Heim 1. tbl 2021 Flottur árangur í Aberdeen og Berlín

Flottur árangur í Aberdeen og Berlín

10 min read
Slökkt á athugasemdum við Flottur árangur í Aberdeen og Berlín
0
726

Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi tók saman góðan pistil um tvö afreksverkefni í sundi sem fram fóru í Aberdeen og Berlín. Afrekssundfólk úr röðum fatlaðra notaði þessi tvö mót sem undirbúning fyrir HM í sundi sem fram fer í Madeira í Portúgal dagana 12.-18. júní næstkomandi. Hér er hlekkur á frétt um þá fimm sundmenn sem verða fulltrúar Íslands á HM í sundi 2022.

Opna breska Aberdeen 13.-21.febrúar

Um miðjan febrúar fóru tveir keppendur til Aberdeen í Skotlandi og tóku þátt í „Para Swimming Word Series“ eða Opna breska eins og það er kallað á íslensku.  Þetta voru þeir Hjörtur Már Ingvarsson og Róbert Ísak Jónsson frá Íþróttafélaginu Firði.  Með í för voru Ragnar Friðbjarnarson, landsliðsþjálfari og Ingvar Geir Guðbjörnsson aðstoðarmaður.

Hjörtur Már Ingvarsson – Fjörður

Tilgangur ferðarinnar var að Hjörtur kæmist í alþjóðlega flokkun og að Róbert gæti keppt við sína jafningja en Bretar eru þekktir fyrir að hafa breiðan og sterkan hóp af S14 sundmönnum.  Hjörtur þurfti að mæta í flokkun strax á mánudegi og fór sá dagur í flokkun.  Fyrst var hann tekinn í mat á þurru landi þar sem liðferlar, færni og styrkur er skoðaður, þar á eftir fór fram flokkun ofan í laug þar sem hann var látinn framkvæða allskonar hundakúnstir í vatninu. Næstu tvo daga notuðum við svo til æfinga og undirbúnings fyrir keppni auk þess sem við gátum skoðað miðborg Aberdeen sem var í næsta nágrenni við hótelið.

Keppni hófst svo á fimmtudegi og stóð fram á sunnudag.

Hjörtur keppti í 100m skrið, 100m bringu, 200m skrið og 50 skrið og var að synda við sína fyrstu tíma.  Enn auk þess fylgdust „flokkararnir“ með þeim sundum og eftir mótið fékk hann lokaflokkun sem var sú sama og hann var í áður S5 og SB4.  

Róbert keppti í 200m fjór, 100m bringu og 100m flug og vann gull, silfur og brons í sínum sundum og synti til úrslita í öllum sundum.  Keppt var í opnum flokki þar sem keppt er í stigakeppni einstaklingar óháð fötlunarflokkum, sá keppandi sem er næst heimeti fær flest stig.

Mótið var góð reynsla fyrir báða kappana til að sjá hvar þeir standa á miðju tímabili miðað við aðra keppinauta. Einnig var þetta góð æfing í að taka Covid test en á hverjum morgni þurfti að taka heimapróf og sýna mynd af prófinu til að fá aðganga að lauginni.

Hálf brösulega gekk að komast heim vegna veðurs en flugið sem við áttum að fara með til Amsterdam var fellt niður og flugum víð því fyrst til Dublin – svo til London og enduðum svo á Keflavík á milli lægða á miðnætti.  En allir komust heim reynslunni ríkari.

Róbert Ísak Jónsson – Fjörður/SH

Berlín Open 29.mars – 4.apríl

Um mánaðarmótin mars apríl töku sex vaskir sundmenn úr Afrekshópi ÍF þátt i Opna Þýska meistaramóti fatlaðra í sundi  „IDM Berlin 2022“ en það er eitt fjölmennasta sundmót fyrir fatlaða sem haldið er í Evrópu á hverju ári.  

Sundmenn sem tóku þátt í mótinu voru: Róbert Ísak Jónsson, Hjörtur Már Ingvarsson, Guðfinnur Vilhelm Karlsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir, Þórey Ísafold Magnúsdóttir. Með þeim í för voru Ragnar Friðbjarnarson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir, Steinunn Einarsdóttir og Ingvar Geir Guðbjörnsson. 

Flogið var til Berlínar á þriðjudaginn 29.mars og hófst svo keppni á fimmtudeginum 31.mars og stóð fram á sunnudaginn 3.apríl.  Keppt er í undanrásum á morgnana og svo til úrslita í opnum flokki eftir stigatöflu seinnipartinn.  Verðlaun eru veitt fyrir hvern flokk fyrir árangur á undanrásum og svo fyrir opinn flokk í úrslitum.

Þó svo að Covid-takmörkunum hafi verið aflétt á Íslandi voru Þjóðverjar enn með allar varnir í gangi.  FFP2 grímuskylda og Covid test daglega.  En allt gekk þetta upp þó svo að oft hafi tekið dágóðan tíma að komst inn í laugina á morgnana, sem betur fer er sundlaugin í göngufæri frá hóteli. Fyrst þurftum við að bíða í röð við að komst í Covid-test, næst bíða eftir að niðurstöður kæmu í  appið og svo brosa framan í andliskanna og þá var okkur hleypt inn í laug. 

Beðið eftir niðurstöðum úr COVID-prófum í Berlín.

Skemmst er frá því að segja að allir unnu til verðlauna í sínum flokki og margir að komust í úrslit.

Thelma fékk brons í 100 bringu (SB5), Brons í 100 skrið (S6) og synti í C-úrslitum. Brons í 50 skrið (S6) og silfur í 400 skrið (S6) PB í undanrásum og synt í B-úrslitum og var í 5 sæti í 200m bringu (opinn flokkur) í beinum úrslitum

Thelma Björg Björnsdóttir gerir sig klára í keppni í Berlín

Sonja fékk silfur í 100 skrið (SB4), fékk silfur í 150m þrísundi (SM4)  og synti í úrslitum.

Þórey fékk silfur í 100 bringu (SB14), silfur í 50 bringu (SB14) PB og gull í gull í 50m flug (S14)

Róbert fékk silfur í 100 flug (S14) og synti í B-úrslitum, gull í 200m fjór (S14) og synti í B-úrslitum.

Guðfinnur fékk brons í 100bringu (S11) og brons í 400 skrið (S11)

Hjörtur fékk gull í 100m bak (S5) og PB

Heimferðin gekk vel þrátt fyrir að við rétt náðum við vélinni í Köben eftir seinkun á vélinni frá Berlín.

Takk fyrir góða ferð

Ragnar Friðbjarnarson
Landsliðsþjálfari ÍF í sundi

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …