileika. Mikilvægast af öllu er þó samvera sumarbúðagesta, enda hafa margir eignast þar ævilanga …

Skjótasti ferðamátinn?

Hilmar æfir skíði með skíðadeild Víkings en hann keppir í alpagreinum þar sem svig og stórsvig eru hans sterkustu greinar.Í myndbandinu hér að neðan sjáum við m.a. hvernig skíðastafir virkar fyrir skíðamenn sem skíða aðeins á öðrum fæti. Áhugasamir um skíðaiðkun geta t.d. kynnt sér starfsemi skíðadeildar Víkings nánar hér:https://vikingur.is/skidi

Með á öllum Íslandsmótum frá upphafi

Íþróttafélagið Akur var stofnað 7. desember 1974 og hét þá Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri.  Félagið varð því  45 ára í desember síðastliðnum og var haldið upp á tímamótin bæði með íþróttaviðburðum og kynningu á starfi félagsins. Akur starfar á Akureyri en það er Jón Heiðar Jónsson formaður félagsins sem fer hér fyrir kynningu á félaginu …

Hlaðvarp HÍ: Kynning á ÍF

Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun Hlaðvörp þriðja árs nema við HÍ Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil átt öflugt og gott samstarf við skólasamfélagið. Í kynningarmánuði ÍF #AframVeginn hafa þriðja árs nemar við íþróttafræðideild Háskóla Íslands sett saman röð af hlaðvörpum um íþróttir fatlaðra, Paralympics, Special Olympics og sérstaka kynningu á Íþróttasambandi fatlaðra.  Hlaðvörpin …

Börnin okkar og íþróttir

Við sem foreldrar eru líklegast oft ansi skökk á færni barna okkar og mótlætaþol þeirra. Ég er farinn að halda að fjöldi barna eða fagþekking geri mann ekkert endilega minna skakkan. Ég er orðinn fimm barna faðir og sem sálfræðingur vanur vinnu með börnum og afreksíþróttafólki.  Ég er alveg rammskakkur á færni barna minna og …

Fátt ef nokkuð annað verkefni eins gefandi í starfi
 — Hans Steinar Bjarnason skrifar um vinnu sína við Paralympics 2016

Paralympics 2016 fóru fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. RÚV fjallaði ítarlega um mótið þar sem íþróttafréttamaðurinn Hans Steinar Bjarnason og upptökumaðurinn Óskar Nikulásson lögðu land undir fót til þess að fylgja íslenska hópnum eftir. Hún var fögur sjónin að að koma inn til lendingar í Ríó, höfuðborg Brasilíu, við sólarupprás að morgni 5. …

Frábær árangur með YAP í Urriðaholtsskóla í Garðabæ

 Það er virkilega gaman frá því að segja að eftir aðeins nokkurra vikna YAP-æfingakennslu á yngstu svæðum leikskólans, sést merkjanlegur munur á styrk, jafnvægi, samhæfingu og öryggi barnanna  😊  Við höfum verið að þróa og aðlaga YAP-stundirnar að aðstöðu okkar, aldri barnanna og grófhreyfiþroska þeirra. Niðurstaðan er einföldun YAP-brautarinnar, fjórar stöðvar í hring. Þannig er …

Keiluæfingar hjá Íþróttafélaginu Ösp

Keila er skemmtileg fyrir alla óháð fötlun þó misjafn er hver geta hvers og eins sér. Iðkendur eru á misjöfnum forsendum í keilu, sumir eru fyrst og fremst fyrir skemmtilegan félagsskap á meðan aðrir eru miklir keppnismenn og í raun allt þar á milli.  Keiluæfingar Asparinnar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll á þriðjudögum og eru …

Fimleikar hjá Ösp og Gerplu

Í dag eru í boði áhaldafimleikar og nútímafimleikar fyrir fatlaða. Tvö félög á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á fimleika en það eru Íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi sem býður upp á áhaldafimleika og Íþróttafélagið Ösp sem býður upp á nútímafimleika. Gerpla er með framhaldshóp í gangi sem æfir fyrir keppni og svo grunnhópa sem ganga út á …

Hlaðvörp þriðja árs nema við HÍ

Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfunHlaðvörp þriðja árs nema við HÍ Íþróttasamband fatlaðra hefur um árabil átt öflugt og gott samstarf við skólasamfélagið. Í kynningarmánuði ÍF #AframVeginn hafa þriðja árs nemar við íþróttafræðideild Háskóla Íslands sett saman röð af hlaðvörpum um íþróttir fatlaðra, Paralympics, Special Olympics og sérstaka kynningu á Íþróttasambandi fatlaðra.  Hlaðvörpin eru …

Íþróttafélagið Nes er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

 Íþróttafélagið býður upp á íþróttir fyrir einstaklinga á öllum aldri. Þær íþróttir sem eru í boði fyrir yngri iðkendur (13 ára og yngri) er sund en eftir áramót stefnum við að bjóða einnig upp á knattspyrnu fyrir þennan hóp barna. Þær íþróttir sem eru í boði fyrir eldri iðkendur (13 ára og eldri) eru sund, …

Reynsla og sérþekking
— Aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra

Íþróttasamband fatlaðra er eitt af sérsamböndum ÍSÍ. Sérstaða ÍF miðað við önnur sérsambönd er sú, að ÍF hefur ekki aðeins með eina ákveðna íþróttagrein að gera heldur er ÍF fjölgreinasamband. ÍF er æðsti aðili um íþróttir fatlaðra og aðildarfélög sambandsins starfa hringinn í kringum landið.  ÍF var stofnað árið 1979 en tvö af aðildarfélögum sambandsins …

Möguleikarnir eru endalausir!

https://www.youtube.com/watch?v=fOR7Vc7DGyk Arnar Helgi Lárusson varð fyrstur Íslendinga til að taka verðlaun í hjólastólakappakstri (e. Wheelchair racing) á stórmóti fyrir Íslands hönd. Það gerði hann á EM 2014 í Swansea en í dag eru það handahjólreiðar sem eiga hug hans allan. Hvatisport.is fékk Arnar til þess að kynna báðar greinar og þá einkum og sér í lagi búnaðinn …

NPC Iceland fulltrúi Íslands á afreksvettvangi erlendis

Í lögum Íþróttasambands fatlaðra segir m.a. „Íþróttasamband fatlaðra ( skammstafað ÍF ) er æðsti aðili um íþróttir fatlaðra innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ)“ og að sambandið eigi að „vinna að eflingu íþróttastarfsemi fatlaðra og koma fram erlendis í því sambandi“. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) er aðili að Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra, International Paralympic Committte (IPC). Þannig …

Special Olympics samtökin, SOI – voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968

Markmið var að bjóða upp á íþróttaþjálfun og keppni fyrir fólk með þroskahömlun.  Í dag eru iðkendur SOI yfir 5 milljónir. Auk hefðbundins starfs er meginmarkmið SOI i dag að stuðla að æfingum og keppni blandaðra liða fatlaðra og ófatlaðra í gegnum „Unified“ alþjóðaverkefnið. Samtökin hafa verið sterk út á við á alþjóðavettvangi þar sem …

Unified badminton hjá Ívari á Ísafirði

Íþróttafélagið Ívar er staðsett á Ísafirði og býður upp á íþróttir á norðanverðum Vestfjörðum. Nýjasta íþróttin sem Ívar býður uppá er Unified badminton. Í dag eru 6-8 iðkendur að æfa greinina hjá félaginu. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Ísafirði og í Bolungarvík og eru einu sinni til tvisvar í viku.  Deildin er sú eina …

Hinir fjölmörgu hattar ÍF

Íþróttasamband fatlaðra var stofnað árið 1979 og fagnaði því 40 ára afmæli sínu á síðasta ári. Á rúmum fjórum áratugum hefur margt vatn runnið til sjávar og markmið og hlutverk sambandsins hafa tekið ýmsum breytingum í áranna rás. Í dag skiptist starfsemi ÍF aðallega í þrjá hluta en sá fyrsti er starfsemi ÍF innanlands er …

Aldarfjórðungur og hvergi nærri hætt

Samstarf Össurar og Íþróttasambands fatlaðra á sér 25 ára farsæla sögu sem styrkist með hverju ári.  Nýverið var gengið frá áframhaldandi samstarfssamningi til næstu fjögurra ára og eru spennandi tímar framundan. Helgi Sveinsson spjótkastari stefnir ótrauður á Ólympíumót fatlaðra í Tokyo sem allir vona að fari fram á næsta ári og Hilmar Snær Örvarsson skíðakappi …

Sundleikjadagur IDEAL kominn til að vera!

IDEAL project er evrópskt verkefni sem byggir í grunninn á því að auka hreyfingu einstaklinga með þroskahömlun. Hlutverk Íslands í þessu verkefni var sundíþróttin og að auka hreyfingu barna með þroskahömlun í gegnum sundíþróttina. Hér á landi var settur af stað sundviðburður þar sem börnum á grunnskólaaldri var boðið að mæta í eitt skipti í …

Áfram Veginn! Kynningarmánuður ÍF

Sökum aðstæðna útaf COVID-19 er ljóst að ekki verður unnt að halda Paralympic-daginn í Laugardalshöll eins og til stóð þetta árið. Þess í stað mun Íþróttasamband fatlaðra gangsetja kynningarmánuð á www.hvatisport.is

Metnaðarfull þáttaröð RÚV um Ólympíumót fatlaðra

Sunnudaginn 15. nóvember næstkomandi hefur RÚV sýningar á þáttaröðinni Ólympíukvöld fatlaðra. Um er að ræða fimm þætti þar sem stiklað er á stóru í sögu Ólympíumóta fatlaðra (e. Paralympics) og þátttöku Íslands í þessu stærsta afreksmóti fatlaðra.Fjöldi góðra gesta tekur þátt en Ólympíukvöld fatlaðra eru í stjórn íþróttafréttamannsins Hauks Harðarsonar. Íþróttasamband fatlaðra hvetur alla til …

ÍSÍ hvetur til hreysti

Sumir hlutir fást ekki keyptir úti í búð, ekki einu sinni í nýjustu vefverslunum. Þar á meðal eru hreysti og heilsa. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á …

Íþróttafélagið Ægir að nýta Covid tímann til hugmyndavinnu þjálfara

Íþróttafélagið Ægir hefur unnið að því að finna leiðir til að auka fjölbreytni æfinga og efla samstarf þjálfara. Sylvía Guðmundsdóttir formaður Ægis sagði að þjálfarar væru að nýta tíma sem þeir hefðu heima, út af Covid 19 til að vinna hugmyndavinnu og leita leiða til að efla fjölbreytni æfinga. Ástæða þess að farið var í …

HM í skíðaíþróttum í Lillehammer 2021

Heimsmeistaramót fatlaðra í skíðaíþróttum fer fram í Lillehammer í Noregi dagana 7.-20. febrúar næstkomandi. Að svo búnu er mótið enn á dagskrá bæði IPC og mótshaldara í Noregi og mun endanleg ákvörðun um hvort af mótinu verði eða ekki liggja fyrir að minnsta kosti 30 dögum fyrir mót. Hilmar Snær Örvarsson sigurvegari Evrópumótaraðar IPC í …

Már á meðal framúrskarandi ungra Íslendinga

Sund- og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson var nýverið valinn í topp tíu manna hóp ungra og framúrskarandi Íslendinga. Verðlaunin eru veitt af JCI á Íslandi og hafa þau verið afhent frá árinu 2002. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og til ungs fólks …

Global Games 2023 í Vichy í Frakklandi

Næstu Global Games fara fram í Vichy í Frakklandið árið 2023 en Global Games eru heimsleikar þroskahamlaðra á vegum Virtus Sport sem áður bar nafnið INAS-Fid. Síðustu leikar fóru fram í Brisbane í Ástralíu með miklum ágætum þar sem Ísland átti fjóra vaska fulltrúa en þeir voru Jón Margeir Sverrisson fyrsti keppandi Íslands á Global …

Hrós dagsins

Hrós dagsins fá Urriðaholtsskóli og leikskólinn Jötunheimar Selfossi fyrir áherslu á markvissa hreyfiþjálfun Urriðaholtsskóli hefur sýnt mikinn áhuga á innleiðingu YAP verkefnisins sem byggir á markvissri hreyfiþjálfun barna með frávik en hentar fyrir öll börn. Í Urriðaholtsskóla hefur YAP verkefnið verið aðlagað hreyfiþjálfun sem fyrir var en mikill áhugi er hjá stjórnendum að nýta verkfærakistu YAP verkefnisins. Í …

Rising Phoenix – Stórbrotin heimildarmynd um Paralympics

Tokyo2020 – Ólympíumót fatlaðra eða Paralympics, átti að hefjast með setningu leikanna í gær, en vegna Covid-19 var þeim frestað til næsta sumars eins og Ólympíuleikunum. Löng hefð er fyrir því að Paralympics séu haldnir í beinu framhaldi af Olympics eða Ólympíuleikum eins og við nefnum leikanna á íslensku. Um er að ræða 45 daga …

Rising Phoenix er komin á Netflix

Heimildarmyndin Rising Phoenix er komin í sýningar á Netflix en eins og áður hefur komið fram gerir myndin skil á sögu Paralympics sem er stærsta afreksmót fatlaðra íþróttamanna. Leikstjórar myndarinnar eru Ian Bonhote og Peter Ettedgui en í myndinni einblína þeir á hvað gerir íþróttafólk sérstakt, vinnusiðferði þeirra og ákveðni. Á meðal viðmælenda í myndinni …

Eitt ár í Paralympics í Tokyo

Í dag er eitt ár þangað til Paralympics í Tokyo í Japan fara fram en leikarnir eru dagsettir 24. ágúst til 5. september 2021. Eins og flestum er kunnugt varð að fresta leikunum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Sökum frestunar leikanna hefur IPC m.a. sett í notkun myllumerkið #WaitForTheGreats sem er vísun í að sökum frestunar muni afreksíþróttafólkið og …

Bergrún Ósk bætti Íslandsmetið í langstökki

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR bætti um helgina Íslandsmetið í langstökki í flokki T37 þegar hún stökk 4,30 metra. Fyrra metið átti Matthyldur Ylfa Þorsteinsdóttir. Bergrún sem keppti á Origo móti FH um helgina náði metinu í þriðja stökki en stökksería hennar um helgina var eftirfarandi:X – 4,26/+1,0 – 4,30/+1,1 – 4,15/+0,0 – X …

Stórt skarð höggvið í hóp liðsmanna

Við fráfall Guðbjargar Kristínar Ludvigsdóttur er stórt skarð höggvið í hóp liðsmanna Íþróttasambands fatlaðra. Fyrir rúmum áratug gekk Guðbjörg til liðs við sambandið og tók sér stöðu við hlið föður síns í lækna- og fagráði ÍF þar sem hún af einskærri röggsemi og næmni sinnti “flokkunarmálum” og öðrum störfum sem fulltrúi læknateymis sinnir. Þetta gerði …

Rising Phoenix: Einstök saga Paralympics

Frá rústum síðari heimstyrjaldar í þriðja stærsta íþróttaviðburð á jörðinni. Rising Phoenix er heimildarmynd um sögu Ólympíumóts fatlaðra (e. Paralympics). Myndin í heild sinni verður aðgengileg á Netflix þann 26. ágúst næstkomandi. Paralympics lögðu grunninn að hreyfingu á heimsvísu sem stöðugt breytir þankagangi almennings um fatlanir, fjölbreytni og mannlega möguleika. Hér að neðan er hægt …

EM í sundi 16.-22. maí 2021

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Madeira í Portúgal dagana 16.-22. maí 2021. Mótið sem upphaflega átti að fara fram dagana 17.-23. maí á þessu ári var frestað sökum COVID-19 faraldursins sem enn geysar.  Evrópumeistarmótið verður í sameiginlegu skipulagi við Sundsamband Portúgals, Sundsambands Madeira og borgarstjórnarinnar í Funchal, Madeira.  Búist er við ríflega 500 …

Átta Íslandsmet í Laugardalnum

Íslandsmeistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug helgina 17-19. júlí síðastliðinn. Mótið er samstarfsverkefni Sundsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra.  Mótið var með örlítið breyttu sniði en vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar var ákveðið að synda allar greinar í beinum úrslitum í stað undanrása og úrslita eins og hefur tíðkast síðastliðin ár á þessu móti. Um …

Þokast í rétta átt
 — Verkefni ÍF innanlands

Nú þokast verkefni Íþróttasambands fatlaðra og annarra í rétta átt. Þegar þetta er skrifað ríkir enn veruleg óvissa vegna COVID19 en sökum útbreiðslu veirunnar þurfti ÍF eins og aðrir að fresta eða fella niður fjölmörg verkefni. Nú hinsvegar er að rofa til og þegar nokkur verkefni komin á dagskrá og ljóst að í júlíbyrjun verður …

Haukur og Michel slá ekki slöku við
 — Öflugir hlaupafélagar

Frjálsíþróttamennirnir Haukur Gunnarsson og Michel Masselter eru í hörku formi þessi dægrin og hafa verið duglegir að halda sér við þrátt fyrir takmarkanir vegna COVID19. Á dögunum tóku þeir sig til og hlupu saman 10 kílómetra. Haukur er enn að æfa og er nú að æfa með frjálsíþróttadeild Ármanns en Michel æfir með Íþróttafélagi fatlaðra …

Paralympics frestað til 24. ágúst 2021

Ólympíuleikunum og Paralympics sem fara áttu fram í Tokyo í sumar var frestað til ársins 2021 vegna COVID19 faraldursins. Þegar ljóst var í hvað stefndi kom sú ákvörðun ekki á óvart en Alþjóðaólympíuhreyfingin beið þó nokkuð lengi með niðurstöðuna. Er þetta því í fyrsta sinn á friðartímum sem Ólympíuleikum og Paralympics er slegið á frest. …

Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð í vetur fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar varð sigurvegari í heildarstigakeppni á Evrópumótaröðunni með gull í svigi og silfur í stórsvigi á lokamóti Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Zagreb í Króatíu í febrúarmánuði. Sannarlega magnaður árangur hjá Hilmari sem …

Óvenjulegir tímar í afreksmálum – 2020 frestað!

Yfirmenn landsliðsmála Íþróttasambands fatlaðra fóru yfir stöðu afreksmála með sínu afreksfólki á dögunum og tóku stöðuna á hverjum og einum. Hópurinn hittist í Laugardalnum ásamt sálfræðingi og læknum hópsins til að skerpa á markmiðum sínum. Í stuttu máli má segja að 2020 hafi verið frestað, eða öllu heldur öllum alþjóðamótum sem að öllu óbreyttu hefðu verið á …

Það er þörf á nýrri hugsun 

Hjálpartæki til að fylgja eftir mikilvægri endurhæfingu, ekki talið nauðsynlegt og styrkbeiðni hafnað.  Íþróttasamband fatlaðra fagnar þeirri áherslu sem landslæknisembættið, ríki, sveitarfélög og stofnanir hafa sett á heilsueflandi samfélag og gildi hreyfingar. Fyrir fólk með hreyfihömlun er öll þjálfun gífurlega mikilvæg og því mætti ætla að „kerfið“ hvetji til sjálfsbjargarviðleitnis og styðji þá einstaklinga sem vilja komast um …

Afreksíþróttir á sérstökum tímum

Afreksíþróttir á sérstökum tímu Núverandi aðstæður á heimsvísu hafa mikil áhrif á allt íþróttastarf. Mikil óvissa hefur ríkt undanfarna mánuði og vikur og óvíst er um þróun mála næstu mánuði þó að allt stefni í rétta átt, a.m.k. á Íslandi. Nú þegar þátttaka í alþjóðlegum mótum er í lágmarki eru tækifæri fyrir sérsambönd að nýta …

Hvar eru þau í dag?
Jóhann Rúnar Kristjánsson

Engu líkt að upplifa sigur, ná árangri og bætinguHreyfing er lífsins nauðsyn!  Borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er margfaldur Íslandsmeistari fatlaðra í borðtennis og fyrrum fulltrúi Íslands á Paralympics. Hvati tók hús á „Jóa borðtennis“ eins og hann hefur löngum verið kallaður en Jói sem búsettur er í Reykjanesbæ hefur nóg fyrir stafni þessi dægrin: Ég …

Frábært starf hjá Bergrúnu Stefánsdóttur íþróttafræðingi við heilsuleikskólann KÓR

Nú eru liðin 4 ár frá því ÍF hóf innleiðingu YAP (Young Athlete Project)  á Íslandi. Verkefnið var unnið í samstarfi Special Olympics Int. og háskóla í Boston og allt efni er ókeypis og aðgengilegt. Settur er fókus á markvissa hreyfiþjálfun barna, sérstaklega þar sem skert hreyfifærni er til staðar. Snemmtæk íhlutun er þar gífurlega …

„Ég hef verið svo heppinn að hafa einn besta skíðagönguþjálfara landsins með mér í þessu“

Kristinn Vagnsson hefur verið að æfa og keppa á gönguskíðum og notar hjólaskíði til að halda sér í formi á sumrin. Hann situr í sérhönnuðum stól frá fyrirtækinu Spokes´s n Motion en eigandi er Paul Speight sem hefur verið sérlegur bakhjarl ÍF og aðstoðað með kaup á sérhönnuðum útivistarbúnaði. Kristinn var spurður hvernig hefði gengið …

Ávarp formanns

Ágæti lesandi! Nú á tímum COVID-19 er búið að fresta Paralympics, Tokyo2020, um heilt ár. Allar áætlanir ÍF vegna undirbúnings leikanna hafa raskast. Hætta varð við þátttöku í nokkrum erlendum mótum sem búið var að fjármagna að hluta eða öllu leyti. Misjafnlega hefur gengið að endurheimta fjármuni sem búið var að leggja út fyrir vegna …

Youth summit – Östersund Svíþjóð

Floorball vonandi kynntur bráðlega á Íslandi Þann 31. janúar héldum við þrír vestfirðingar af stað á Youth summit ráðstefnu í Svíþjóð. Þetta voru félagarnir Ómar Karvel Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónasson og þjálfarinn Jónas L. Sigursteinsson. Við vissum mjög lítið hvað við vorum að fara út í þrátt fyrir að vera búnir að hitta Jenni Hakkinen …

„Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti

Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í janúar 2020 þar sem Actavis mót Hauka fór fram. Þar var mætt nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics. Æfingar hafa verið undir stjórn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur og þarna er á ferð sannkallaður ,,HAMINGJUHÓPUR“  eins og ein móðirin orðaði það. …

Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson landaði draumakastinu á Ítalíu í maímánuði 2017. Þá kastaði Helgi spjótinu 59,77 metra sem var staðfest heimsmet í hans flokki, F42. Skömmu síðar varð nafnabreyting á keppnisflokki Helga þar sem F42 varð að F63 og stendur metið enn í dag í flokki F63.  Metið féll á opna ítalska meistaramótinu sem fram fór …

Forseti IPC ánægður með íþróttaumhverfið á Íslandi

Parsons: „Fann hér hve íþróttir skipta samfélagið miklu máli”  Andrew Parsons forseti Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) heimsótti Íþróttasamband fatlaðra í upphafi marsmánaðar. Vera hans hér var liður í heimsóknaferð hans um Norðurlöndin. Til stóð að hann myndi einnig heimsækja Noreg og Svíþjóð en útbreiðsla COVID19 faraldursins heftaði þá för.  Parsons eins og svo margur erlendur …

Hugleiðingar um golf

Hvað er golf? Golf er einstaklingsíþrótt sem að mörgu leyti hentar fötluðum einstaklingum mjög vel þar sem forgjöf jafnar stöðu einstaklinga og geta þeir spilað og keppt á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir getumun. Einnig geta ungir sem aldnir hæglega spilað saman golf sem er ekki raunin í mörgum öðrum íþróttagreinum. Á tímum COVID-19 veirunnar er golf …

Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi

Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins.  Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrknum móttöku á …

Nýr samningur um framþróun sundíþróttarinnar

Íþróttasamband fatlaðra og Sundsamband Íslands undirrituðu í febrúarmánuði samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og með því leitast þannig við að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, segir samninginn mikið fagnaðarefni. „Um árabil hafa fremstu sundmenn úr röðum fatlaðra átt …

Tíu Íslandsmet í Kaplakrika

Ármann Íslandsmeistari í liðakeppninniÍslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum fatlaðra innanhúss fór fram í Kaplakrika í febrúarmánuði. Mótið fór einkar vel fram í sterkri framkvæmd og umgjörð hjá FH. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF þar sem frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR var í feiknaformi og setti fjögur ný met! Ármann varð Íslandsmeistari …

Frábært starf hjá Bergrúnu

Nú eru liðin fjögur ár frá því ÍF hóf innleiðingu YAP (Young Athlete Project)  á Íslandi. Verkefnið var unnið í samstarfi Special Olympics Int. og háskóla í Boston og allt efni er ókeypis og aðgengilegt. Fókusinn er settur á markvissa hreyfiþjálfun barna, sérstaklega þar sem skert hreyfifærni er til staðar. Snemmtæk íhlutun er þar gífurlega …

Góð þátttaka í rafrænum áskorunum ÍF

Allflestir Íslendingar hafa dottið út úr sinni daglegri rútínu eftir að COVID-19 fór að herja á heiminn, þá sérstaklega íþróttafólk sem gat ekki lengur mætt á æfingar þar sem íþróttastarf féll niður með tilkomu samkomubannsins. Eitt er að detta úr rútínu, en að detta úr hreyfingu og félagsskap getur haft enn verri andleg áhrif. Við …

Hver eru tækifærin í mótlæti?

Í erfiðleikum þurfum við hvað mest á beittum verkfærum hugans að halda. Sér í lagi þegar aðstæðurnar eru óræðar og við vitum ekki hvað tekur við. Það er eitt að feta sig varlega upp brekkuna í þykkri þokunni en að hlaupa af fullum krafti inn í myrkrið er annað. Í brekkunni reynast þó oft stærstu …

„Barn“ í flutningi Más og Ivu fékk frábærar viðtökur

Sundmaðurinn Már Gunnarsson hefur getið sér gott orð bæði í sundlauginni og á tónlistarsviðinu og kollegi hans, Iva Marín Adrichem, sömuleiðis en Iva staldraði stutt við í sundlauginni og hefur einbeitt sér meira að tónlistinni síðustu árin.

Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í ársbyrjun þar sem Tanya Jóhannsdóttir átti besta afrek mótsins og hlaut þar með Sjómannabikarinn eftirsótta annað árið í röð! Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir) og hlaut 552 stig fyrir sund sitt í 50 m skriðsundi en stigaútreikningurinn er miðaður við heimsmet greinarinnar í hverjum …

Snemmtæk íhlutun er forvarnarverkefni sem styrkir börn til framtíðar

Kynningardagur YAP (Young Athlete Project) var á Vestfjörðum 19. nóvember 2019. YAP-verkefnið er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics-samtakanna. Markmið er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna þar sem markhópur er börn með sérþarfir eða einhvers konar frávik. Innleiðing YAP á Íslandi hófst 2015 og heilsuleikskólinn Skógarás, Ásbrú hefur verið helsti samstarfsaðili ÍF og gert …

Nýr Stjörnuflokkur hjá DSÍ

Á stjórnarfundi Dansíþróttasambands Íslands þann 23. október síðastliðinn var samþykkt að setja á fót sérstakan keppnis/sýningar flokk fundir heitinu „Stjörnuflokkur“ á mótum DSÍ. Þessi flokkur er fyrir fólk sem t.d. vegna fötlunar hefur ekki átt sömu tækifæri í hefðbundinni danskeppni skv. reglum DSÍ. Keppendur í Stjörnuflokki sem vilja keppa í öðrum flokkum geta eins og …

Kynning á áhugaverðum bæklingi um þroska barnsins

Sex stofnanir frá Íslandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu mynduðu samstarf og settu á fót Bio Trio-verkefnið sem hefur að markmiði að stuðla að góðum samskiptum milli barns með sérþarfir, foreldra og sérfræðinga. Bæklingur var gerður á sex tungumálum þar sem sett eru fram atriði sem aðstoða foreldra við að fylgjast með þroska barnsins og leita …

Ísland sendir í fyrsta skipti fulltrúa á leiðtogaráðstefnu Special Olympics fyrir ungt fólk, Youth Summitt 2020

Youth Summitt er samstarfsvettvangur innan Special Olympics þar sem ungt fólk kemur saman og ræðir hagsmunamál og íþróttastarf. Ísland fékk boð frá Special Olympics í Evrópu um að taka þátt í Youth Summitt 2020 sem fram fer í Svíþjóð og það verða þeir Guðmundur Kristinn Jónasson og Ómar Karvel Guðmundsson frá Bolungarvík sem verða fullrúar …

Ben Stone í handahjólreiðaheimsókn á Íslandi

Þau Arna Sigríður Albertsdóttir og Arnar Helgi Lárusson fengu góða heimsókn á dögunum en þá var á Íslandi Ben Stone sem nýverið lauk doktorsprófi í handahjólreiðum.  Ben var á Íslandi í nóvembermánuði en þá hitti hann Örnu og Arnar ásamt Inga Þór Einarssyni, öðrum af tveimur yfirmönnum landsliðamála Íþróttasambands fatlaðra.Stone var hér m.a. til að …

Paralympics 2020 í Tókýó 
— 25. ágúst – 6. september 2020

Paralympics 2020 fara fram í Tókýó, höfuðborg Japans, í lok ágúst og byrjun septembermánaðar. Íslenskir afreksmenn úr röðum fatlaðra munu því á næstu misserum gera lokaatlögu að því að vinna sér inn þátttökurétt á þessu stærsta móti fatlaðs afreksfólks. Paralympics fara fram fjórða hvert ár strax í kjölfar Ólympíuleikanna en í dag er svo búið …

Heimsmeistaramótin í London og Dúbaí — Már kom heim með brons af HM

Ísland sendi alls níu keppendur á heimsmeistaramótin í sundi og frjálsum þetta árið. Sex keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd á HM í sundi í London þar sem Már Gunnarsson vann til bronsverðlauna. Þrír íslenskir fulltrúar kepptu svo á HM í frjálsum sem fram fór í Dúbaí. Óhætt er að segja að sundmaðurinn Már Gunnarsson, …

Bergrún heimsmeistari ungmenna í langstökki

Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR varð í sumar heimsmeistari ungmenna í langstökki á HM U20 og U17 sem fram fór í Nottwil í Sviss. Bergrún keppir í flokki T/F 37 og stökk 4,12 metra í U20-flokki sem dugði henni til heimsmeistaratitils! Frábær árangur hjá þessari öflugu frjálsíþróttakonu sem síðar fór á HM fullorðinna í …

Ísland sat 30 ára afmælis- og aðalfund IPC í Bonn

Aðalfundur Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) fór fram í Bonn í Þýskalandi í lok októbermánaðar. Fulltrúar Íslands á fundinum voru Þórður Árni Hjaltested, formaður ÍF, og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF. Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa um árabil unnið vel saman á alþjóðavettvangi og á því var engin breyting nú þar sem fulltrúar Norðurlandaþjóðanna komu …

Global Games: INAS verður VIRTUS

Global Games fóru fram í Ástralíu í októbermánuði en mótið er haldið á fjögurra ára fresti af INAS sem eru heimssamtök þroskahamlaðra íþróttamanna. Að þessu sinni sendi Ísland fjóra keppendur til leiks en það voru sundmennirnir Róbert Ísak Jónsson og Þórey Ísafold Magnúsdóttir, Jón Margeir Sverrisson í hjólreiðum og Hulda Sigurjónsdóttir í frjálsum íþróttum. Þjálfarar …

Silfur og brons hjá Hilmari í Hollandi

Skíðavertíðin hófst með látum hjá Hilmari Snæ Örvarssyni í Hollandi þetta árið þegar hann vann til tvennra verðlauna á IPC-mótum sem fram fóru í inniaðstöðunni í Landgraaf. Hilmar var aðeins skráður til leiks í svigkeppnum mótanna.  Ólíkt reglum annarra móta á komandi tímabili voru þrjár ferðir í hverju móti og tíminn í öllum ferðum síðan …

Þjálfarahugleiðingar í borðtennis

Borðtennis fatlaðra skiptist í 2 megin flokka en það er sitjandi og standandi og svo er flokkur þroskahamlaðra. Í sitjandi flokki eru fimm flokkar og í standandi eru flokkarnir einnig fimm.  Í flokki 1 eru þeir spilarar sem eru með mesta skaðann og þeir spilarar sem eru í flokki 5 eru með minnsta skaðann. Sama …

Árlegt minningarmót Harðar Barðdals

Árlegt minningarmót Harðar Barðdal fór fram í Hraunkoti, á æfingasvæði golfklúbbsins Keilis mánudaginn 24. júní 2019. Fólk á öllum aldri mætti til leiks í blíðskaparveðri í Hafnarfirði.  Í flokki fatlaðra sigraði Sigurður Guðmundsson og í flokki ófatlaðra sigraði Hjördís Magnúsdóttir. Framfarabikar GSFÍ hlaut Eyrún Birta Þrastardóttir en Ólafur Ragnarsson tók við bikarnum þar sem hún …

Hvað er „trainer“ ?

Arnar Helgi Lárusson skaut sér inn á sjónarsvið íþrótta fatlaðra sumarið 2014 þegar hann vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í hjólastólakappakstri. Síðustu misseri hefur Arnar Helgi lagt stund á handahjólreiðar en báðar greinar eru svokallaðar búnaðsgreinar, greinar sem íþróttafólk framkvæmir með búnaði á borð við kappaksturshjólastóla og handahjól. Eins og gefur …

Styrkir og samningar

Íslensk getspá og ÍF varða leiðina til TókýóÍþróttasamband fatlaðra og Íslensk getspá hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem gildir út árið 2020. Þannig verður áframhald á áralöngu og öflugu samstarfi sambandsins við Íslenska getspá. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, sagði við þetta tilefni að einkar mikilvægt væri fyrir íþróttahreyfinguna að halda fram veginn …

Ólafur veitti gullmerki ÍSÍ viðtöku

Í tengslum við 40 ára afmæli Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) var ákveðið að sæma tvo starfsmenn ÍF Gullmerki ÍSÍ, þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Ólaf Magnússon. Bæði eiga þau yfir þrjátíu ára starf að baki í þágu íþrótta fatlaðra. Anna Karólína fékk merkið sitt afhent í afmælishófi ÍF í maí sl. en þá var Ólafur fjarstaddur. …

Glæsilegt Íslandsmót í boccia-einstaklingskeppni

Glæsilegt Íslandsmót í boccia-einstaklingskeppni fór fram á Ísafirði helgina 4.-6. október 2020. Það var Harpa Bjornsdóttir, formaður aðildarfélags ÍF, Ívars á Ísafirði og nágrenni, sem leiddi undirbúning Íslandsmóts ÍF í samstarfi við boccianefnd ÍF.  Henni til halds og traust var reynslumikið fólk í mótsnefnd. Alls aðstoðuðu um 100 sjálfboðaliðar við undirbúning og framkvæmd mótsins. Keppni var sýnd …

Íslandsmót ÍF í 25m laug

Már synti þrívegis undir gildandi heimsmeti á ÍM25 Íslandsmót ÍF í sundi í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í nóvembermánuði. Mótið var samkeyrt með Íslandsmóti SSÍ rétt eins og tíðkast hefur síðustu misseri hjá ÍF og SSÍ. Már Gunnarsson var í góðum gír við mótið og synti þrívegis undir gildandi heimsmeti í …

Ný nálgun í íþróttastarfi fatlaðra á Austfjörðum Framtíðarþróun á landsvísu

Undanfarin ár hefur starf aðildarfélaga ÍF á Austfjörðum átt erfitt uppdráttar en þar hafa starfað tvö félög, Örvar á Egilsstöðum og Viljinn á Seyðisfirði. Samkvæmt skráningarkerfi ÍSÍ, FELIX, hefur verið 0 skráning iðkenda með fötlun á Austfjörðum eftir að þessi tvö félög hættu virkri starfsemi. Ef félög skrá ekki einstaklinga í kerfi FELIX sem iðkendur …

Ármann sigurvegari liðakeppninnar í brakandi sumarblíðu

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika í júlímánuði. Veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur og íþróttafólkið þakkaði pent fyrir sig með miklum bætingum og þó nokkrum metum. Ármenningar urðu sigurvegarar í liðakeppni með 12 gullverðlaun og ein silfurverðlaun á mótinu. Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi F20-kvenna (þroskahamlaðir) þegar hún …

IDEAL-verkefnið á Íslandi

Undanfarin misseri hefur ÍF í samstarfi við íþróttadeild Háskólans í Reykjavík (HR) verið hluti af stóru samevrópsku verkefni styrkt af Erasmus-sjóðnum. Markmið verkefnisins eykur á einn eða annan hátt vitund og þátttöku einstaklinga með þroskahömlun og einhverfu í íþróttum og hreyfingu.  IDEAL stendur fyrir Intellectual Disability and Equal opportunities for Active and Long term participations …

Kristinn Vagnsson stefnir á „Vasa Open“ 90 km skíðagöngu í febrúar á skíðagöngustól

Skíðagöngustóll Kristins Vagnssonar vakti mikla athygli á Paralympic-daginn en Kristinn stefnir á keppni erlendis og það verður spennandi að fylgjast með honum.  Þessi sleði getur nýst bæði sem tæki á hjólum og skíðum. Kristinn sagðist hafa skoðað búnað á Netinu og tók ákvörðun um að velja stól frá Paul Speight hjá Spokes´n Motion í Denver sem …

Akur 45 ára

Aðildarfélög Íþróttasambands fatlaðra eru bæði mörg og fjölbreytt. Hvati mun í næstu útgáfum gera félögunum skil og hefjum við leik á afmælisbarninu Akri sem fagnaði 45 ára afmæli í desemberbyrjun. Íþróttafélagið Akur var stofnað á Akureyri þann 7. desember 1974 og er því næstelsta aðildarfélag Íþróttasambands fatlaðra. Stofnfélagar Akurs voru 39 talsins og fyrsti formaður …

Bergrún og Már íþróttafólk ársins 2019
— Ásta Katrín hlaut Hvataverðlaunin

Jafnan er lokahnykkur hvers íþróttaárs hjá Íþróttasambandi fatlaðra kjörið á íþróttafólki ársins. Að þessu sinni voru það frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, ÍR, og sundmaðurinn Már Gunnarsson, ÍRB, sem valin voru íþróttamaður og íþróttakona ársins. Venju samkvæmt fór athöfnin fram á Radisson Blu Hóteli Sögu en samstarf ÍF og hótelsins hefur staðið um árabil. Þá hlaut …

Afrekshópur ÍF í mjög góðu líkamlegu formi
— Kolbrún afhenti ÍF eintak af MEd-lokaverkefni sínu frá HR

Kolbrún Sjöfn Jónsdóttir, nýútskrifuð frá Háskólanum í Reykjavík með MEd-gráðu í heilsuþjálfun og kennslu, afhenti Íþróttasambandi fatlaðra nýverið eintak af lokaverkefni sínu í náminu. Efnið tengist beint þjálfun og líkamsástandi fatlaðs afreksíþróttafólks. Verkefnið ber heitið Hentugleiki staðlaðra mælinga til að meta líkamsástand, styrk og hreyfigetu fatlaðs afreksíþróttafólks. Dr. Ingi Þór Einarsson var leiðbeinandi en verkefnið …

HVAR ERU ÞAU Í DAG? — Sigurrós Ósk Karlsdóttir sundkona

Í þessum nýja dálki í Hvata höfum við uppi á fyrrverandi afreksíþróttafólki úr röðum fatlaðra og leitum svara við því hvar þau eru í dag og við hvað þau eru að fást. Fyrst til að fá slíka kynningu er Sigurrósk Ósk Karlsdóttir, fyrsti íslenski gullverðlaunahafinn á Ólympíumóti fatlaðra. Sigurrós Ósk Karlsdóttir sundkona       …

Frábær kynning á íþróttum fatlaðra — Paralympic-dagurinn 2019

Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 19. október síðastliðinn. Þetta var fimmta árið í röð sem ÍF stendur að deginum en hann er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum fatlaðra sem stundaðar eru á Íslandi. Aðildarfélög ÍF, nefndir sambandsins, hagsmunafélög fatlaðra, samstarfsaðilar ÍF og margir fleiri verðskulda innilegar þakkir fyrir …