Dagana 6. – 10. júní 2022 voru góðir gestir á Íslandi en það voru fulltrúar Special Olympics í Rúmeníu og formenn nýstofnaðra íþróttafélaga þar. Með stofnun 15 íþróttafélaga víða um landið telur forsvarsfólk Special Olympics í Rúmeníu að starfið fái meiri viðurkenningu en þá skapast skilyrði til að setja á fót samtök sem halda utan um íþróttastarf félaganna á landsvísu. …