Heim 1. tbl 2022 Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022

Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins ársins 2022
0
1,390

Íþróttafólk ársins 2022 hjá ÍF var heiðrað í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta árið var skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson Íþróttamaður ársins og sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir íþróttakona ársins.

 Íþróttamaður ársins 2022

Nafn: Hilmar Snær Örvarsson
Aldur: 22 ára
Félag: Víkingur
Íþróttir: Skíði
Þjálfari: Þórður Georg Hjörleifsson

Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina „Íþróttamaður ársins.“ Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á Vetrar Paralympics. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á Vetrar-Paralympics féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. 

________________________

 Íþróttakona ársins 2022 
 
Nafn: Thelma Björg Björnsdóttir 
Aldur: 26 ára
Félag: ÍFR 
Íþrótt: Sund 
Keppnisflokkur: S6 (flokkur hreyfihamlaðra) 
Þjálfari: Davor Hinić og Ragnheiður Runólfsdóttir
 
Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina „Íþróttakona ársins.“ Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð íþróttakona ársins alls tólf sinnum! Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á Heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Samstarf við Magnús Orra vegna undirbúnings heimsleika Special Olympics 2025

Það styttist í næstu heimsleika Special Olympics en það eru vetrarleikar sem haldnir verða…