Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson frá HK hafa ekki setið auðum höndum síðustu misseri en báðir hafa þeir sett stefnuna á að komast inn á Paralympics. Hvenær það tekst er svo undir þeim komið en markmiðið er metnaðarfullt og þessir tveir af fremstu borðtennismönnum þjóðarinnar úr röðum fatlaðra eru þegar búnir að leggja töluvert á sig í …