Heim 1. tbl 2020 ÍSÍ hvetur til hreysti

ÍSÍ hvetur til hreysti

1 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍSÍ hvetur til hreysti
0
69


Sumir hlutir fást ekki keyptir úti í búð, ekki einu sinni í nýjustu vefverslunum. Þar á meðal eru hreysti og heilsa.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum. Benda má á göngutúra, útihlaup, styrktaræfingar, stafagöngur, fjallaferðir, línuskauta, hjólreiðar, sjósund, heimajóga eða þolfimi, en listinn er sannarlega lengri.

Kynntu þér átakið með því að smella á myndina

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íþróttafélagið Ægir að nýta Covid tímann til hugmyndavinnu þjálfara

Íþróttafélagið Ægir hefur unnið að því að finna leiðir til að auka fjölbreytni æfinga og e…