Heim 2. tbl. 2024 Róbert Ísak í hópi topp 10 fyrir verðlaunin frammúrskarandi ungir Íslendingar 2024

Róbert Ísak í hópi topp 10 fyrir verðlaunin frammúrskarandi ungir Íslendingar 2024

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert Ísak í hópi topp 10 fyrir verðlaunin frammúrskarandi ungir Íslendingar 2024
0
118

JCI Iceland veita árlega verðlaunin „Framúrskarandi ungur Íslendingur“ og sem fyrr voru tíu einstaklingar sem hlutu tilnefningar til verðlaunanna. Einn hinna tilnefndu var Róbert Ísak Jónsson í flokknum einstaklingssigra og/eða afrek.

Róbert Ísak Jónsson er afreks sundmaður sem hefur staðið sig gríðalega vel árið 2024. Róbert keppti á Evrópumeistaramóti IPC í apríl á þessu ári. þar sem hann fékk bronsverðlaun í 100m flugsundi. Á árinu náði Róbert þáttökurétti á Paralympics í París þar sem hann gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í 100m flugsundi þar sem hann endaði í 6 sæti á nýju Íslandsmeti í flokki S14 þegar hann kom í mark á tímanum 57,92 sek. Róbert hefur einnig vakið athygli sem talsmaður barna með fatlanir þar sem hann hvetur þau til þess að stunda íþróttir.

Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar  eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið haldin óslitið  síðan árið 2002. Tilnefningarnar voru töluvert fleiri í ár en hefur verið og voru þær um 200 talsins. Miðvikudaginn 4. desember fer formleg verðlaunaafhending fram, þar sem Halla Tómasdóttir,  forseti Íslands mun afhenda topp tíu hópnum viðurkenningu og verður vinningshafi úr hópnum kynntur sem hlýtur titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins 2024. hægt er að sjá frekar um tilnefningarnar hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hönnun Gunnars Karls prýðir hjólastólavagn Allir með

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót og vekja mi…