Heim 1. tbl 2022 ÍF og Coca-Cola Europacific framlengja samstarfinu

ÍF og Coca-Cola Europacific framlengja samstarfinu

2 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Coca-Cola Europacific framlengja samstarfinu
0
848

Einar Snorri Magnússon forstjóri Coca-Cola Europacific á Íslandi og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra undirrituðu á dögunum nýjan samstarfs- og styrktarsamning aðilanna á skrifstofu ÍF í Laugardal.


Íþróttasamband fatlaðra og Coca-Cola Europacific á Íslandi hafa átt í löngu og farsælu samstarfi í gegnum árin. Coca-Cola hefur einnig til fjölda ára verið einn af samstarfsaðilum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra og má sjá þess glögg ummerki þegar Paralympics fara fram fjórða hvert ár. Sömu sögu er að segja um heimssamtök Special Olympics en þar hefur Coca-Cola einnig verið bakhjarl til fjölda ára.

„Það er mjög ánægjulegt að framlengja við svona gamla og góða félaga eins og sagt er. Árin 2023 og 2024 verða gríðarlega stór hjá Íþróttasambandi fatlaðra og því einkar mikilvægt að hafa jafn góðan stuðning og raun ber vitni. Næstu tvö árin ber hæst þátttaka okkar 2023 á heimsleikum Special Olympics í Berlín og svo Paralympics 2024 í París. Í mörg horn er að líta og ánægulegt að vita til þess að aðilar sem unnið hafa með sambandinu til fjölda ára sjái sér fært um að varða leiðina áfram með okkur,“ sagði Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF við undirritun samningins.

Mynd/ JBÓ: Þórður Árni og Einar Snorri innsigla nýja samninginn.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…