Heim 1. tbl 2020 Góð þátttaka í rafrænum áskorunum ÍF

Góð þátttaka í rafrænum áskorunum ÍF

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Góð þátttaka í rafrænum áskorunum ÍF
0
874

Allflestir Íslendingar hafa dottið út úr sinni daglegri rútínu eftir að COVID-19 fór að herja á heiminn, þá sérstaklega íþróttafólk sem gat ekki lengur mætt á æfingar þar sem íþróttastarf féll niður með tilkomu samkomubannsins.

Eitt er að detta úr rútínu, en að detta úr hreyfingu og félagsskap getur haft enn verri andleg áhrif. Við vitum öll hversu vel okkur líður þegar við hreyfum okkur, við losum um endorfín sem lætur okkur líða vel. Smáhreyfing á hverjum degi getur gert kraftaverk.

Vegna þessa tók ÍF upp á að birta daglegar hreyfiáskoranir og voru þær 13 talsins. Áskoranirnar voru fyrst birtar á Instagram-reikningi ÍF (npciceland) og síðar settar á Facebook-síðu ÍF.

Það var frábært að sjá hversu vel íþróttafólkið okkar tók áskorununum sem komu mörgum í gang sem annars hefðu hugsanlega ekki hreyft sig. Íþróttafólkið okkar tók einnig upp á því í kjölfarið að skora hvert á annað með því að „tagga“ ÍF í áskorarnirnar. 

Eftir að síðasta áskorunin var sett inn var íþróttafólkið þó hvatt til þess að framkvæma þær allar aftur og jafnvel taka tvær í einu o.s.frv. Íþróttafólkið okkar hélt ótrautt áfram og deildi með okkur hvað það gerði á hverjum degi.

Einhverjir hafa nú þegar getað hafið æfingar aftur en til þeirra sem ekki hafa komist á æfingar enn minnum við á að öll él styttir upp um síðir, þangað til snúum við bökum saman, verum dugleg við að fara eftir tilmælum opinberra aðila, þvo hendur og hreyfa okkur. Áfram við!

Eva Hrund Gunnarsdóttir
Varastjórn ÍF

Áskorun 1
Áskorun 2
Áskorun 3
Áskorun 4
Áskorun 10
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…