Heim 1. tbl 2022 Evrópuleikar ungmenna

Evrópuleikar ungmenna

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Evrópuleikar ungmenna
2
927

Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árinu 2011 en leikarnir í ár eru þeir stærstu frá upphafi. Leikarnir eru fyrir íþróttafólk úr röðum fatlaðra 23 ára og yngri og var í ár keppt í 11 íþróttagreinum þar sem keppendur komu frá 29 þjóðum. Við Íslendingar áttum keppendur í tveimur greinum, sundi og borðtennis.

Borðennismaðurinn Björgvin Ingi Ólafsson úr HK, sem keppir í flokki C7, tók á leikunum bæði þátt í einliðaleik og í liðakeppni þar sem hann var með finnskan „meðspilara“. Heilt yfir getur Björgvin verið mjög sáttur með þátttöku sína í mótinu, kemur heim með tvenn verðlaun og góða sigra ásamt því að spila hörku vel í tæpum leikjum. Það að „máta“ sig við bestu borðtennisspilara Evrópu í sínum aldursflokki færir Björgvini og ÍF heim sanninn um að hann á fullt erindi í keppni þeirra á meðal. 

Sundkonurnar Anna Rós Þrastardóttir, Emelía Ýr Gunnarsdóttir og Herdís Rut Guðbjarnardóttir, allar úr Firði, Hafnarfirði tóku þarna þátt í sínu fyrsta móti erlendis á vegum ÍF. Auk þess spreyta sig í lauginni á móti evrópskum jafnöldrum sínum, var hinn megintilgangur þátttökunnar að hljóta alþjóðlega sundflokkun IPC, Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra.

Því miður og af eindæma klaufaskap af hálfu IPC fengu hvorki þroskahamlaðir sundmenn né frjálsíþróttamenn flokkun á mótinu. Eðli málsins samkvæmt var þessu harðlega mótmælt af hálfu þeirra landa sem einstaklinga áttu á leikunum og sendir höfðu verið til flokkunar. Féllust IPC og mótshaldarar á það að lokum að viðkomandi einstaklingar fengju að keppa sem gestir á mótinu og að fundin yrðu „flokkunarmót“ við fyrsta tækifæri.

Líkt og Björgvin Ingi stóðu sundkonurnar íslensku sig með mikilli prýði sýndu líka og sönnuðu að þær eiga framtíðina fyrir sér. 

Vert er að þakka fararstjórn og þjálfurum fyrir sinn hlut í þeim krefjandi aðstæðum sem upp komu á leikunum og koma þeir og keppendur án efa heim reynslunni ríkari og tilbúin til frekari afreka.

 Upplýsingar um úrslit mótsins má nálgast hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…