Heim 2. tbl 2021 Paralympic-dagurinn 2022: Spennt að kynna körfuboltann

Paralympic-dagurinn 2022: Spennt að kynna körfuboltann

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympic-dagurinn 2022: Spennt að kynna körfuboltann
0
1,100

Paralympic-dagurinn fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal þann 3. desember næstkomandi. Stór og skemmtilegur kynningardagur á íþrótta- og lýðheilsustarfsemi fatlaðra á Íslandi. Ein af hinum skemmtilegum kynningum helgarinnar verður í höndum Special Olympics- körfuboltahóps Hauka sem æfir undir stjórn Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur.

„Við erum mjög spennt fyrir Paralympic-deginum og að fá tækifæri til að kynna körfubolta fyrir áhugasama og starfinu sem við bjóðum upp á hjá Haukum. Haukar körfubolti Special Olympic hópurinn var stofnaður fyrir 5 árum og hefur stækkað mikið síðan þá. Á fyrstu æfingunni okkar vorum við með þrjá iðkendur og í dag eru yfir 30 krakkar að æfa hjá okkur, á aldrinum 6-16 ára,“ sagði Bára Fanney en hvað ætla Haukar að bjóða gestum Paralympic-dagsins uppá?

„Planið okkar á Paralympic deginum er að vera með körfu, nokkra bolta og setja upp smá þrautabraut svo fólk getur prófað að drippla, skjóta á körfu og fleira, fá smá tilfinningu fyrir því sem við erum að gera á æfingum,“ sagði Bára sem sjálf á að baki farsælan feril með Haukum.

„Körfubolti er svo skemmtileg íþrótt og hentar vel fyrir fjölbreytta hópa. Það er svo gaman að vera hluti af liði og flottur vinskapur hefur myndast á milli krakkana. Við erum líka með sterkan foreldrahóp sem tekur virkan þátt sem hvatningarlið á hliðarlínunni og aðstoða með viðburði utan æfingatíma t.d. horfa saman á körfuboltaleiki, grillveislur og fleira“.

Hlökkum til að sjá sem flesta 3 desember á Paralympic deginum! 

Viðburður á Facebook

Mynd/ Úr einkasafni: Iðkendur frá Special Olympics körfuboltahópi Hauka mættu og studdu kvennalandsliðið til sigurs gegn Rúmeníu í gærkvöldi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…