Heim 2. tbl. 2024 Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15
0
245

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðastliðna helgi. Frábær framkvæmd hjá Sundsambandinu en eins og margir þekkja eru Íslandsmótin haldin sameiginlega af Sundsambandi Íslands og ÍF í 50m og 25m laugum. 

Umgjörðin verður eins og best er á kosið og mótið í beinu streymi alla helgina. Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Snævar Örn Kristmannsson (ÍFR/Reykjavík) fóru mikinn um helgina og settu samtals níu Íslandsmet.

Snævar Örn Kristmannsson fór mikinn um helgina en hann vann til silfurverðlauna í úrslitum í 200m flugsundi en hann setti met í greininni í undanrásum og aftur í úrslitum seinnipartinn.
Þá vann Snævar einnig til bronsverðlauna í úrslitum í 100m flugsundi og þar féll einnig met.
Snævar keppir í flokki S15 sem er svokallaður Virtus III flokkur. Virtus eru heimssamtök íþróttafólks með þroskahamlanir, Downs-heilkenni og einhverfugreiningar sem eru 76 og hærri í greind. Í fyrsta sinn var við mótahald hérlendis hægt að setja Íslandsmet í flokki S15 og það gerði Snævar svo sannarlega og setti alls fimm stykki þessa helgina! Magnaður árangur hjá kappanum.

Sonja Sigurðardóttir hélt uppteknum hætti en hún hefur farið mikinn þetta sundárið og setti tvö ný met um helgina í 50m skriðsundi og 50m baksundi. 

Hér að neðan má nálgast lista yfir Íslandsmet helgarinnar en stjórn og starfsfólk vill þakka SSÍ, SH, Sundnefnd ÍF og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að mótinu fyrir vel unnið verk. 


Íslandsmet á ÍM25 í Ásvallalaug Heildarúrslit mótsins

Íslandsmót SSÍ / ÍF                      Ásvallalaug Hafnarfj.    8.-10. nóvember

Sonja Sigurðardóttir                    S3             50 baksund                     1:13,19               08/11/24

Snævar Örn Kristmannsson        S15       100 flugsund                   1:01,77               08/11/24

Sonja Sigurðardóttir                    S3             50 frjáls aðferð               1:12,67               08/11/24

Snævar Örn Kristmannsson        S15       50 frjáls aðferð               0:26,56               08/11/24

Snævar Örn Kristmannsson        S15       100 flugsund                   1:00,60               08/11/24

Sonja Sigurðardóttir                    S3             100 baksund                   2:36,06               09/11/24

Snævar Örn Kristmannsson        S15        200 flugsund                   2:18,71               09/11/24

Snævar Örn Kristmannsson        S15        200 flugsund                   2:17,64               09/11/24

Snævar Örn Kristmannsson        S15        50 flugsund                     0:27,70               10/11/24

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…