Heim 1. tbl 2020 Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð
0
852

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í ársbyrjun þar sem Tanya Jóhannsdóttir átti besta afrek mótsins og hlaut þar með Sjómannabikarinn eftirsótta annað árið í röð! Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir) og hlaut 552 stig fyrir sund sitt í 50 m skriðsundi en stigaútreikningurinn er miðaður við heimsmet greinarinnar í hverjum fötlunarflokki fyrir sig.

Þetta árið var veðrið að stríða okkur og Reykjanesbraut var m.a. lokuð meðan á mótinu stóð sem gerði það að verkum að sundmenn úr Nes frá Reykjanesbæ áttu ekki kost á því að keppa og þeirra var vitaskuld sárt saknað.

Tanya var ekki ein um að sýna góða takta í lauginni á Nýársmótinu því það gerði líka Snævar Örn Kristmannsson frá ÍFR en þar er á ferð efnilegur 14 ára gamall sundmaður. 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, var heiðursgestur mótsins. Hún sá um að veita keppendum þátttökuverðlaun og afhenti Sjómannabikarinn í lokin ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF.

Takist sundmanni að vinna Nýársmótið þrjú ár í röð hlýtur hann Sjómannabikarinn til eignar en þetta árið var síðasta keppnisár hjá Tönyu þar sem hún varð 17 ára þetta árið og mótið aðeins fyrir 17 ára og yngri. Það verður því nýtt nafn ritað á Sjómannabikarinn á næsta ári og miðað við fjörið í lauginni að þessu sinni er ljóst að það verður hart barist á næsta Nýársmóti.

Samantektarmyndband frá Nýársmótinu 2020
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…