Heim 2. tbl. 2024 Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fer fram dagana  26. – 27. október 2024

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fer fram dagana  26. – 27. október 2024

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni fer fram dagana  26. – 27. október 2024
0
89

Íslandsmót ÍF í boccia einstaklingskeppni 2024  fer fram í Laugardalshöll og er gert ráð fyrir keppendum víða að af landinu.

Íslandsmót í sveitakeppni fer fram að vori og einstaklingskeppni að hausti og þessi mót eru fjölmennustu Íslandsmót á vegum ÍF .

Bocciamót ÍF eru byggð upp á deildakeppni þar sem keppendur geta unnið sig upp um deild án tillits til fötlunar.

Því geta efstu þrír í hverri deild  verið með mismunandi fötlun.

Það gildir þó ekki um rennuflokk og BC1-4 sem eru sérstakir keppnisflokkar.

Umsjónaraðili mótsins í samstarfi við ÍF er Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, ÍFR.

ÍFR átti 50 ára afmæli á árinu og félagið tók að sér umsjón Íslandsmótsins í haust í tilefni þessa merka áfanga.

Íþróttahús IFR Hátúni 14 er eina íþróttahúsið í eigu íþróttafélags fatlaðra á Íslandi og þar fer fram gróskumikið starf.

Íslandsmót  ÍF á Selfossi árið 2009. Hér er verið að afhenda Hjalta Bergmann Eiðssyni ÍFR gullverðlaun en Hjalti er einn reyndasti bocciaspilari ÍFR og hefur ósjaldan hampað Íslandsmeistaratitli.
Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…