Hilmar Snær Örvarsson frá skíðadeild Víkings hefur lokið keppni í Sviss á heimsbikarmótaröð IPC. Hilmar náði sínum besta árangri í dag þegar hann hafnaði í 7. sæti í svigkeppninni. Hilmar heldur heim á leið á morgun en hann stóð allar ferðir keppninnar en tæknileg mistök í gær gerðu það að verkum að hann var dæmdur úr leik eftir fyrri ferðina. …