Heim 1. tbl 2020 Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi

Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Kiwanisklúbburinn Hekla er vorboðinn ljúfi
0
752

Íþróttasamband fatlaðra tók nýverið á móti styrk frá Kiwanisklúbbnum Heklu en Heklumenn eru jafnan þekktir sem vorboðinn ljúfi í starfi sambandsins. 

Kiwanisklúbburinn Hekla hefur um árabil styrkt myndarlega við starfsemi ÍF og verður meðlimum klúbbsins seint fullþakkaður sá stuðningur.

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs, ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF, veittu styrknum móttöku á dögunum en það voru þeir Garðar Hinriksson, Ólafur G. Karlsson og Sighvatur Halldórsson, forseti Kiwanisklúbbsins Heklu, sem afhentu styrkinn fyrir hönd Heklumanna.

Það er Íþróttasambandi fatlaðra afar mikilvægt að eiga jafnöfluga stuðningsaðila og raun ber vitni enda eykst verkefnastaða sambandsins umtalsvert með ári hverju sem er fagnaðarefni.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…