Heim 1. tbl 2022 - NPC HM í sundi sett í heimaborg Ronaldo

HM í sundi sett í heimaborg Ronaldo

2 min read
Slökkt á athugasemdum við HM í sundi sett í heimaborg Ronaldo
0
628

HM fatlaðra í sundi var sett í dag í glæsilegri innilaug þeirra eyjaskeggja í Funcal á Madeira í Portúgal. Á mótinu  sem fram fer dagana 12. – 18. júní  taka þátt rúmlega 500 sundmenn frá 59 löndum þar sem fimm íslenskir sundmenn eru meðal þátttakenda.

Fánaberar Íslands við opnunarathöfnin voru þeir Róbert Ísak Jónsson og Hjörtur Már Ingvarsson, menn með reynslu  sem líkt og hinir íslensku sundmennirnir hafa tekið þátt fjölmörgum stórmótum í sundi.

Funchal, höfuðborg Madeira er ekki einungis þekkt fyrir að vera heimaborg knattspyrnusnillingsins Ronaldo heldur hefur hún hýst fjölmörg stórmót í sundi s.s. EM fatlaðra í sundi 2016 og nú síðast EM 2021.

HM í sundi átti upphaflega að fara fram 2021 en vegna frestunar Paralympics / Ólympíumóts fatlaðra sem fram fór í Tókýó í Japan 2021 var mótið fært og er nú stærsta mót í íþróttamót fatlaðra sem Portúgalar hafa haldið.

Fyrstir Íslendinganna til að stinga sér til sunds verða þær Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir í 100m skriðsundi en mótið má nálgast á Facebook-síðu ÍF þar sem allir mótshlutar verða í beinni gegnum Youtube-rás IPC.

Myndir/ Á efri myndinni er Róbert Ísak galvaskur að spóka sig í nágrenni hótelsins þar sem íslenski hópurinn dvelur en á þeirri neðri eru hann og Hjörtur Már að sinna skyldustörfum fánabera við opnunarhátíðina í kvöld.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022 - NPC
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Róbert kominn inn á Paralympics í París!

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur bæst við keppendahóp Íslands fyrir Paralympics sem …