Heim 1. tbl 2022 Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir

Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir

7 min read
Slökkt á athugasemdum við Í ævintýrabúðum ELSASS í Danmörku takast ungmenni með CP á við nýjar áskoranir
0
795

Íþróttasamband faltaðra kynnti fyrir tveimur árum sumarbúðir ELSASS samtakanna í Danmörku. Þar takast börn og ungmenni með CP  á við nýjar áskoranir. Óskað hafði verið eftir því að Íslendingar fengju aðgang að þessum sumarbúðum og vel var tekið í það. Nú hefur, Kristín, íslensk stúlka frá Akureyri stigið skrefið en hún tók þátt í sumarbúðnum 2022.  ÍF óskaði eftir samantekt um ferðina og hér er samantekt Höllu Davíðsdóttur, móður Kristínar . Hún er tilbúin að veita upplýsingar og aðstoða aðra sem hafa áhuga. Sími hennar er 8641229.  — Starf ELSASS fer fram sumar og vetur og hér má skoða heimasíðu ELSASS

 ,,ELSSASS sumarbúðir 2022.  

Við byrjuðum á því að sækja um vetrarbúðir hjá Elsass sem áttu að vera í byrjun febrúar 2022 í Noregi, Kristín komst inn í þær en það þurfti að hætta við þær út af covid. Við sóttum því um sumarbúðir í staðinn;  – Teencamp 27-30 júní 2022. Þegar við mættum á staðinn tók á móti okkur kona kona sem sýndi okkur staðinn og herbergið hennar Kristínar. Teencamp er fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára með CP. Þarna voru 20 þátttakendur, allt Danir nema Kristín.  Hún var með 2 stelpum í herbergi, það var mjög flott með eldhúsaðstöðu og baðherbergi og hægt var að ganga beint út í garðinn. Það er mjög fallegur stór garður bak við húsin. Við komum að morgni og hún  fékk tíma til að koma sér fyrir og hitta herbergisfélagana. Eftir hádegismatinn var skipt í hópa, sérhópa fyrir þáttakendur og foreldra. Þar fengum við kynningu á starfsseminni auk þess að fá fyrirlestur frá dönskum landsliðsmanni í hjólastólarugby. Hann fór einnig yfir sinn bakgrunn og hvernig hann komst áfram með Cp.  Það var mjög vel tekið á móti okkur og reynt að þýða fyrir okkur yfir á ensku þegar við náðum ekki dönskunni. Starfsfólkið var mjög almennilegt og hlýlegt. Kristín kann mjög lítið í dönsku og var starfsfólkið og krakkarnir duglegir að tala við hana á ensku. Við höfðum  áhyggjur af þessu og kenndum henni að nota translate í símanum sínum, hún notaði það svo mjög lítið, þar sem að þau fengu mjög takmarkað að hafa símana sína. Það var mjög flott dagskrá alla dagana og alltaf kvöldvaka á kvöldin. Fyrsta daginn var þeim skipt í hópa sem áttu að leysa ýmis verkefni. Þau löbbuðu yfir í Bakken tivoli og leystu þrautir á því svæði. Búðirnar voru 4 dagar og 3 nætur og fjölbreytt dagskrá var allan tímann. það var  farið á ströndina á sjóbretti, í trampólíngarð, tennis, klifurvegg, grillaður kvöldmatur úti og margt fleira. Veðrið var mjög gott allan tímann kringum 25 gráður, þannig að sólvörn, derhúfa og vatnsbrúsi var algjört skilyrði áður en haldið var af stað.  Kristín varð 17 ára á meðan hún var í sumarbúðunum og þar sem starfsfólkið vissi að við vorum í nágrenninu buðu þau okkur að koma og hitta hana óvænt í morgunmatnum. Við borðuðum með henni morgunmat og hlustuðum á krakkana syngja danskan afmælissöng fyrir hana.  Daginn sem við sóttum hana var foreldrum einnig boðið í hádegismat, fyrirlestur og kveðjustund. Kristín lærði alveg helling á þessum sumarbúðum og skemmti sér mjög vel. Við vorum mjög stolt af henni að þora að taka þátt. Kristín er ennþá í sambandi við herbergisfélaga sinn í gengnum snapchat 🙂  Við borguðum 200 dk eða rétt tæpar 40.000 ísl fyrir dvölina og sáum um að koma henni á staðinn. Við dvöldum á meðan við ströndina í Charlottelund sem var um 4.km frá búðunum. Svæðið í kring er tilvalið til sumarleyfis, bæði stutt á ströndina og stutt til Kaupmannahafnar.  

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldi…