Heim 1. tbl 2022 Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 — Undirbúningur hafinn

Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 — Undirbúningur hafinn

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023 — Undirbúningur hafinn
0
1,318

31. október var haldinn í Laugardalshöll, fyrsti fundur keppenda, aðstandenda, þjálfara og fararstjóra vegna heimsleika Special Olympics í Berlín 2023. 

Heimasíða leikanna  https://www.berlin2023.org/

Leikarnir hefjast með opnunarhátíð 17. júní og lýkur 25. júní. Íslenski hópurinn mun búa í vinabænum Kempten nokkra daga fyrir leikana og undirbúningsnefndin í Kempten er nú þegar byrjuð að undirbúa heimsókn fulltrúa Íslands. Vinabæjarprógrömm fyrir heimsleika Special Olympics hafa verið í gangi frá árinu 1995 en verkefnið skapar aukin tengsl við íbúa og það land sem heldur leikana.

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi sendir 31 keppanda á leikana til þátttöku í 10 greinum. Ísland mun eiga fulltrúa í badminton, boccia, borðtennis, frjálsum íþróttum, áhalda og nútímafimleikum, golfi, keilu, lyftingum og sundi. Ísland á keppendur í ,,unified golfi“, þar sem fatlaður og ófatlaður keppandi eru saman í liði.  Keppendur og þjálfarar koma af Reykjavíkursvæðinu, Bolungarvík, Akureyri, Húsavík, Selfossi, Stokkseyri og Flúðum 

Á fundinum undirrituðu keppendur og þjálfarar samning um ástundun æfinga og markvissrar hreyfingar og hollt mataræði. 

Á þessum leikum er þátttaka í keppni ekki aðalatriði, heldur ekki síður félagslegi þátturinn, að mynda tengsl, styrkja sjálfsmyndina og öðlast reynslu sem nýtist í daglegu lífi þegar heim er komið. Það má segja að þessir leikar geti verið fyrir þátttakendur einskonar  SIGURFÖR FYRIR SJÁLFSMYNDINA

Val keppenda á leika Special Olympics er gjöróíkt vali á hefðbundin íþróttamót eða stórmót. Það sem skorar hæst er góð mæting, frammistaða og góð félagsleg hegðun en ekki árangurstengdir mælikvarðar. Á heimsleikum Special Olympics 2023 verða um 7000 keppendur 190 þátttökulönd og 29 íþróttagreinar. Umfang leikanna líkist ólympíumóti og en ólympíumót fatlaðra er undir nafni PARALYMPICS og þangað komast aðeins örfáir iðkendur sem hafa náð lágmörkum í hverri grein. Aldrei má þýða heitið Special Olympics, sem er alþjóðlegt heiti og nýtt af öllum aðildarlöndum SOI.

Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968 og ÍF hefur haft umsjón með starfi Special Olympics á Íslandi frá 1989.

Á myndunum eru  annars vegar keppendur sem  mættu á fundinni í Laugardalshöll og hinsvegar keppendur ásamt þjálfurum og fararstjórum

Haldinn var sérfundur á TEAMS fyrir þátttakendur úti á landi þannig að á myndir vantar nokkra keppendur.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

NÝTT  Á ÍSLANDI, Unified Schools

Special Olympics á Íslandi hóf í haust innleiðingu á verkefninu Unified Schools sem er alþ…