maí 15, 2025

Hvati

  • Vetrarleikar SO 2025
    • Paralympics 2024 — París
    • #WeThe15
  • Hvati tímarit
    • 1. Tbl. 2024
    • 2. tbl. 2023
    • Berlín 2023
    • 1. TBL. 2023
    • 2. tbl. 2022
    • 1. tbl 2022
    • Hvati 1.tbl 2021
    • Hvati 2. tbl 2020
    • 1. tbl. 2020
    • Hvati 2. tbl 2019
  • Vefsíða ÍF
  • Áfram Veginn – Kynningarmánuður
  • Samskiptaráðgjafi
  • Íþróttir fatlaðra í 50 ár

Hvati 2. tbl 2022

2. tbl 2022

Jólakveðja til lesenda


Posted on  25/12/2022

Við sendum lesendum okkar innilegustu ósk um gleði- og friðarjól og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Vefurinn er sífellt í vinnslu og stækkar ár frá ári og við hlökkum til að gera meira og betur 2023, enda stígandi í öllu okkar starfi og margir spennandi og gleðilegir atburðir framundan á komandi árum.

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við Jólakveðja til lesenda
2. tbl 2022

„Ég hef bara svo gaman að þessu“


Posted on  23/12/2022

Bogfimikappinn Þorsteinn Halldórsson er í hörkuformi um þessar mundir. Hann hækkaði sig verulega á heimslistanum og er til alls líklegur á nýju ári. Næsta sumar gæti skapast tækifæri til að vinna sér inn keppnisrétt á Paralympics árið 2024 en leikarnir verða haldnir í París. Hvati settist niður með Þorsteini og spurði hann fyrst hvað standi upp úr í íþróttinni á …

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við „Ég hef bara svo gaman að þessu“
2. tbl 2022

Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen


Posted on  13/12/2022

Norðurlandamótinu í sundi í 25m laug lauk í Bergen í Noregi í gær. Íslendingar gerðu það gott á mótinu með þónokkrum Íslandsmetum og Norðurlandameistaratitlum. Flottur árangur hjá sundfólkinu á síðasta stórmóti ársins. Hér að neðan fer samantekt allra þriggja keppnisdaganna í Bergen. Keppnisdagur 1: Fyrsti dagurinn á Norðurlandamóti gekk vel. Tveir Norðulandameistarar, eitt silfur og tvö Íslandsmet. Thelma, Anna Rósa …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við Þrír Norðurlandameistaratitlar í Bergen
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2022     Uncategorized

Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022


Posted on  07/12/2022

Íþróttafólk ársins 2022 hjá ÍF var heiðrað í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta árið var skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson Íþróttamaður ársins og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir íþróttakona ársins.  Íþróttamaður ársins 2022 Nafn: Hilmar Snær ÖrvarssonAldur: 22 áraFélag: VíkingurÍþróttir: SkíðiÞjálfari: Þórður Georg Hjörleifsson Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina „Íþróttamaður ársins.“ Hilmar var fyrst kjörinn árið …

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022
2. tbl 2022

Hvataverðlaunin 2022: Karl Þorsteinsson


Posted on  07/12/2022

Hvataverðlaun ÍF árið 2022 hlýtur Karl Þorsteinsson, formaður boccianefndar Íþróttasambands fatlaðra. Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni …

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við Hvataverðlaunin 2022: Karl Þorsteinsson
2. tbl 2022

Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal


Posted on  06/12/2022

Hinn árlegi Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór að nýju fram eftir heimsfaraldur COVID-19. Í ár fór Paralympic-dagurinn fram á alþjóðadegi fatlaðra eða 3. desember og sem fyrr var um stóran og skemmtilegan kynningardag að ræða á íþróttum og lýðheilsu fatlaðra. Fjöldamargir lögðu leið sína í Frjálsíþróttahöllina í Laugardal þar sem íþróttafélög, einstaklingar og stofnanir kynntu starfsemi sína. Íþróttanefndir ÍF og nemar …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2022

Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!


Posted on  05/12/2022

Ár hvert er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Upphaf dagsins má rekja til ársins 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að gera 5. desember að degi sjálfboðaliðans.  Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið borin uppi af sjálfboðaliðum sem starfað hafa af ástríðu í þágu íþrótta í landinu. Sjálfboðaliðar í hreyfingunni sinna verkefnum, stórum jafnt sem smáum og …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2022

Gull og met hjá Þorsteini


Posted on  01/12/2022

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri er í fantaformi um þessar mundir en hann vann nýlega til gullverðlauna og setti Íslandsmet á Íslandsmóti öldunga innandyra. Mótið fór fram í Bogfimisetrinu í Dugguvogi – úrslit mótsins. Þorsteinn keppti í trissuboga 50+ master karla. Metið setti Þorsteinn í með 144 stigum í útslætti en hann hafði betur gegn Alberti Ólafssyni frá BF Boginn. …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við Gull og met hjá Þorsteini
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2022

Paralympic-dagurinn 2022: Mikilvægi hreyfingar


Posted on  30/11/2022

Verið hjartanlega velkomin á Paralympic daginn 2022 haldinn á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember. Þá er loks komið að því eftir Covid viðburðatakmarkanir að við getum haldið Paralympic daginn. Dagurinn er nú sem hingað til helgaður kynningu á íþróttagreinum sem stundaðar eru innan vébanda Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttanefndir ÍF, aðildarfélög ÍF og samstarfsaðilar sambandsins koma saman í frjálsíþróttahúsinu í Laugardal, sem tengt …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-dagurinn 2022: Mikilvægi hreyfingar
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - SO     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2021 - Special Olympics     2. tbl 2022

María og Jón Ingi með frábæra frammistöðu í Danmörku


Posted on  29/11/2022

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fór nýverið fram í Viborg í Danmörku. Samhliða HM var einnig keppt í Special Olympics kraftlyftingum þar sem Jón Ingi Guðfinnsson og María Sigurjónsdóttir bæði frá Suðra voru fulltrúar Íslands. Jón Ingi keppti í -66kg flokki og María í +84 kg flokki. Jón Ingi lyfti 65 kg í hnébeygju, 60 kg í bekkpressu og 120 kg í …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við María og Jón Ingi með frábæra frammistöðu í Danmörku
2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2022

Paralympic-dagurinn 2022: Spennt að kynna körfuboltann


Posted on  28/11/2022

Paralympic-dagurinn fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 3. desember næstkomandi. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþrótta- og lýðheilsustarfsemi fatlaðra á Íslandi. Ein af hinum skemmtilegum kynningum helgarinnar verður í höndum Special Olympics- körfuboltahóps Hauka sem æfir undir stjórn Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur. „Við erum mjög spennt fyrir Paralympic-deginum og að fá tækifæri til að kynna körfubolta fyrir áhugasama og starfinu sem …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-dagurinn 2022: Spennt að kynna körfuboltann
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2022

ÍF og Coca-Cola Europacific framlengja samstarfinu


Posted on  08/11/2022

Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca-Cola Europacific á Íslandi og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra undirrituðu á dögunum nýjan samstarfs- og styrktarsamning aðilanna á skrifstofu ÍF í Laugardal. Íþróttasamband fatlaðra og Coca-Cola Europacific á Íslandi hafa átt í löngu og farsælu samstarfi í gegnum árin. Coca-Cola hefur einnig til fjölda ára verið einn af samstarfsaðilum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra og má …

Lesa áfram
By Jón Björn Ólafsson
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Coca-Cola Europacific framlengja samstarfinu
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - ÍF     2. tbl 2022

Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir


Posted on  08/11/2022

Íþróttasamband faltaðra kynnti fyrir tveimur árum sumarbúðir ELSASS samtakanna í Danmörku. Þar takast börn og ungmenni með CP  á við nýjar áskoranir. Óskað hafði verið eftir því að Íslendingar fengju aðgang að þessum sumarbúðum og vel var tekið í það. Nú hefur, Kristín, íslensk stúlka frá Akureyri stigið skrefið en hún tók þátt í sumarbúðnum 2022.  ÍF óskaði eftir samantekt um ferðina og hér er …

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - SO     2. tbl 2021     2. tbl 2021 - Special Olympics     2. tbl 2022

Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 — Undirbúningur hafinn


Posted on  04/11/2022

31. október var haldinn í Laugardalshöll, fyrsti fundur keppenda, aðstandenda, þjálfara og fararstjóra vegna heimsleika Special Olympics í Berlín 2023.  Heimasíða leikanna  https://www.berlin2023.org/ Leikarnir hefjast með opnunarhátíð 17. júní og lýkur 25. júní. Íslenski hópurinn mun búa í vinabænum Kempten nokkra daga fyrir leikana og undirbúningsnefndin í Kempten er nú þegar byrjuð að undirbúa heimsókn fulltrúa Íslands. Vinabæjarprógrömm fyrir heimsleika Special …

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 — Undirbúningur hafinn
1. tbl 2022     1. tbl 2022 - ÍF     2. tbl 2021     2. tbl 2022

Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT


Posted on  03/11/2022

Frábært samstarfsverkefni SOI – Special Olympics International og IPF – International Powerlifting Federation! Íslenska landsliðið í kraftlyftingum er á förum til Viborg í Danmörku þar sem heimsmeistaramót IPF í kraftlyftingum fer fram 14-19 nóvember nk. Keppendur eru þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur S Magnússon. Í tengslum við HM verður haldið  kraftlyftingamót á vegum Special Olympics International …

Lesa áfram
By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Slökkt á athugasemdum við Fulltrúar Special Olympics til Danmerkur með landsliði KRAFT
Kynnið ykkur fjölþjóðlegt átak sem tryggja á að enginn verði útundan!

Um okkur

Útgefandi: Íþróttasamband fatlaðra Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík Sími: 514 4080 · Fax: 514 4081 Netfang: if@ifsport.is Ritstjórn: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Jón Björn Ólafsson Myndir: Jón Björn Ólafsson, Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og fleiri Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) var stofnað 17. maí 1979. ÍF er eitt af sérsamböndunum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en hlutverk ÍF er að vinna að eflingu íþróttastarfsemi fatlaðra og að koma fram erlendis í því sambandi.