Heim 1. tbl 2020 Nýr samningur um framþróun sundíþróttarinnar

Nýr samningur um framþróun sundíþróttarinnar

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Nýr samningur um framþróun sundíþróttarinnar
0
620

Íþróttasamband fatlaðra og Sundsamband Íslands undirrituðu í febrúarmánuði samstarfssamning sín á milli um gagnkvæma skuldbindingu sérsambandanna um framþróun sundíþróttarinnar, sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra og með því leitast þannig við að tryggja sundfólki bestu mögulegu aðstæður.

Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, segir samninginn mikið fagnaðarefni. „Um árabil hafa fremstu sundmenn úr röðum fatlaðra átt kost á því að keppa hérlendis á mótum ófatlaðra í viðleitni sinni til frekari árangurs. Nú hafa ÍF og SSÍ formfest það samstarf sem og samstarfið á víðtækari sviðum,“ segir Þórður Árni. 

Fyrir undirritun samningsins stóð til að sameiginlegt Íslandsmót ÍF og SSÍ færi fram í aprílbyrjun en rétt eins og öðrum verkefnum á þeim tíma var því móti slegið á frest sökum COVID-19 faraldursins og er beðið eftir nýrri dagsetningu fyrir mótið. 

Sama fyrirkomulag mun einnig gilda við Íslandsmót í 25 m laug en samningurinn sem Þórður Árni og Jón Hjaltason, fyrrverandi varaformaður í stjórn SSÍ, undirrituðu nýverið gildir út árið 2022.

Björn Sigurðsson, formaður SSÍ, bætir við: „Það gleður okkur mikið að það góða samstarf sem verið hefur á milli SSÍ og ÍF í tengslum við framþróun sundíþróttarinnnar sé komið í fastar skorður og vonumst við til þess að þetta fyrirkomulag verði sundfólki beggja sérsambanda frekari hvatning til góðra verka í framtíðinni.“

Mynd: Þórður Árni, formaður ÍF, og Jón Hjaltason, fyrrverandi varaformaður SSÍ, handsala samninginn um sameiginlega framþróun ÍF og SSÍ á sundíþróttinni á Íslandi.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…