Heim 2. tbl. 2024 Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra
0
435

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. sæti í kúluvarpi í flokki T37. Ingeborg missti naumlega af úrslitum og fékk því aðeins þrjú köst í keppninni þar sem hennar lengast kast var 9,36 metrar.

Ingeborg var því að ljúka sínum fyrstu Paralympics en hún hefur verið í mikilli framför síðustu misseri. Íslandsmet hennar í greinni er 9,83 metrar svo hún var aðeins frá sínu besta kasti. Hún sagði við RÚV í kvöld eftir keppni að vissulega væri niðurstaðan smá sár en nú væri bara vel þegin hvíld framundan og að henni lokinni væri tímabært að líta fram á veginn og tók ekki fyrir það að LA Paralympics 2028 væru í kortunum.

Til hamingju með fyrstu Paralympics Ingeborg Eide!

Viðtal við Ingeborg á RÚV í kvöld

Viðtal við Ingeborg hjá Mbl.is í kvöld

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Már með nýtt lag: Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur

„Giving your soul to reach the goal“ er á meðal góðra lína í nýju lagi frá Má Gunnarssyni …