Heim 1. tbl 2022 Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Evrópumót Virtus
0
745

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 16. – 24. júlí sl. 

Rúmlega 600 íþróttamenn frá 18 Evrópulöndum tóku þátt í mótinu að þessu sinni þar sem keppt var í níu íþróttagreinum; borðtennis, frjálsum íþróttum, , handbolta, hjólreiðum, körfubolta, róðri, sundi og tennis auk þess sem badminton og júdó voru sýningagreinar á mótinu. 

Ísland átti tvo fulltrúa á mótinu, frjálsíþróttakonurnar Guðrúnu Huldu Sigurjónsdóttur, Ármanni og Stefaníu Daney Guðmundsdóttur sem keppir fyrir Eik, Akureyri en þjálfarar og fararastjórar í ferðinni voru þau Egill Þór Valgeirsson og Eva Hrund Gunnarsdóttir

Báðar náðu þær stöllur ágætis árangri, Stefanía með Íslandsmet í 100m og 200m hlaupi og stökk upp á 5.06m í langstökki, sem er hennar lengsta stökk á alþjóðlegum vettvangi. Guðrún Hulda náði sér ekki á strik í kúluvarpi en náði sínum besta árangri á árinu bæði í sleggjukasti og kringlukasti þar sem hún hafnaði í þriðja sæti.

Nánari upplýsingar um úrlit frjálsíþróttakeppninnar má sjá á https://vesg.eu/athletics/ og https://vesg.eu

Næsta stórmót á vegum Virtus verða Heimsleikar samtakanna, Virtus Global Games sem fram fara í Vichy í Frakklandi 4. – 10. júní 2023.

Sækja skyldar greinar
Load More By merla
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópuleikar ungmenna

Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…