Heim 1. tbl 2020 Rising Phoenix er komin á Netflix

Rising Phoenix er komin á Netflix

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Rising Phoenix er komin á Netflix
0
152

Heimildarmyndin Rising Phoenix er komin í sýningar á Netflix en eins og áður hefur komið fram gerir myndin skil á sögu Paralympics sem er stærsta afreksmót fatlaðra íþróttamanna. Leikstjórar myndarinnar eru Ian Bonhote og Peter Ettedgui en í myndinni einblína þeir á hvað gerir íþróttafólk sérstakt, vinnusiðferði þeirra og ákveðni. Á meðal viðmælenda í myndinni er maður sem jafnan vekur athygli hvar sem hann fer í íþróttaheiminum en sá heitir Matt Stutzman sem er margfaldur bogfimimeistari sem fæddist án handa og skýtur af sínum boga með fótunum. Fleiri nafntogaðir íþróttamenn úr röðum fatlaðra koma við sögu í myndinni en leikstjórarnir báðir segja að myndin sé um færni og hvernig manneskjan er sífellt að ögra sjálfri sér og öðrum.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Global Games 2023 í Vichy í Frakklandi

Næstu Global Games fara fram í Vichy í Frakklandið árið 2023 en Global Games eru heimsleik…