Heim 2. tbl. 2024 Sex íslenskir keppendur á NM í Vejle

Sex íslenskir keppendur á NM í Vejle

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sex íslenskir keppendur á NM í Vejle
0
230

Norðurlandamótið í sundi í 25m laug fer fram í Vejle í Danmörku dagana 1.-3. desember næstkomandi. Sex íslenskir sundmenn úr röðum fatlaðra keppa við mótið og einn þeirra í mótshluta ófatlaðra. Síðustu ár hefur NM verið haldið sameiginlega hjá fötluðumo og ófötluðum og hefur fyrirkomulagið verið að gefa góða raun. Hópurinn heldur utan til Danmerkur næsta föstudag.

Keppendur Íslands eru:

Róbert Ísak Jónsson – 100 flug, 50 bringa, 50 flug
Sonja Sigurðardóttir – 50 bak, 50 skrið, 100 bak
Thelma Björg Björnsdóttir – 400 skrið, 200 skrið, 100 bringa, 50 bringa, 100 skrið
Anna Rósa Þrastardóttir – 400 skrið, 50 skrið, 200 skrið, 100 skrið
Emelía Ýr Gunnarsdóttir – 50 skrið, 50 flug, 100 flug, 200 fjór
Snævar Örn Kristmannsson – opinn flokkur – 200 flug, 100 flug, 50 skrið, 50 flug,

Þjálfarar í ferðinni eru Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari og Marinó Ingi Adolfsson aðstoðarþjálfari.

Mynd/ JBÓ: Snævar Örn frá ÍFR mun keppa í flokki ófatlaðra á NM í Danmörku.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…