Heim #aframveginn Líflegt um að litast á Hvatisport.is

Líflegt um að litast á Hvatisport.is

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Líflegt um að litast á Hvatisport.is
0
970

Dagana 15. nóvember til 15. desember stóð ÍF að Kynningarmánuði hér inni á www.hvatisport.is Illu heilli varð að fresta Paralympic-deginum þetta árið vegna heimsfaraldurs COVID-19 en síðustu fimm ár á undan hefur Paralympic-dagurinn verið stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttalífi fatlaðra og hefur hann farið fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Paralympic-dagurinn 2020 varð því að kynningarmánuði inni á www.hvatisport.is þar sem farið var um víðan völl í hinum ýmsu kynningum á félögum, íþróttum og lýðheilsustarfi fatlaðra. Þrátt fyrir að heilum mánuði hafi verið varið í að setja saman snarpar kynningar og annað skemmtilegt efni þá er ljóst að enn er víða hægt að drepa niður og kanna hvað má gera sér til íþrótta- og lýðheilsubótar hérlendis.

Í Kynningarmánuðinum #ÁframVeginn heyrðum við í fyrsta sinn sérstaka hlaðvarpsþætti frá nemendum við Háskóla Íslands og þar var fjallað sérstaklega um Íþróttasamband fatlaðra, íþróttir fatlaðra, NPC Iceland og Paralympics og svo Special Olympics.

Afreksmaðurinn Geir Sverrisson sýndi okkur Kite-sörf og vatnabretti, Íþróttafélagið Ösp sýndi okkur frá keiluæfingum og Akur á Akureyri greindi frá sínu fjölbreytta og blómlega starfi og svona væri lengi hægt að halda áfram.

Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra er ánægt með hvernig til tókst og ljóst er að #ÁframVeginn mun halda sínum sess inni á www.hvatisport.is og þjóna því hlutverki að bjóða áfram upp á snarpa kynningar um íþrótta- og lýðheilsustarf og veita upplýsingar og ráðgjöf um hvernig megi nálgast hin og þessi íþróttalegu úrræði.

Við hvetjum alla til þess að stunda heilbrigt líferni hvort sem það er með afreksmennsku í huga eða almenna lýðheilsu. Höldum öll saman #ÁframVeginn.

Verið öll með!
Félög, einstaklingar og aðrir sem eru áhugasamir að koma á framfæri kynningu um sín verkefni, sína íþróttaiðkun eða sitt félag eru hvött til þess að senda okkur skemmtileg myndbönd á netfangið
aframveginn@hvatisport.is
Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
  • Áfram Veginn! Kynningarmánuður ÍF

    Sökum aðstæðna útaf COVID-19 er ljóst að ekki verður unnt að halda Paralympic-daginn í Lau…
Load More In #aframveginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…