Heim 2. tbl. 2024 Ólafur Ólafsson — Kveðja

Ólafur Ólafsson — Kveðja

8 min read
Slökkt á athugasemdum við Ólafur Ólafsson — Kveðja
0
380

Jarðarför Ólafs Ólafssonar, formanns íþróttafélagsins Aspar fór fram í kyrrþey föstudaginn 6. september sl. Stórt skarð er höggvið í íþróttahreyfingu fatlaðra og Olla okkar er sárt saknað.

Minningargrein birt í mbl föstudag 6. september 2024

Fall­inn er frá ein­stak­ur maður, hann Olli í Öspinni, Olli okk­ar allra. Allt hans líf ein­kennd­ist af þeirri líf­sýn að verða að liði og skapa ham­ingju, gleði og tæki­færi fyr­ir aðra.

Ómet­an­legt, óeig­ingjarnt og ein­stakt lífs­starf í þágu íþrótta fatlaðra verður aldrei fullþakkað. Því­lík veg­ferð, en nú er komið að kveðju­stund.

Sem formaður íþrótta­fé­lags­ins Asp­ar var hann vak­inn og sof­inn yfir vel­ferð iðkenda og heim­ili fjöl­skyldu hans varð heim­ili þeirra. Öll fjöl­skyld­an tók þátt í starfi fé­lags­ins og Öspin átti sinn stað í hjarta þeirra allra.

Olli varð snemma öt­ull liðsmaður Íþrótta­sam­bands fatlaðra, tók virk­an þátt í starfi nefnda og ráða ÍF og vann af krafti að fram­gangi bocciaíþrótt­ar­inn­ar á Íslandi. Hann sat í stjórn ÍF 1982-1984 og í stjórn Special Olympics á Íslandi frá 1990. Ávallt boðinn og bú­inn til aðstoðar. Hans mikla brautryðjand­astarf á sviði íþrótta fatlaðra bygg­ist ekki síst á því að í hvert skipti sem til­boð kom að utan til ÍF um ný tæki­færi eða ný mót var Olli til­bú­inn að stíga ný skref, setja á fót nýj­ar grein­ar og gefa færi á fleiri tæki­fær­um. Sá eld­móður og sú ein­læga gleði sem fylgdi Olla í starfi hans að fram­gangi íþrótta fatlaðra kveikti neista og dró aðra með í verk­efn­in. Eng­inn kunni bet­ur að fagna og gleðjast og njóta upp­lif­un­ar í hita augna­bliks­ins. Að fylgj­ast með Olla á opn­un­ar­hátíðum Special Olympics þegar keppt var um fal­leg­asta pinn­ann eða þegar horft var á kepp­end­ur njóta sín í íþrótt­a­starf­inu, þá var Olli him­in­lif­andi glaður og ánægður. Hann gladd­ist yfir hverju skrefi sem iðkend­ur tóku og fylgdi þeim eft­ir af mik­ill alúð. Olli var í stjórn­enda­hlut­verki sem formaður Asp­ar en hans hlut­verk var að stór­um hluta bak við tjöld­in, í grasrót­ar­starf­inu og að aðstoða iðkend­ur á all­an hátt. Sama gilti þegar hann gegndi far­ar­stjóra- eða þjálf­ara­hlut­verki á mót­um ÍF er­lend­is, þar var hann liðsmaður í hverju verk­efni.

Hann hlaut ýms­ar vegtyll­ur og viður­kenn­ing­ar á lífs­leiðinni sem var sann­ar­lega verðskuldað. Það gladdi hann að finna að starf hans væri metið og hann vissi að öll at­hygli sem tengd­ist íþrótta­fé­lag­inu Ösp gæti skapað mögu­leika á aukn­um stuðningi. Vak­inn og sof­inn yfir öllu sem gæti aukið veg­sæld fé­lags­ins hans allt fram á síðasta dag.

Það er heiður að hafa fengið að kynn­ast og verða sam­ferða slík­um öðlingi og brautryðjanda og hans verður sárt saknað. Saga íþrótta fatlaðra á Íslandi, sem Olli tók virk­an þátt í að skapa, er for­senda framtíðar­verk­efna og nýrra tíma í íþrótt­a­starfi fatlaðra.

Und­ir­rituð er þess ævar­andi þakk­lát að Olli varð mín hægri hönd þegar ég mætti til starfa hjá ÍF og gegn­um árin hafa skap­ast ógleym­an­leg­ar minn­ing­ar um stór­kost­leg­ar sam­veru­stund­ir og skemmti­leg verk­efni með góðum fé­lög­um og vin­um.

Íþrótta­sam­band fatlaðra og Special Olympics á Íslandi standa í mik­illi þakk­ar­skuld við Olla okk­ar sem nú hverf­ur á braut til nýrra verk­efna. Blessuð sé minn­ing góðs vin­ar og fé­laga.

Inni­leg­ar samúðarkveðjur til Helgu, Óla og fjöl­skyldu og vina Olla.

F.h. stjórn­ar og starfs­fólks Íþrótta­sam­bands fatlaðra,

Anna Karólína Vil­hjálms­dótt­ir (Anna Lína).

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…