Heim 1. tbl 2022 Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022

Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022
0
1,062

Íþróttafólk ársins 2022 hjá ÍF var heiðrað í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta árið var skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson Íþróttamaður ársins og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir íþróttakona ársins.

 Íþróttamaður ársins 2022

Nafn: Hilmar Snær Örvarsson
Aldur: 22 ára
Félag: Víkingur
Íþróttir: Skíði
Þjálfari: Þórður Georg Hjörleifsson

Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina „Íþróttamaður ársins.“ Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á Vetrar Paralympics. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á Vetrar-Paralympics féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. 

________________________

 Íþróttakona ársins 2022 
 
Nafn: Thelma Björg Björnsdóttir 
Aldur: 26 ára
Félag: ÍFR 
Íþrótt: Sund 
Keppnisflokkur: S6 (flokkur hreyfihamlaðra) 
Þjálfari: Davor Hinić og Ragnheiður Runólfsdóttir
 
Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina „Íþróttakona ársins.“ Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð íþróttakona ársins alls tólf sinnum! Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Mikilvægt skref stigið

Mikilvægt skref stigið með samstarfsyfirlýsingu Special Olympics í Evrópu, Mennta og barna…