Heim 2. tbl. 2024 Heimsleikar Special Olympics 2025 á Ítalíu

Heimsleikar Special Olympics 2025 á Ítalíu

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Heimsleikar Special Olympics 2025 á Ítalíu
0
232

 Dagana 8.-15. mars 2025 verða haldnir vetrarheimsleikar Special Olympics á Ítalíu Keppnisstaðir eru í Torino og Piedmont region/ skíðasvæðum þar í kring. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda fimm keppendur til þátttöku í þremur greinum, listhlaupi á skautum, dansi og alpagreinum. 

Dans er í fyrsta skipti keppnisgrein á heimsleikum Special Olympics.

Ísland sendi í fyrsta skipti keppendur í listhlaupi á skautum á heimsleika SOI 2005 en þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland á keppendur í dansi og alpagreinum. 

Helstu upplýsingar;
1.500 Keppendur  & unified
103 Þátttökulönd
8. íþróttagreinar    
Alpine Skiing, Cross Country Skiing, DanceSport, Figure Skating, Floorball, Short Track Speed Skating, Snowboarding, and Snowshoeing
2.000 Sjálfboðaliðar 
1.000 Þjálfarar
1.000 Fulltrúar fjölmiðla     
1.000 Heiðursgestir 
3.000 Aðstandendur 

Dagskrá

8. mars.  Opnunarhátíð  

8.-15 Æfinga- og keppnisdagar

15. mars  Lokahátíð 

Keppnisstaðir & Viðburðir
Torino;  Host Town Program, Opening Ceremony,  Healthy Athletes,  
Global Youth Leadership Summit § Floorball 

Sestriere; Alpine Skiing, Snowshoeing

Bardonecchia  DanceSport,  Snowboarding

Pragelato Cross Country Skiing

Turin 
Stadio del Ghiaccio Tazzoli. Figure skating – 

Keppendur frá Íslandi MYND f.v.

Bjarki Rúnar Steinarsson  Skautar
Védís Harðardóttir Skautar
Þórdís Erlingsdóttir Dans
Ingólfur Bjartur Magnússon Dans Unified
Victoria Ósk Guðmundsdóttir Skíði

„unified“ keppni fatlaðra og ófatlaðra 

Grænlendingar með í fyrsta skipti

Grænlendingar tóku boði Special Olympics á Íslandi um að nýta kvóta Íslands á gönguskíðum og einnig var þeim boðið að vera í íslenska hópnum.  Í fyrsta skipti í sögunni munu Grænlendingar því eiga fulltrúa á heimsleikum Special Olympics. Þeir munu ferðast með danska hópnum á leikana þar sem þess var óskað af Dönum.

Borist hefur þakkarbréf frá Grænlandi til Íslands vegna þessa og tveir keppendur munu mæta frá Grænlandi ásamt tveimur þjálfurum. 

Special Olympics World Games • X: @sowg_
Facebook: @SpecOlympWorldGames
Instagram: @sowg_berlin2023
Special Olympics • X: @SpecialOlympics
Facebook: @SpecialOlympics
Instagram: @SpecialOlympics
TikTok: @Special.Olympics
YouTube: @SpecialOlympicsHQ

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…