Heim 1. tbl 2022 Gull og met hjá Þorsteini

Gull og met hjá Þorsteini

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Gull og met hjá Þorsteini
0
801

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson frá Akri er í fantaformi um þessar mundir en hann vann nýlega til gullverðlauna og setti Íslandsmet á Íslandsmóti öldunga innandyra. Mótið fór fram í Bogfimisetrinu í Dugguvogi – úrslit mótsins.

Þorsteinn keppti í trissuboga 50+ master karla. Metið setti Þorsteinn í með 144 stigum í útslætti en hann hafði betur gegn Alberti Ólafssyni frá BF Boginn. Eins og áður hefur komið fram stefnir Þorsteinn ótrauður á að vinna sér inn þátttökurétt á Paralympics 2024 sem fram far í París í Frakklandi. Árið 2016 varð Þorsteinn fyrsti bogfimimaður Íslands til þess að keppa á Paralympics er hann tók þátt í leikunum í Ríó de Janeiro.

Fyrir áhugasama þá verður Þorsteinn með skemmtilega bogfimikynningu á Paralympic-daginn 3. desember. Nánar hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…