Heim 1. tbl 2022 - NPC Paralympic-kyndillinn 2022 í varanlega varðveislu hjá Össur

Paralympic-kyndillinn 2022 í varanlega varðveislu hjá Össur

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-kyndillinn 2022 í varanlega varðveislu hjá Össur
0
1,213

Íþróttasamband fatlaðra hefur átt í farsælu samstarfi við Össur í meira en þrjá áratugi. Össur er einn helsti samstarfs- og styrktaraðili sambandsins og hefur m.a. verið með íslenskt afreksfólk úr röðum fatlaðra í Team Össur sem skipað er fremsta íþróttafólki heims sem keppir á og notast daglega við vörur frá Össuri.

Nýverið fóru Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF í heimsókn til Össurar og var tilefnið nýafstaðin þátttaka Íslands í Vetrar Paralympics í Kína.

Með í heimsókninni var skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem er meðlimur í Team Össur en hann var jafnframt eini keppandi Íslands á Vetrar Paralympics í Kína. Þess má einnig geta að Hilmar er sumarstarfsmaður hjá Össuri.

Við heimsóknina afhenti Þórður Árni Paralympic-kyndilinn sem Ísland fékk fyrir þátttöku sína í Kína. Sveinn Sölvason forstjóri Össurar tók við kyndlinum til varðveislu sem minningu um samstarf ÍF og Össurar og þátttöku Íslands í leikunum.

Á myndinni frá vinstri eru Sveinn Sölvason forstjóri, Hilmar Snær Örvarsson íþróttamaður og starfsmaður Össurar, Ólafur Magnússon, Þórður Árni Hjaltested og Edda Heiðrún Geirsdóttir forstöðumaður samskiptasviðs.

Hluti úr Paralympic-eldinum frá því London 2012 er varðveittur í Bláa Lóninu en hverri þátttökuþjóð í leikunum 2012 var gefinn hluti af Paralympic-eldinum. Þá er kyndill frá Paralympics í Tokyo í Japan frá 2020 varðveittur hjá Toyota á Íslandi en öll þessi fyrirtæki eru á meðal fremstu samstarfs- og styrktaraðila Íþróttasambands fatlaðra.

Hér má sjá myndband sem gert var um Paralympic-kyndilinn fyrir Vetrar Paralympics 2022 í Beijing, Kína.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022 - NPC
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið…