Heim 2. tbl. 2024 Róbert í 6. sæti á nýju Íslandsmeti

Róbert í 6. sæti á nýju Íslandsmeti

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Róbert í 6. sæti á nýju Íslandsmeti
0
212

Róbert Ísak Jónsson fór á kostum í La Defence Arena í París í kvöld þegar hann setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100m flugsundi S14 á Paralympics. Róbert varð áttundi inn í úrslit en átti frábært sund í úrslitum og endaði sjötti.

Þetta var því annað Íslandsmetið hjá Róberti í dag því í undanrásum setti hann nýtt Íslandsmet í 50m flugsundi á millitímanum sínum 26,45 sek. Í kvöld kom hann svo í bakkann í úrslitum sjötti og var tíminn hans 57,92 sekúndur og nýtt Íslandsmet í hús!

Frábær frammistaða hjá Hafnfirðingnum unga en það var svo hinn danski Alexander Hillhouse sem setti nýtt Paralympic met þegar hann vann gullið á tímanum 54,61 sek.

Til hamingju Róbert, til hamingju Fjörður og SH.

Myndir/ Simone Castrovillari og Laurent Bagins

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hönnun Gunnars Karls prýðir hjólastólavagn Allir með

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót og vekja mi…