Heim #aframveginn Áfram Veginn! Kynningarmánuður ÍF

Áfram Veginn! Kynningarmánuður ÍF

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Áfram Veginn! Kynningarmánuður ÍF
1
742

Þáttaröðin Ólympíukvöld fatlaðra hefur göngu sína á RÚV í kvöld. Þættirnir eru sambærilegir við Ólympíukvöldin sem voru á dagskrá RÚV síðastliðið sumar. Þættirnir munu gera sögu Ólympíumóts fatlaðra (Paralympics) ítarleg skil sem og þátttöku Íslands í leikunum og stikla á stóru hvað varðar helstu afrek á þessu stærsta afreksíþróttamóti fatlaðra sem haldið er fjórða hvert ár.

Fjöldi afreksmanna, þjálfara, stjórnarmanna og íþróttafréttamanna mun taka þátt í Ólympíukvöldi fatlaðra og eru stjórn og starfsfólk ÍF þess fullviss að þáttaröðin muni varpa öflugu ljósi á það góða starf sem hefur verið unnið hérlendis með íþróttafólki úr röðum fatlaðra. 

Sökum aðstæðna útaf COVID-19 er ljóst að ekki verður unnt að halda Paralympic-daginn í Laugardalshöll eins og til stóð þetta árið. Þess í stað mun Íþróttasamband fatlaðra gangsetja kynningarmánuð á www.hvatisport.is 

Með kynningarmánuði ÍF á www.hvatisport.is vonumst við til þess að umfjöllunin um íþróttastarf fatlaðra á Íslandi vekji áhuga og tryggi að iðkendur skili sér fljótt og vel aftur inn í aðildarfélögin um leið og hægt verður að gangsetja íþróttastarfið í landinu á nýjan leik. 

Starfsemi Íþróttasambands fatlaðra og aðildarfélaganna er afar fjölbreytt og því verður af nægu að taka næsta mánuðinn. 

Með vinsemd og virðingu,

Þórður Árni Hjaltested

Formaður Íþróttasambands fatlaðra 

Sækja skyldar greinar
  • Evrópumót Virtus

    Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…
  • Evrópuleikar ungmenna

    Evrópuleikar ungmenna – European Para Youth Games (EPYG) hafa verið haldnir frá árin…
  • Ein af betri æfingaaðstöðum á landinu

    Borðtennisfélag Reykjanesbæjar fékk nýveri ðafnot hluta af gömlu slökkvistöðinni í Reykjan…
Load More By merla
  • Líflegt um að litast á Hvatisport.is

    Dagana 15. nóvember til 15. desember stóð ÍF að Kynningarmánuði hér inni á www.hvatisport.…
Load More In #aframveginn
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Evrópumót Virtus

Evrópumót Virtus (Alþjóðasamtök þroskahamlaðra íþróttamanna) fór fram í Kraká í Póllandi 1…