Nú styttist í Paralympics í París sem fara fram dagana 28. ágúst til 8. september. Þau sem hafa tryggt sig inn á leikana eru:
- Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Frjálsar
- Már Gunnarsson – Sund
- Sonja Sigurðardóttir – Sund
- Róbert Ísak Jónsson – Sund
- Thelma Björg Björnsdóttir – Sund
Ísland hefur sent fulltrúa á Paralympics síðan 1980 og verða leikarnir í París þeir tólftu sem ísland tekur þátt í. Yfir þennan tíma hefur Ísland sent samtals 40 íþróttafólk á Paralympics og þar af hafa 13 farið á fleiri en eina leika. Ísland hefur haft keppendur í bæði sundi og frjálsum íþróttum á öllum leikum síðan 1980, en á einstaka leikum hafa keppendur í kraftlyftingum, borðtennis, bogfimi og hjólreiðum einnig tekið þátt.
Ísland hefur unnið til verðlauna á 8 Paralympics, en síðustu verðlaunin komu á Paralympics í London 2012 þegar Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200m skriðsundi í flokki S14. Keppendur frá Íslandi hafa unnið samtals til 98 verðlauna á Paralympics frá árinu 1980. Alls eru gullverðlaunin orðin 37 talsins, 19 silfurverðlaun og 42 bronsverðlaun.
Listi yfir þá íþróttamenn sem unnið hafa til gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra
- Sigurrós Karlsdóttir – 1980
- Haukur Gunnarsson – 1988
- Lilj M. Snorradóttir – 1988
- Geir Sverrisson – 1992
- Ólafur Eiríksson – 1992
- Sigrún H. Hrafnsdóttir – 1992
- Guðrún Ólafsdóttir – 1992
- Bára B. Erlingsdóttir – 1992
- Katrín Sigurðardóttir – 1992
- Kristín Rós Hákónardóttir – 1996/2000/2004
- Pálmar Guðmundsson – 1996
- Jón Margeir Sverrisson – 2012