Heim 1. tbl 2020 Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina

Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til að vinna Evrópumótaröðina
0
1,461

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Skíðadeild Víkings varð í vetur fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á Evrópumótaröð IPC í alpagreinum. Hilmar varð sigurvegari í heildarstigakeppni á Evrópumótaröðunni með gull í svigi og silfur í stórsvigi á lokamóti Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Zagreb í Króatíu í febrúarmánuði.

Sannarlega magnaður árangur hjá Hilmari sem hefur síðustu ár klifrað hratt upp metorðastigann í alpagreinum og er nú á meðal allra fremstu alpagreinamanna fatlaðra í heiminum um þessar mundir.

Hilmar var ekki einn um að rita nýjan kafla í íþróttasögu okkar Íslendinga í Zagreb því yfirdómari keppninnar á lokadeginum var þjálfari Hilmars, Þórður Georg Hjörleifsson en þetta var í fyrsta sinn sem mótshluta Alþjóðlegs móts á vegum IPC er í höndum Íslendings. Hilmar og Þórður hafa starfað saman núna í liðlega áratug og eru að uppskera ríkulega af allri erfiðisvinnunni.

Á lokakeppnisdeginum var Hilmar í 2. sæti á tímanum 47,30 sek. og Austurríkismaðurinn Thomas Grochar var í forystunni á tímanum 46,56 sek. Hilmar kom svo í mark á 51,47 sek. í annarri ferðinni og keppinautur hans Thomas var að skíða vel en í blálok brautarinnar fipaðist hann og missti hlið og var því dæmdur úr leik og sigur Hilmars því í höfn.

Hilmar hefur þegar tekið mið á heimsbikarmótaröð IPC fyrir næsta vetur en vegna COVID19 er litlar upplýsingar að hafa um mótaröðina að svo stöddu. Næsta stórverkefni sem þeir félagar Hilmar og Þórður eygja er svo Vetrar Paralympics 2022 sem fram fara í Peking í Kína.

v

Myndbrot af lokaferðum Hilmars á Evrópumótaröðinni þar sem hann tryggði sér sigurinn í heildarstigakeppni mótaraðarinnar

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…