Heim 1. tbl 2022 Stjörnur í leik frekar en stríði!

Stjörnur í leik frekar en stríði!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Stjörnur í leik frekar en stríði!
0
708

Special Olympics körfuboltahópur Hauka tók þátt á minniboltamóti í Garðabæ þarsíðustu helgi, Stjörnustríð. 

18 iðkendur tóku þátt og var hópurinn skipt í tvennt, eldri og yngri. 

Eldri hópurinn keppti á móti Stjörnunni og Álftanes. Mikil leikgleði og keppniskap var hjá liðinu. Þetta var fyrsta mótið sem við förum á þar sem stigin voru talin og því mikil spenna að kíkja á stigatöfluna eftir hverja körfu. Elstu krakkarnir okkar hafa flestir verið að æfa í nokkur ár og tekið gífurlegum framförum í samspili og leikskilningi. 

Yngri hópurinn okkar spilaði þrjá leiki, á móti Ármann, Breiðablik og Val. Mikil spenna var í hópnum enda flestir að taka þátt á sínu fyrsta körfuboltamóti. Krakkarnir voru fljótir að venjast umhverfinu og tók leikgleðin völdin. Mikil stemning var í húsinu, krakkarnir okkar voru duglegir að skora körfur og spila öfluga vörn. 

Nú fer tímabilið að enda hjá okkur í lok maí en mikil spenna er að byrja aftur eftir símafrí og taka þátt á fleiri mótum. Áfram Ísland! 

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…