Heim 1. tbl 2022 Fjörður bikarmeistari 2022

Fjörður bikarmeistari 2022

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjörður bikarmeistari 2022
0
723

Flokka- og bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Ásvallalaug um síðastliðna helgi. Íþróttafélagið Fjörður varð þá bikarmeistari og eitt nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós.

Fjörður hlaut 707 stig í bikarkeppninni en í 2. sæti var ÍFR með 340 stig og Ösp hafnaði í 3. sæti með 192 stig. Óðinn varð í fjórða sæti með 92 stig og Ármann hafnaði í 5. sæti með 32 stig.

Sundkonan Sonja Sigurðardóttir setti eina Íslandsmet mótsins en það gerði hún í 200m skriðsundi S4 þegar hún synti á tímanum 4:49.04 mín.

Hér má nálgast úrslit mótsins

Við ræddum við Guðfinn Karlsson sundmann úr Firði og Sonju Sigurðardóttur sundkonu frá ÍFR en bæði eru þau á leið á HM í sundi í Portúgal þann 8. júní næstkomandi:

Viðtal við Guðfinn

https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/videos/417666096613933/

Viðtal við Sonju

https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/videos/564665218355686/

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stu…