![](https://hvatisport.is/wp-content/uploads/2020/11/OlympiukvoldFatladraPoster1-850x491.jpg)
Sunnudaginn 15. nóvember næstkomandi hefur RÚV sýningar á þáttaröðinni Ólympíukvöld fatlaðra. Um er að ræða fimm þætti þar sem stiklað er á stóru í sögu Ólympíumóta fatlaðra (e. Paralympics) og þátttöku Íslands í þessu stærsta afreksmóti fatlaðra.
Fjöldi góðra gesta tekur þátt en Ólympíukvöld fatlaðra eru í stjórn íþróttafréttamannsins Hauks Harðarsonar. Íþróttasamband fatlaðra hvetur alla til þess að fylgjast vel með þáttunum en Ísland hefur átt magnað afreksfólk síðustu fjóra áratugi við leikana sem borið hefur hróður Íslands víða.