Heim 2. tbl. 2024 Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra

Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra
0
139

Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Royal Northern College of Music Session Orchestra í Salnum Kópavogi á morgunn, 20 nóvember og í Hljómahöll Reykjanesbæ 21 nóvember.

Þess má geta að í dag, 19 nóbember, er Már Gunnarsson 25 ára en það er þó ekkit tilefni tónleikanna. Tilefnið er útgáfa nýrrar plötu Más, sem ber titilinn Orchestral Me. Platan er afrakstur dvalar Más í Englandi þar sem hann stundar nám við einn virtasta tónlistarháskóla Englands. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni auk vel valinna laga í ævintýralegum sinfónískum útsetningum. Sérstakir heiðursgestir sýningarinnar verða, hinn eini sanni Laddi og stórsöngkonurnar Ísold og Iva.

RNCM Session Orchestra spila inn á plötuna og er mætt til landsins í tilefni tónleikanna. RNCM Session Orchestra skipa 30 ungir stórkostlegir hljóðfæraleikarar. Þessir tónlistarmenn eru upprennandi stjörnur ensku sinfóníu-elítunnar en nú þegar hafa þau spilað með stórhljómsveitum á borð við BBC Philharmonic,The Hallé -Manchester Camerata, Royal Liverpool Philharmonic Orchestra og Opera North. Hópurinn kom itl landsins í gær og náðu því að fagna afmælisdeigi Más með honum áður en tónleikahaldið byrjar.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hönnun Gunnars Karls prýðir hjólastólavagn Allir með

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót og vekja mi…