Heim 1. tbl 2022 Borðtennis: Draumur að komast á Paralympics

Borðtennis: Draumur að komast á Paralympics

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Borðtennis: Draumur að komast á Paralympics
0
907

Borðtennismennirnir Hákon Atli Bjarkason og Björgvin Ingi Ólafsson frá HK hafa ekki setið auðum höndum síðustu misseri en báðir hafa þeir sett stefnuna á að komast inn á Paralympics. Hvenær það tekst er svo undir þeim komið en markmiðið er metnaðarfullt og þessir tveir af fremstu borðtennismönnum þjóðarinnar úr röðum fatlaðra eru þegar búnir að leggja töluvert á sig í baráttunni við markmiðin.



„Fyrr á þessu ári kepptum við á opnu móti hjá ITTF á Costa Brava á Spáni en það var fyrsta ITTF mót Björgvins,“ sagði Hákon Atli Bjarkason í samtali við Hvatisport.is. Mótið fór ekki alveg sem skyldi hjá Hákoni. „Ég var fárveikur alla ferðina og gat því ekki blautann. Björgvin hinsvegar náði að landa sínum fyrsta sigurleik á ITTF móti,“ sagði Hákon sem keppir í flokki 5.



Í borðtennis eru flokkarnir 11 talsins. Keppendur í flokkum 1-5 eru í stijandi flokki en keppendur í flokkum 6-10 eru standandi. Þá er flokkur 11 keppnisflokkur þroskahamlaðra iðkenda.



Eftir Costa Brava lá leiðin í æfingabúðir í Svíþjóð um síðustu páska þar sem æft var með landsliðum Svíþjóðar og Norges. Samstarf Norðurlandanna í afreksíþróttum fatlaðra á sér langa sögu og því var þeim félögum vel tekið í Svíþjóð.



„Þetta var í Örebro og í raun geggjað verkefni. Við Björgvin fengum báðir mjög mikið út úr þessu og spiluðum við keppendur í okkar flokkum sem eru á hæsta stigi í heiminum. Það er allt annar leikstíll að ná að spila við keppendur í sínum eigin fötlunarflokki heldur en að leika svona blandað eins og gert er hér heima sökum þess hve fáir eru í greininni á Íslandi,“ sagði Hákon. Fyrir liggur að þeir félagar haldi aftur í æfingabúðir með spilurum frá Norðurlöndum og síðar á þessu ári munu þeir báðir keppa á Stokkhólm Para Games.



Þjálfari Björgvins og Hákons er Bjarni Þorgeir Bjarnason en þar æfa þeir félagar undir hans stjórn hjá HK í Kópavogi. Aðspurður um stóru mótin sagði Hákon að nú væri HM ár og þangað inn kæmust þeir ekki að þessu sinni en næsta ár væri stefnan sett á Evrópumeistaramótið. „Nú erum við á fullu við að undirbúa okkur fyrir þátttöku í EM á næsta ári og þá fær maður að sjá aðeins hvernig þetta muni þróast varðandi möguleikana á að ná inn til Parísar 2024 á Paralympics eða næstu leika eftir það 2028. Að ná inn til Parísar væri draumur en það verður erfitt, það tekur langan tíma að vinna sig upp styrkleikalistann og því ætlum við að æfa stíft í ár og spila meira á næsta ári og þannig gera heiðarlega atlögu að 2024 og 2028 leikunum.“



Þá er ljóst að þeir félagar eiga skemmtilegt verkefni fyrir höndum því Björgvin hefur þegar verið skráður til leiks á European Para Youth Games sem fram fara í Finnlandi 27. júní til 4. júlí næstkomandi. Þangað fer Hákon með honum sem aðstoðarmaður og þjálfari en mótið er stærsta alþjóðlega íþróttamótið í Evrópu fyrir íþróttamenn úr röðum fatlaðra 23 ára og yngri.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…