Heim 1. tbl 2020 Youth summit – Östersund Svíþjóð

Youth summit – Östersund Svíþjóð

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Youth summit – Östersund Svíþjóð
0
976

Floorball vonandi kynntur bráðlega á Íslandi

Þann 31. janúar héldum við þrír vestfirðingar af stað á Youth summit ráðstefnu í Svíþjóð. Þetta voru félagarnir Ómar Karvel Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónasson og þjálfarinn Jónas L. Sigursteinsson. Við vissum mjög lítið hvað við vorum að fara út í þrátt fyrir að vera búnir að hitta Jenni Hakkinen verkefnastjóra á fundi þegar hún kom til Íslands. 

Fyrsti dagur
Við lögðum af stað frá Ísafirði 30. janúar og eldsnemma morguninn eftir mættum við í Keflavík og flugum til Stokkhólms, þaðan var svo flug til Östersund. Í Östersund hittum við Jenni verkefnastjóra og síðan þátttakendur frá öðrum löndum. Fyrsti dagurinn fór bara í að skrá sig inn og borða saman kvöldmat og hvíla sig eftir ferðalagið. Það var snjór yfir öllu og um tveggja gráðu frost. Fyrir okkur vestfirðingana var þetta bara eins og að vera heima.

Annar dagur
Fyrsti dagurinn í skipulagðri dagskrá og aðal áherslan var á kynningu á verkefninu, segja okkur frá því hvað Youth summit og Unified stendur fyrir. Inn á milli voru leikir og samþjöppun. Við fengum kynningu á hvernig Unified er látið virka í íþróttum í blönduðum liðum þar sem allir fá að spila jafn mikið og fá að upplifa að vera jafn mikilvægir í liði. Um kvöldið rölti allur hópurinn saman á setningarathöfn sem fram fór á Torginu í Östersund. 

Þriðji dagur
Þessi dagur var fullur af hreyfingu og skemmtun. Við fengum kynningar á alls kyns hreyfingu, t.d. Zumba eða hreyfingu með dansi, körfubolta, fótbolta og „floorball“ (sem við köllum bandý). Það voru settar upp allskyns æfingar og svo líka spilað í blönduðum liðum. Allir skemmtu sér hið besta og að sjálfsögðu stóðum við Íslendingarnir okkur frábærlega. Seinni partinn fórum við og fylgdumst með vetrarleikum í Östersund sem voru í gangi á sama tíma. Við fylgdumst með skemmtilegri keppni í floorball. 

Fjórði dagur
Síðasti dagurinn var blandaður með fyrirlestrum um Unified skóla og skipulögð hreyfing með Unified skólum. Þar var margt skemmtilegt á dagskrá. Seinni partinn unnu þátttakendur verkefni til að kynna í sínu landi og unnu Ómar og Guðmundur verkefni um íþróttadag með Menntaskólanum á Ísafirði. Ómar vakti mikla lukku fyrir teiknihæfileika og hjálpaði nokkrum öðrum við að skreyta sín verkefni. Um kvöldið var svo lokapartý hjá þátttakendum og slegið upp balli í íþróttasalnum. Ómar gerði sér lítið fyrir og steig á svið og flutti lagið „Holy Diver.“ 

Morguninn eftir var síðan haldið af stað heim. Það var mat okkar á ferðinni að við höfðum skemmt okkur vel og ferðin verið enn skemmtilegri en við höfðum gert okkur vonir um. 

Youth summit er verkefni sem er haldið samhliða íþróttviðburðum Special Olympics. Þetta er leiðtogaverkefni sem hefur það markmið að búa til leiðtoga sem eru tilbúnir að fara með Unified verkefni út í samfélagið og fjölga þeim sem taka þátt í allskonar verkefnum í blönduðum hópum. Eftir að við komum heim höfum við unnið betur í okkar verkefni og vonandi getum við prufukeyrt það næsta haust en eins og allir vita hefur Covid19 spilað inn í og haft þau áhrif að ekki var hægt að framkvæma verkefnið núna í vor eins og til stóð. 

Floorball
Í Svíþjóð fengum við kynningu á íþrótt sem þeir kalla Floorball og er tilvalin Unified íþrótt. Hún er lík því sem við köllum bandý en þó ekki alveg eins. Í hvoru liði voru 5 inná, 4 útileikmenn og 1 markmaður. Völlurinn ef afmarkaður með böttum og markmaðurinn er í galla líkum þeim sem íshokký markmenn klæðast og er ekki með kylfu. Hann er á hnjánum og má verja með höndum. Útileikmennirnir eru með kylfu og mega ekki lyfta henni yfir hné hæð til að senda eða skjóta boltanum. Öll löndin sem tóku þátt í ráðstefnunni fengu gefins floorball sett sem við munum reyna að finna einhver skemmtileg not fyrir. 

Jónas L. Sigursteinsson
Þjálfari hjá Ívari á Ísafirði og nágrenni

  • „Hamingjuliðið“ sló í gegn á sínu fyrsta móti

    Það var glæsilegt lið sem mætti til leiks á körfuboltamóti Hauka í Hafnarfirði í janúar 20…
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…