Heim 1. tbl 2020 Tíu Íslandsmet í Kaplakrika

Tíu Íslandsmet í Kaplakrika

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Tíu Íslandsmet í Kaplakrika
0
1,253

Ármann Íslandsmeistari í liðakeppninni
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum fatlaðra innanhúss fór fram í Kaplakrika í febrúarmánuði. Mótið fór einkar vel fram í sterkri framkvæmd og umgjörð hjá FH. Alls féllu tíu ný Íslandsmet á Íslandsmóti ÍF þar sem frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá ÍR var í feiknaformi og setti fjögur ný met! Ármann varð Íslandsmeistari í liðakeppninni en liðið vann til alls 18 verðlauna um helgina.

Gaman var að sjá kempurnar Hauk Gunnarsson og Jón Odd Halldórsson mæta aftur til leiks en þessir höfðingjar voru á sínum tíma á meðal fremstu frjálsíþróttamanna fatlaðra í heiminum. Jón Oddur lagði afreksskóna á hilluna 2008 eftir þátttöku sína á Paralympics sem fram fóru í Peking í Kína. Báðir eru þeir margverðlaunaðir íþróttamenn og létu sitt ekki eftir liggja á mótinu og fóru heim drekkhlaðnir verðlaunum.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem gerðu mótið jafnveglega úr garði og raun bar vitni. „Mótið tókst mjög vel til og það var gaman að sjá hve margir voru að bæta sig enda vart annað hægt í jafnöflugri aðstöðu og FH-ingar eru að bjóða upp á í Kaplakrika,“ sagði Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar ÍF.

Íslandsmetin sem féllu á mótinu

60 m hlaup kvenna T 35-38
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – 9,45 sek.

Kúluvarp kvenna F 35-38
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – 9,43 m

200 m hlaup kvenna F 35-38
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – 31,49 sek.

Langstökk kvenna F 35-38
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir – 4,21 m

400 m hlaup karla T 11
Patrekur Andrés Axelsson – 1:00,83 mín.

200 m hlaup karla T 11
Patrekur Andrés Axelsson – 26,98 sek.

60 m hlaup karla T 11
Patrekur Andrés Axelsson – 8,02 sek.

Kúluvarp kvenna F 20
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir – 10,33 m

800 m hlaup karla T 35-38
Michel Thor Masselter – 3:09,54 mín.

1500 m hlaup karla T 35-38
Michel Thor Masselter – 6:35,84 mín.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…