Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri er í fantaformi um þessar mundir en hann vann nýlega til gullverðlauna og setti Íslandsmet á Íslandsmóti öldunga innandyra. Mótið fór fram í Bogfimisetrinu í Dugguvogi – úrslit mótsins.
Þorsteinn keppti í trissuboga 50+ master karla. Metið setti Þorsteinn í með 144 stigum í útslætti en hann hafði betur gegn Alberti Ólafssyni frá BF Boginn. Eins og áður hefur komið fram stefnir Þorsteinn ótrauður á að vinna sér inn þátttökurétt á Paralympics 2024 sem fram far í París í Frakklandi. Árið 2016 varð Þorsteinn fyrsti bogfimimaður Íslands til þess að keppa á Paralympics er hann tók þátt í leikunum í Ríó de Janeiro.
Fyrir áhugasama þá verður Þorsteinn með skemmtilega bogfimikynningu á Paralympic-daginn 3. desember. Nánar hér.