Heim 1. tbl. 2024 Allir með í Reykjavík

Allir með í Reykjavík

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Allir með í Reykjavík
0
308

Með hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi hefura verkfnastjóri verkefnisins “Allir Með” ásamt verkefnastjórum á miðstöðvum Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingunni komið saman og sett af stað aðgerðaráætlun í hverfum borgarinnar til þess að fjölga íþróttagreinum fyrir börn og ungmenni með fötlun í Reykjavík. Komið hefur fram að börn með fötlun hafa sömu þrá og önnur börn, að vera hluti af heild og fá tækifæri til þess að mæta á æfingar með félögum sínum. Börn með fötlun vilja líka fá tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum og tómstundum og er það félagslega mikilvægt. Allir vita að íþrótta- og tómstundastarf bætir sjálfsmynd barna sem hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði þeirra. Með þeim áherslum er mikill hugur að vinna saman að því að tryggja aðgengi og aðbúnað þeirra að íþróttum

Á næstu dögum og vikum munu foreldrar barna með fötlun í Reykjavík fá upplýsingar um verkefnið í gegnum þjónustuaðila. Einnig verður áhugasviðskönnun lögð fyrir í þeim tilgangi að verkefnastjórar geti komið á móts við þarfir og áhugasvið barna. Íþróttahreyfingin í Reykjavík mun skipta á milli sín íþróttagreinum sem boðið verður upp á í nærumhverfi barnsins.

Ef þú lesandi hefur ekki fengið upplýsingar um verkefnið Allir með og átt barn, ættinga eða vin sem hefur áhuga á að vera með, endilega hafðu samband við okkur verkefnastjóra á Norðurmiðstöð – Kristófer nökkvi Sigurðsson og Anna Hrönn Aradóttir

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hönnun Gunnars Karls prýðir hjólastólavagn Allir með

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót og vekja mi…