Heim 2. tbl 2022 Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal

Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjölmenni á Paralympic-daginn í Laugardal
0
658

Hinn árlegi Paralympic-dagur Íþróttasambands fatlaðra fór að nýju fram eftir heimsfaraldur COVID-19. Í ár fór Paralympic-dagurinn fram á alþjóðadegi fatlaðra eða 3. desember og sem fyrr var um stóran og skemmtilegan kynningardag að ræða á íþróttum og lýðheilsu fatlaðra.

Fjöldamargir lögðu leið sína í Frjálsíþróttahöllina í Laugardal þar sem íþróttafélög, einstaklingar og stofnanir kynntu starfsemi sína. Íþróttanefndir ÍF og nemar frá Háskólanum í Reykjavík settu einnig skemmtilegan svip á daginn.

Um afar fjölbreyttar kynningar var að ræða eins og pílukast, borðtennis, körfubolta, blindrafótbolta, lyftingar, júdó, bogfimi, blindrabolta (goalball), nútíma fimleika, dans, boccia, frjálsar og margt fleira.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem heimsóttu Paralympic-daginn sem og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu daginn eins vel úr garði og raun bara vitni.

Ljóst er að Paralympic-dagurinn er öflugur vettvangur til þess að kynna þá íþrótta- og lýðheilsumöguleika sem eru þegar í boði og eins til að kynna nýjungar í heilbrigðum lífstíl.

Myndasafn

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem Magnús Orri Arnarson setti saman frá Paralympic-deginum 2022

https://www.facebook.com/IthrottasambandFatladra/videos/1322348158587518

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…