Heim 2. tbl. 2024 Klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn

Klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn
0
317

Klifurfélag Reykjavíkur er að fara af stað með klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn.

Markmið námskeiðsins:
Markmið verkefnisins er að kynna klifuríþróttina fyrir fjölbreyttari hóp barna og ungmenna og auka þátttöku fatlaðra barna í íþróttum.

Hver er markhópurinn:
Börn í 6. – 10. bekk í grunnskóla sem eru blind, sjónskert eða með hreyfihömlun og eru án viðbótarfatlana.

Lýsing á verkefninu:
Klifur fyrir fatlaða/paraklifur er nýtt verkefni með það að markmiði að auka framboð íþróttaiðkunar fyrir fötluð börn og ungmenni. Námskeiðið verður 5 vikur þar sem æft er 2x í viku með reyndum þjálfurum. Ef vel gengur myndum við vilja skoða að bjóða upp á áframhaldandi námskeið/æfingar fyrir þennan hóp.

Æfingar verða á miðvikudögum kl. 15:30 í Miðgarði (Garðabæ) og laugardögum kl. 10:00 í Klifurhúsinu, Ármúla 23.

Verkefnið er styrkt af hvatasjóði Allir með.

Svana Ösp Kristmundsdóttir, klifrari og sjúkraþjálfari, kennir námskeiðið.

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 13. nóvember.

Verð og skráning:
Námskeiðið kostar 5.000 kr
Skráning fer fram hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…