Heim 1. tbl 2020 Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn

Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrjú ár frá heimsmetinu sem stendur enn
0
710

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson landaði draumakastinu á Ítalíu í maímánuði 2017. Þá kastaði Helgi spjótinu 59,77 metra sem var staðfest heimsmet í hans flokki, F42. Skömmu síðar varð nafnabreyting á keppnisflokki Helga þar sem F42 varð að F63 og stendur metið enn í dag í flokki F63. 

Metið féll á opna ítalska meistaramótinu sem fram fór í Rieti og er sjöunda lengsta kast fatlaðs spjótkastara í sögunni en alls er keppt í 26 flokkum fatlaðra í spjótinu. 

Lengsta kast sögunnar á úsbekinn Aleksandr Svechnikov sem er 71,01 meter en það met hefur staðið frá júlímánuði 2017 svo það ár virðist hafa verið fanta gott ár fyrir spjótkastara. Svechnikov keppir í flokki F13 sem er flokkur þeirra sem hafa minnsta sjónskerðingu og enga líkamlega skerðingu. 

Þegar Helgi setti heimsmetið á Ítalíu þá var metið þegar í hans eigu en hann stórbætti sitt gamla met sem var 57,36 metrar. „Þetta kom í þriðja eða fjórða kasti og svo sat ég bara fastur með höfuðið í 35.000 feta hæð,” sagði Helgi sællar minningar en vaskleg framganga hans hefur haft áhrif á marga fatlaða íþróttamenn og meira á suma en aðra. Þannig eignaðist Helgi í raun aðdáendur í Indlandi sem fetuðu í hvert fótsport Helga af einbeittum áhuga.

„Einn þeirra heitir Sandeep og ég hitti hann í fyrsta sinn á Paralympics í Ríó 2016. Hann var þá í þriðja sæti í spjótkastkeppninni fyrir síðasta kastið en hafnaði í fjórða sæti. Hann tók því mjög illa og ég fór til hans, sagði honum að hann mætti ekki láta þetta beygja sig því hann yrði bestur á næstu árum og þeir nokkrir félagar í spjótkasti frá Indlandi hafa fylgst vel með mér frá Ríó,” sagði helgi en í dag á Sandeep heimsmetið í flokki F42 og ljóst að hughreysting Helga á vonbrigðastund Indverjans hefur skipt sköpum. 

„Þeir félagar hafa til dæmis verið mjög áhugasamir um að koma til Íslands í æfingabúðir og senda mér enn reglulega skilaboð, þetta eru mjög áhugasamir piltar, svo áhugasamir að þeir vilja jafnvel vita í hverju ég æfi og keppi, allt frá skóm upp í boli og þess háttar,” sagði Helgi sem hefur mjög gaman af indversku félögunum sínum. „Já já þetta eru flottir strákar þó aldursmunruinn sé þannig að ég hafi verið fastur í útslætti í fimmta gír að reykspóla um göturnar þegar þeir fæddust.”


Síðustu ár hefur Helgi verið fremur óheppinn með meiðsli og síðan heimsmetið var sett hefur hann m.a. þurft að fara í aðgerð á olnboga og því lítið geta beitt sér í stærstu keppnunum. Helgi stefnir ótrauður á þátttöku í Tokyo 2021 og þeir sem þekkja til Helga vita að þegar hann bítur eitthvað í sig þá er ekkert annað en fluggírinn sem ræður för.

Mynd/ Helgi á Ítalíu í huglægri 35.000 feta hæð eftir að hafa sett nýtt og glæsilegt heimsmet í spjótkasti. 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…