Heim 1. tbl 2020 „Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti

„Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti

3 min read
Slökkt á athugasemdum við „Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti
0
824

Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í janúar 2020 þar sem Actavis mót Hauka fór fram. Þar var mætt nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics. Æfingar hafa verið undir stjórn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur og þarna er á ferð sannkallaður ,,HAMINGJUHÓPUR“  eins og ein móðirin orðaði það. það er ómetanlegt þegar Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi nær að fá til liðs við starfið fólk sem er tilbúið að taka keflið og hefja vegferð nýrra tækifæra en án eldmóðs og krafts slíkra einstaklinga verða hugmyndir aðeins hugmyndir og ekkert nýtt skref stigið. Takk fyrir það Kristinn og Thelma og til hamingju Haukar með frábæra þjálfara og aðstoðarfólk þessa glæsilega liðs sem skipað er einstöku íþróttafólki. 

Kristinn Jónasson þjálfari var spurður út í verkefnið og gefum Kristni orðið; „ Við spiluðum tvo leiki á Actavis móti Hauka og þeim fyrri mun ég sennilega aldrei gleyma! Flest börnin voru að taka þátt í sínu fyrsta körfuboltamóti og kom því hressilega á óvart hvað þau voru vel gíruð í þetta fra fyrstu sekúndu, alveg óhrædd og tilbúin í baráttuna. Það var líka ómetanlegt að sjá stuðninginn sem krakkarnir fengu frá áhorfendum. Það var sérstaklega flott að sjá hóp af 8 – 9 ára strákum úr Stjörnunni sem var að hvetja þá áfram með því að segja „Áfram Ísland“. Ég ætla að vona að þetta verði ekki síðasta skiptið sem þessir krakkar fá að heyra þau hvatningarorð en endanlegt markmið okkar þjálfaranna er á einhverjum tímapunkti að fara með hóp af börnum með sérþarfir á heimsleika Special Olympics sem fulltrúar íslensku þjóðarinnar!

 • Youth summit – Östersund Svíþjóð

  Floorball vonandi kynntur bráðlega á Íslandi Þann 31. janúar héldum við þrír vestfirðingar…
Sækja skyldar greinar
 • Evrópumót Virtus

  Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
 • Evrópuleikar ungmenna

  Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
 • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

  Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…