Heim 2. tbl 2020 Frá sjónarhorni iðkenda á Covid tímum

Frá sjónarhorni iðkenda á Covid tímum

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Frá sjónarhorni iðkenda á Covid tímum
0
783

Systurnar Hulda, Sigríður og María Sigurjónsdætur hafa vakið mikla athygli fyrir mikla þrautseigju og dugnað á þessum síðustu mánuðum.  Hulda segir hér frá upplifun þeirra systra á Covid tímum.  

„ Í mars og apríl talaði Kári Jónsson við okkur Siggu og sagði að nú yrðum við að vera duglegar að æfa og hvetja hvora aðra áfram,  mæta upp á völl og gera eitthvað saman.

Við bjuggum til aðstöðu í gámi í Laugardalnum og þó það væri ekki mikið af lóðum þar þá var hægt að taka réttstöðu og hnébeygju á einum fæti og axlapressu og róður og svo hoppuðum við  og hlupum með sleða með 20 kg lóðum. Ég fékk svo heimaæfingar hja einkaþjálfaranum og styrktarþjalfara hja ÍF Margreti Regínu Gretarsdóttur. 

Æfingagámurinn

Það hjálpaði okkur mjög mikið að vakna alltaf á sama tíma á morgnana. Það er svo mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og vakna alltaf á sama tíma. Ég  náði að bæta mig í sumar í kúluvarpinu. María var dugleg að taka áskoranirnar sem ÍF setti á instagram og hún hefur fengið mikið pepp frá þjáfara sínum,  honum Örvari lyftingaþjálfara Suðra.

Við eigum líka hund sem þarf að viðra, hann þarf sína hreyfingu og við förum með hann út að ganga sem er rosalega gott fyrir andlegu hliðina 

Við vorum og erum duglegar að taka núvitund og joga en það er svo mikilvægt að halda geðheilsunni á þessum tímum og þessir tímar hjálpa mikið með það.  Það skiptir svo miklu máli, sérstaklega núna að gefast ekki upp og vera þolinmóðar.  Mótin eru ekki strax en við verðum að vera tilbúnar þegar kallið kemur.  Við erum líka með frábæra þjálfara sem halda vel utanum allt sem við gerum og stappa í okkur stálinu og peppa okkur. 

Við erum sem betur fer með aðstöðuna sem við settum upp i vor og við getum lyft og tekið hnébeygju og bekkpressu. Það er svo mikilvægt fyrir kastara að lyfta þvi við græðum lítið á þvi að hlaupa endalaust og við förum alveg eftir planinu frá þjálfara.

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
Load More In 2. tbl 2020
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…