Heim 2. tbl. 2024 Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4
0
402

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag í Laugardalshöll eftir tveggja daga spennandi keppni. Mótið var haldið í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sem í ár fagnar 50 ára afmæli sínu en ÍFR er elsta íþróttafélag fatlaðra á Íslandi.

Annað árið í röð varð Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu á Siglufirði Íslandsmeistari í 1. deild. En hann hafði einnig sigur í einliðaleiknum í fyrra þegar mótið fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Ástvaldur Ragnar Bjarnason frá Nes varð Íslandsmeistari í rennuflokki og Ingi Björn Þorsteinsson frá ÍFR varð Íslandsmeistari í flokki BC 1-4.

Vilhjálmur Jónsson úr Nes hafði sigur í 2. deild, Arnfríður Stefánsdóttir úr Akri sigraði 3. deild, Hugljúf Sigtryggsdóttir frá Snerpu vann 4. deild, Edvin Kristinsson frá Suðra hafði sigur í 5. deild og í 6. deild var það Rut Guðnýjardóttir frá Völsungi sem bar sigur úr býtum.

Framundan er sveitakeppnin í boccia á vormánuðum sem og Norðurlandameistaramót sem fram fer á Íslandi í maímánuði 2025.

Stjórn og starfsfólk ÍF og boccianefnd vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til ÍFR fyrir vasklega framkvæmd við mótið og gott utanumhald. Einnig fá sjálfboðaliðar við mótið sérstakar þakkir fyrir sitt framlag um helgina.

Sigurvegarar í flokki BC 1 til 4

  1. deild
    Sigurjón Sigtryggsson, Snerpe – 1. sæti
    Bryndís Brynjólsdóttir, Nes – 2. sæti
    Guðrún Ólafsdóttir, Fjörður – 3. sæti
  2. deild
    Vilhjálmur Þór Jónsson, Nes – 1. sæti
    Ragnar Björnsson, Fjörður – 2. sæti
    Sveinn Þór Kjartansson, Snerpa – 3. sæti
  3. deild
    Arnfríður Stefánsdóttir, Akur – 1. sæti
    Unnur Marta Svansdóttir, Akur – 2. sæti
    Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Akur – 3. sæti
  4. deild
    Hugljúf Sigtryggsdóttir, Snerpa – 1. sæti
    Ólafur Karlsson, Völsungur – 2. sæti
    Helgi Sæmundsson, Nes – 3. sæti
  5. deild
    Edvin Kristinsson, Suðri – 1. sæti
    Guðrún Jóna Ingvadóttir, Gnýr – 2. sæti
    María Dröfn Einarsdóttir, Eik – 3. sæti
  6. deild
    Rut Guðnýjardóttir, Völsungur – 1. sæti
    Björney Þórunn Sigurlaugsdóttir, Ösp – 2. sæti
    Rósa Ösp Traustadóttir, Akur – 3. sæti

Rennuflokkur
Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nes – 1. sæti
Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp – 2. sæti
Karl Guðmundsson, Eik – 3. sæti

BC 1 til 4
Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR – 1. sæti
Hlynur Bergþór Steingrímsson, ÍFR – 2. sæti
Haukur Hákon Loftsson, ÍFR – 3. sæti

Sigurvegarar í rennuflokki

Myndir/ JBÓ

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið…